Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 212
210
Michael Schulte
um þetta efni (sjá til dæmis Ragnar Inga Aðalsteinsson 2005). í tíðnigreiningu
sinni yfir nánast 1200 ár sýnir hann að mikilvægasta breytingin um langt skeið
varðar nafnorð og lýsingarorð borið saman við sagnorð í persónuhætti. Hann
tekur svo til orða á bls. 234:
Stærsta breytingin er á nafnorðum og lýsingarorðum annars vegar og sögnum
í persónuháttum hins vegar. Nafnorðum og lýsingarorðum fækkar samtals
sem nemur 48 orðum í hverjum 100 braglínupörum. Þessi fækkun skilar sér í
hinum veikari orðflokkum, mest í sagnorðum í persónuháttum sem fjölgar um
25 í hverjum 100 pörum þar sem fjölgun í hinum orðflokkunum er dreifðari.
Ragnar Ingi beinir einnig sjónum að fræðilegum rannsóknum þríeykisins Sievers,
Kuhn og Heusler. Hér tel ég vanta áhrifamikla rannsókn Riegers Diealt- undang-
elsdchsische Verskunst frá árinu 1876 sem reyndar leggur grundvöllinn að starfi
Sievers, Heuslers og einkum Kuhns (sbr. Kiihnel 1978:296—304, Gade 1986:
71—76). I Fomnordisk metrik lýsir Brate (1898:22) niðurstöðum Riegers á eftir-
farandi hátt (hér í ensku ágripi frá Gade 1986:75—76):
1. Nomina (nouns, adjectives and the verbal participles I and II) are more hea-
vily stressed than other word classes.
2. The finite verb is less strongly stressed than a nomen. The verb of the main
clause has less stress than that of a subordinate clause.
3. Adverbs belonging to adjectives and other adverbs are more strongly stres-
sed than the same words if they act as qualifiers. They have no stress if they
function as intensifiers.
4. Pronouns and pronominal adjectives are often enclitics but nevertheless
receive strong rhetorical stress.
5. Prepositions and conjunctions lack stress.
Hvað snertir persónubeygðar sagnir þá gerir Rieger (1876) greinarmun á tengdum
og ótengdum setningum eins og Kuhn. Niðurstöður hans lögðu sem sagt grunninn
að starfi Sievers, Heuslers og Kuhns, og heiðurinn er þvi hans. í rannsókninni
Untersuchungen zumgermanischen Stabreimvers gengur Kuhnel (1978:297) svo langt
að segja að ásamt lögum Lachmanns og Sievers séu reglur Riegers um stuðlasetningu
og setningaáherslu meðal veigamestu nýjunga í bragfræði á 19. öld.6 Gade bætir við
„that these achievements of nineteenth-century science of poetics remain unchallen-
ged to this day“ (Gade 1986:76). En vera kann að fyrir því sé einhver ástæða að þessi
rannsókn er ekki nefnd í doktorsritgerðinni; sbr. heimildir á bls. 300.
6 „Die von ihm [Rieger; M.S.] fixierten Alliterationsregeln und Gesetze des german-
ischen Satzakzents gehören, neben den durch LACHMANN (und SIEVERS) ermittelten
Gesetzen des Wortakzents in den Germanischen Mundarten, zu den bedeutendsten
Leistungen der Verswissenschaft des 19. Jahrhunderts; sie sind bis heute unangefochten
geblieben" (Kiihnel 1978:297).