Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 215
Andm&li við doktorsvöm Ragnars Inga Aðalsteinssonar 213
náði ekki fullri útbreiðslu á sínum tíma þótt hún hefði — fræðilega séð — getað
virkað vel út frá hljóðfræðilegum forsendum. Eg býst við nánari athugasemdum
Ragnars Inga um þetta mál.
6. Sérhljóðastuðlun
Höfundurinn gerir ráð fyrir því að aðalatriðið í sérhljóðastuðlun sé lágmarks-
hljómun (sérstaklega á bls. 143—145): „Lágmarkshljómun er á þeim stað í grennd
við sérhljóðana sem er minnst atkvæðisbær", og Kristján (2007:147) orðar það
þannig á ensku: „A sonority minimum is the least syllabic place relative to surro-
unding vowels.“ Á þennan hátt er hægt að gera ráð fyrir „tómum stuðli" sem þýðir
að öll sérhljóð mynda einn jafngildisflokk og eru „trivially non-distinct“ (sjá bls.
144). Samtímis hafnar Ragnar Ingi öðrum skýringum eins og: (1) kenningunni um
sögulegan uppruna sérhljóðastuðlunar eftir Kock og Classen, (2) kenningunni sem
hyggir á sameiginlegu atriði, [+ sérhljóðskenndur], eftir Jiriczek og Kauffmann, og
síðast en ekki síst (3) kenningunni um raddglufulokun sem hefur verið og er enn
vinsæl meðal margra sérfræðinga, þar á meðal Rapp, Jiriczek og Kuryiowicz. Hér
langar mig að bæta þvi við að Campanile (1979:198) hafnar einnig kenningunni um
taddglufulokun í keltneskum málum, sérstaklega í fornírsku.
Ragnar Ingi vísar til mikilvægustu rannsóknanna og hann nefnir nokkur dæmi
frá 9. öld þar sem sérhljóðastuðlun byggist á sömu sérhljóðum. Um þetta kemst
hann svo að orði á bls. 150:
Það þýðir að sú stuðlun með sömu sérhljóðum sem fannst á 9. öld er í 5 af 6
tilvikum með aðeins tveimur ljóðstöfum, þ.e. þá er stuðull aðeins einn.
Þetta er gott og blessað. í eldri rúnaristum byggist sérhljóðastuðlun i nokkrum til-
fellum á sömu sérhljóðum, sbr. Feulner (1998) um ristuna frá Pforzen (u.þ.b. 600
e-Kr.): Aigil undi Ailrun / elahu [ltahu] gasokun.
Samt má segja að í stuðluðum rúnaristum sé í allmörgum dæmum komist hjá
endurtekningu sama sérhljóðsins (sbr. Naumann 2010:148). Segja má að sér-
hljóðastuðlun í frumnorrænu sé minna regluföst og kerfisbundin en í forníslensku
a 9- öld af því að sömu sérhljóðin stuðla oftar saman í frumnorrænu en í fornís-
lensku. Á bls. 32 bendir Ragnar Ingi einnig á stuðlunarkerfið í Kalevala og í mon-
gólskum kveðskap með eftirfarandi mynstri = Vx og C^V^ = C^V^, til dæmis
Astu leski aitastasi eða Lappalainen laiha. í stuttu máli, ég er sammála því sem
Ragnar Ingi útskýrir og margt er þar vel athugað.
7- Áhersla á fyrsta atkvæði
I kafla 1.6.3 fjallar Ragnar Ingi um meginforsendu stuðlasetningarinnar sem er
áhersla á fyrsta atkvæði: „Hefðin lifir á íslandi. Áhersla á fyrsta atkvæði?“ Hann
Hsar einkum til Minkovu (2003:68) sem bendir á að áhersla á fyrsta atkvæði er