Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Side 210
208
Michael Schulte
að beita hugtökunum stuðlasetning í merkingunni ‘reglubundið stafrím’ og
stuðlun í merkingunni ‘frjáls allitteration’ til þess að greina á milli þessara tveggja
fyrirbæra. Frjáls stuðlun kemur í ljós í tungumálum eins og sanskrít og seinni tima
latínu þar sem hún er nánast notuð sem skrauthljómur eða Wortgeklingel. Stafrím
fylgir aftur á móti föstum reglum og á sér fastar rætur í íslensku sem hefur áherslu
á fyrsta atkvæði (sbr. kafla 7 hér að neðan). Feulner (1999:132) skilgreinir forn-
germanskt stafrím — í samræmi við túlkun Ragnars Inga — sem starfhæfa teng-
ingu: „Funktionalisierung der Alliteration zur Zeilenbindung." Að þessu víkur
Ragnar Ingi aftur í lokaþætti rannsóknar sinnar, en mér er það óskiljanlegt hvers
vegna hann þurrkar út þennan grundvallarmun þegar hann segir á bls. 285:
Fyrir okkur, sem þekkjum íslenskan kveðskap, er stuðlasetningin eins og
sparifótin. [...] Þegar við förum með kvæði sem er undir taktfastri hrynjandi,
með afmarkaða braglínulengd, hugsanlega rími einhvers konar (þó að það
þurfi strangt tekið ekki að vera með) og erindaskiptingu, þá eru ljóðstafirnir
ámóta ómissandi og sparifötin við messu á jólunum.
Að mínu mati er samanburðurinn milli stuðlasetningar og hátíðabúnings (eða
sparifata) dálítið villandi. Kjósi maður yfirleitt að nota slíkar myndhverfingar vísa
orðin stafúr og stuðull (á forníslensku stuðilí) þvert á móti í vinnufatnað. Hér má
vitna í skilgreiningu Snorra á höfuðstaf og stuðli (flt. stuðlar) í Háttatali:
I öðru vísuorði er settr sá stafr fyrst í vísuorðinu, er vér köllum höfuðstaf. Sa
stafr ræðr kveðandi. En í fyrsta vísuorði mun sá stafr finnast tysvar standa
fyrir samstöfun. Þá stafi köllum vér stuðla (Snorri, Háttatal I, 11—14; útg-
Faulkes 1991:4).
Orðið stuðill er nafnorð sem dregið er af sögninni styðja og getur merkt ‘stoð’, en
höfuðstafr er sjálf máttarstoðin í stuðlasetningunni. Á sínum tíma notaði Jacob
Grimm orðið Stollen frá fornháþýsku stollo sem hefur sömu grunnmerkingu og
stuðill, þ.e. ‘stoð, sérstaklega notuð í námugrefti’ (sbr. Kluge 1995:798, Paul
2002:969). Þetta er í fullu samræmi við merkingu ‘vallus’ og ‘palus’ í lslenskri-latn-
eskri-danskri orðabók Bjarnar Halldórssonar (1814:454, undir stafr). Merkingar-
sviðið sýnir greinilega að það er fremur átt við stoðir og burðarstólpa en hátíðar-
búning. Þegar stuðlarnir móta formgerð ljóðs eru þeir burðarvirki þess. Þetta
staðfestir íðorðafræði Snorra þar sem bæði höfuðstafr og stuðlar eru grundvallar-
hlutar af burðarvirkinu, en einnig má bera saman við norska orðið stavlarke þar
sem stav merkir ‘lóðréttan burðarstólpa’. Hugsanlega er einhver leið út úr þessum
ógöngum með því að líta á bragarháttinn í heildsinni sem skraut eða spariföt.
3. Sjónarsvið og elsti vitnisburður
I innganginum leggur Ragnar Ingi áherslu á þann kveðskap sem hægt er að tíma-
setja, einkum dróttkvæðin. Eddukvæði og rúnaristur eru því utan ramma rann-