Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Side 211
Andmtzli við doktorsvöm Ragnars Inga Aðalsteinssonar 209
sóknarinnar. Um leið leggur Ragnar Ingi áherslu á stuðlunaraðferð eða stafrímið
sem samnefnara. A bls. 15 segir hann:
Nánast allur íslenskur kveðskapur frá því á 9. öld og fram um miðja 20. öld
er stuðlaður samkvæmt hinni fornu hefð sem var sameiginleg forngermönsk-
um þjóðum.
Vel mætti víkka talsvert út sjónarsviðið sem lýst er hér. A bls. 18 nefnir Ragnar
Ingi gullhornið frá Gallehus með áletruninni vel kunnu: ek hlewagastiz holtijaz
horna tawido. Það er einnig vert að minnast hér á dæmi sem hlýtur að vera meira
en tvö hundruð árum eldra en Gallehus: Ristan frá Thorsberg myndar líklega
langlínu með einum stuðli: [A] owlþuþewaz [B] niwajemariz. Naumann
(2010:150) telur það líklegt að um reglulega langlínu sé að ræða:
Die Inschrift von Thorsberg zeigt — je nach Lesung — Stabbindung auf
Halbvokal (w : w) bzw. Vokal und Halbvokal (o : w) und ist von Grpnvik
(1985: 191) und danach Seebold (1994:72, Anm. 7) als regelrechte Langzeile
eingestuft worden (Naumann 2010:150).
Með því að beina sjónum að langlínu (og fornyrðislagi) getum við slegið föstu að
þróun þessarar hefðar nær yfir nálægt tvö þúsund ár. Að auki er vert að nefna
þríeykið Ingaevones — Istaevones — (H)erminones hjá Tacitusi í Germaniu frá
fyrstu öld. Tacitus minnist á Carmina antiqua með goðsagnalega ættflokka, en
því miður vitum við lítið um þessi fornkvæði. Ættflokkanöfnin þrjú sem nefnd
voru hér á undan gefa til kynna mikilvægt hlutverk nafngiftarinnar sem Ragnar
Ingi reyndar gefur lítinn gaum: tengihlutverk stuðlunarinnar í ættfræði sem
sögulega forsendu fyrir forngermanskan kveðskap, sbr. Hiltibrant enti Hadu-
brant / untar heriun tuém (Hildibrandsljóð 3). Nöfn innan konungsætta tengjast
nieð stuðlun; sbr. einkum Blekinge-rúnaristurnar frá 7. öld: HAriwolAÍR, Ha-
þuwolAÍR (Stentoften), HAriwulafa, HAþuwulaÍR, HAeruwulafiR (Istaby), Ha-
þuwolAÍA (Gummarp).
Annars telur Heusler, í Deutsche Versgeschichte (1925 :§ 115), sem Ragnar Ingi
vísar mikið til, að stuðlunin í ættfræði og ættarnöfnum hafi blómstrað helst á árun-
um 400-600 e.Kr. (sjá Heusler 1925:§115). Að mati Heuslers er hér um að ræða
..málfræðilega stuðlun" (þý. grammatische Alliteration) sem er gagnstæð hinu „ekta,
hljóðrétta stafrími" (Heusler 1925:§§119, 384). Heusler heldur því fram að stuðla-
setningin í hinum æðri kveðskap eins og Bjólfskviðu, Heliand og eddukvæðunum,
hafi einmitt þróast og dafnað í framhaldi af þessari nafnfræðilegu hefð. Mig langar
að spyrja Ragnar Inga hver afstaða hans sé til þessarar fræðilegu tilgátu Heuslers.
4- Styrkleikamunur orða og bragliðir
Ragnar Ingi ræðir um áherslu og styrkleikamun orðflokkanna á bls. 91—95 og
2.21-232, og reyndar hefur hann þegar lagt sitt til umræðunnar með eigin skrifum