Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Side 213
Andmódi við doklorsvöm Ragnars Inga Aðalsteinssonar
211
5- Bókstafarím og brageyra: miðlægt hlutverk rithefðarinnar
I ítarlegri greiningu á bls. 39—46 skoðar Ragnar Ingi ýmsa stuðlunarflokka þar
sem hann greinir á milli 26 jafngildisflokka (svokallaðra) allt eftir framstöðuklös-
um. Hann sýnir að jafngildisflokkarnir hafi breyst í tímans rás að hluta til vegna
hljóðbreytinga. Þetta á einkum við um s-stuðlun og nýja stuðlunarmynstrið, svo-
kallaða sníkjubljóðsstuðlun. Hér er án efa að finna nýjar niðurstöður sem skipta
máli fýrir komandi rannsóknir á þessu sviði. Þessar sögulegu breytingar sem hafa
átt sér stað í stuðlasetningunni skýrast að nokkru leyti af hljóðfræðilegum og
hljóðkerfislegum skilyrðum.
Ragnar Ingi beinir athygli að lokhljóðunum /g, k/ (framgómmælt) og /g, k/
(uppgómmælt) sem stuðla saman, til dæmis garpur, gerpi, gjálfra, kappi, keppa,
kjósa, og síðast en ekki síst fjallar hann um /7-stuðlun í orðum sem rituð eru með
b- í framstöðu, til dæmis hafa, bjálpa, blaupa, hnýta, hrjóta og hvessa (sjá yfirlit á
bls. 43-44 ásamt umræðu á bls. 196—204, 209-210). Segja má að hér sé um mis-
munandi hljóðön (fónem) að ræða; sbr. frammælt /k/ í kjör ‘val’ (< *kpr, ef. kjörs)
á móti uppgómmæltu /k/ í kör ‘ellihrumleiki’ (< *kpr, ef. karar). Sbr. ennfremur
gufa með uppgómmælt /g/ þó að frammælt [y] fylgir eftir í nútímaíslensku, og
g&fa með framgómmæltu /g/ þó að fyrsta sneið tvíhljóðsins œ. sé uppmælta sér-
hljóðið [a].
í samræmi við Höskuld Þráinsson (1981:114) gengur Ragnar Ingi út frá grund-
vallarmun á hljóðfræðilegum og hljóðkerfislegum skýringum þar sem hann vitnar
í Höskuld á bls. 197:
Hljóðfræðileg skýring (no. fonetisk forklaring): Orð sem stafsett eru með hj-
/hl-/hn-/hr- í framstöðu eru borin fram með [h] í upphafi, þrátt fyrir kenn-
ingar ýmissa hljóðfræðinga um að svo sé ekki. Þess vegna stuðla upphafshljóð
þessara orða á móti [h].
Hljóðkerfisleg skýring (no. fonologisk forklaring): I orðum sem stafsett eru
með hj-/hl-/hn-/hr- í framstöðu verður að gera ráð fýrir /h/ sem upphafs-
sneið í grunnformi (baklægri gerð, e. underlying form). Þótt þetta /h/ komi
ekki í öllum tilvikum fram á yfirborðinu — þ.e. í framburði — og kannski
aldrei í sumum þessara orða, veldur það því að þessi orð hegða sér með tilliti
til stuðlasetningar eins og önnur orð sem hefjast á /h/.
Hér virðast hvorki hljóðfræðin né hljóðkerfisfræðin bjóða upp á fullnægjandi
skýringu. Höskuldur (1981:114) telur að skáldskaparreglur kunni að vera háðar
»býsna sértækum hljóðkerfislegum fyrirbærum" (hér bls. 197—198). Mér er ekki
fullljóst hver afstaða Ragnars Inga er til þessa vandamáls. Hann vísar til mismun-
andi fræðimanna sem gera ráð fyrir framburði [h+1], [h+r] og [h+n] i staðinn fyrir
[[]> [r], [n], og nefna má að framstöðuklasarnir hl-, hr- og hn- í nútímamáli sam-
svara [1], [r], [n], eins og Jón Axel Harðarson og aðrir málfræðingar benda á (bls.
2oo-2oi):