Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 216
214
Michael Schulte
áberandi þáttur í þróun stuðlasetningar í forngermönskum málum. Þetta gætu
virst sjálfsagðir hlutir. Hér hefði það ef til vill verið gagnlegt að nefna fleiri atriði
sem tengjast áherslunni. Salmons segir til dæmis í bók sinni Accentual change and
language contact:
Broad regions of northwestern Europe reflect numerous shared areal accen-
tual features, dating in all likelihood from the first millenium B.C. These in-
clude primarily: 1. Fixed initial stress accent, found in the northwesternmost
Indo-European languages: Germanic, at least the Goidelic branch of Celtic,
and almost certainly an early and not directly attested stage of Italic. The
same pattern is attested in Finno-Ugric languages, of which two — Finnish
and Lappish — were clearly involved in important contacts with Indo-
European (Salmons 1992:180).
Sameiginlegt einkenni keltneskra og germanskra mála eru áherslulaus forskeyn
sagnorða (no. verbalprefikser) sem verða fyrir skerðingu í vesturgermönskum
málum en að jafnaði fyrir brottfalli í norðurgermönskum málum. Kurylowicz
(1964) heldur því fram að þetta fyrirbæri sé „un mirage de la grammaire comparee
de l’indo-européen“. Salmons, sem ég vísaði til áðan, nefnir áhersluleysi þessara
forskeyta sem grundvallaratriði keltneskra og germanskra mála:
Correspondences not only in the general accentual pattern of initial stress,
but also in the exceptions to that general pattern, for example, treatment of
stress in verbal prefixes [...] (Salmons 1992:181).
Það er vert að minnast á að fylliorðin (þý. Expletivpartikeln) of, um í forníslensku
virðast vera leifar hinna áherslulausu forskeyta, sem gegna ákveðnu hlutverki 1
kveðskap og málsháttum (um þetta sjá Kuhn 1929, Christiansen 1960, einnig
Gade 1986). Að mati flestra fræðimanna er það áherslunni að kenna að forskeytm
falla brott, sbr. íslensktgreiða < *ga-raiðijan. Ragnar Ingi heldur því fram á bls. 68
að mismunandi áhersla valdi muninum á íslenskum og enskum kveðskap:
Þegar orðáherslan breytist og færist inn í orðin, oftast á 2. og 3. atkvæði, rask'
ast bygging stuðlavirkisins og ljóðstafirnir missa að einhverju leyti gildi sitt.
Islenskan hefur haldið áherslu á fyrsta atkvæði hvers orðs allt fram á þennan
dag og gæti hér verið kominn hluti af skýringunni á því hvers vegna stuðlun-
in helst enn í íslenskum brag ef þessi hugmynd Minkovu á við rök að
styðjast.
Hér ætti vissulega að nefna fleiri atriði sem valda mismunandi þróun stuðlunar-
innar, til dæmis sterka hefð, varðveislu tungumáls og kveðskapar, og síðast en ekki
síst fábreytni málsins miðað við færeysku til dæmis. Að lokum langar mig
spyrja Ragnar Inga þriggja spurninga sem varða samhengið milli stafríms og enda-
ríms. Spurningar þessar snerta einnig kafla 1.6.3: