Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Side 221
Andsvör
219
sl og sn var lágmarkshljómunin á s. Þar með stuðluðu sl og sn við sj, sv og 5+sér-
hljóð. Þetta er kölluð j-stuðlun. I rannsókn minni skoðaði ég, eins og fyrr var frá
greint, 1200 braglínupör frá hverri öld. Frá 12. öld fann ég 41 dæmi um 5-stuðlun,
frá 13. öld voru þau 33, frá 14. öld 14 og frá 16. og 17. öld ekkert. Eg leyfi mér því
að fullyrða að fyrirbærið er til, það var áberandi í kveðskapnum en hvarf með öllu
á tímanum frá 1300 til 1500 og sást ekki aftur fyrr en í örlitlum mæli á 18. öld.
Sníkjuhljóðsstuðlun kallast það þegar sníkjuhljóðið [t] er látið mynda stuðlunina.
Þá ganga framstöðuklasarnir sl, sn og st saman í stuðlun.
5- Ynglingatal er alls 180 braglínupör og samkvæmt meðaltalstölu um fjölda s-
stuðlunar í kvæðum fyrir 1400 (sjá bls. 178) ættu þar að vera 5 dæmi um í-stuðlun.
Ekkert dæmi um 5-stuðlun er í kvæðinu. Auk þess er eitt dæmi þar sem sl stuðlar
á móti sl. Samkvæmt þessu ætti kvæðið að vera ort eftir 1300. Ymsir sérfræðing-
ar í handritafræðum bentu mér þá á að mjög sterk rök væru fyrir því að kvæðið
væri skráð á skinn á seinni hluta 13. aldar og gæti að minnsta kosti ekki verið yngra
en það. Ég hef enga ástæðu til að rengja þetta fólk og því hef ég vísað þessari
spurningu frá mér í bráð, eða þar til mér gefst tóm til að skoða betur rökin fyrir
aldursgreiningu kvæðisins. Auk þess þarf að yfirfara fleiri þætti þessa máls. Að því
vel athuguðu, en ekki fyrr, er tímabært að draga einhverjar ályktanir um aldur
Ynglingatals.
6. Helstu kenningar um tilurð og tilvist sérhljóðastuðlunar eru fjórar. Sú sem
hefur verið lífseigust þeirra er kenning sem kennd er við A.M. Rapp og var sett
fram árið 1836. Hún gengur út á það að þegar stuðlað er með sérhljóðum sé það
raddglufulokun sem myndast við upphaf sérhljóðans sem stuðlar og gegni þá í
raun sama hlutverki og samhljóði. Önnur kenning (Axel Kock frá 1889—1894)
kveður á um að upphaflega hafi hvert sérhljóð myndað sinn jafngildisflokk; a
stuðlað við a, e við e, i við i o.s.frv. Síðan hafi þetta smám saman breyst, m.a. vegna
hljóðvarpa, og færst í það horf sem nú er. Þriðja kenningin (Jiriczek 1896) gengur
út á það að einn þáttur, +sérhljóðakenndur (e. +vocalic), ráði því að hægt er að
stuðla sérhljóða hvern við annan. Allar þær þrjár kenningar sem hér hafa verið
nefndar hafa verið gagnrýndar og ég hef fyrir mitt leyti tekið undir þá gagnrýni.
Kenningin um raddglufulokun þykir ekki trúverðug vegna þess, til dæmis, að í
Kalevalakvæðunum er stuðlað með sérhljóðum þó svo að ekki sé vitað um neina
raddglufulokun í finnsku auk þess sem margt annað hefur verið tínt til sem hér er
of langt að telja; kenningin sem kennd er við Kock, um sögulegan uppruna sér-
hljóðastuðlunar, þykir ekki sterk vegna þess meðal annars að um þessa stuðlun eru
engin dæmi til. Ekkert er til skráð af kveðskap frá þeim tíma sem þetta ætti að hafa
gerst. Kenningin er því í raun ágiskun ein. Þriðja kenningin, kennd við Jiriczek,
hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að útilokað sé að einn aðgreinandi þáttur
1 einu af þeim fónemum sem byggja upp stuðlunina hafi fengið það hlutverk að
greina á milli jafngildisflokka. Ef sú væri raunin gæti m eins stuðlað við n eða b við