Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Síða 223
Andsvör
221
9- Sú gagnrýni, að ég einblíni á formið en hirði minna um innihaldið, á vissulega
rétt á sér út frá þeirri staðreynd að ég er að skoða formið — ekki innihaldið.
Innihald, merking eða hin tilfinningalega staða stuðlanna, hvort við notum /"eða b
í stuðlun, hvort við beitum sérhljóðastuðlun, gnýstuðlum eða notum heila
framstöðuklasa (t.d. skrj í öllum sætum), er efni í aðra rannsókn sem ég var ekki
að vinna í þetta skipti. Þar er um að ræða yfirgripsmikið verkefni sem er vissulega
spennandi og gæti gefið margar áhugaverðar niðurstöður. Eg á nú þegar í tölvunni
gagnasafn með 13.626 braglínupörum þar sem skráðir eru allir ljóðstafir og auk
þess skráður næsti stafur á eftir hverjum ljóðstaf. Þetta safn bíður frekari rann-
sókna.
3. Svör við andmælum Michaels Schulte
1. Mér finnst andmælandi minn gera heldur mikið úr þeirri líkingu minni þegar
ég tala um hátíðabúning eða spariklæði. Þegar ég tala um spariföt á jólunum er ég
aðeins að benda á hve íslendingum hefur ætíð fundist stuðlasetningin ómissandi.
Sá sem birtist á óhreinum vinnuklæðum í hátíðamessunni stingur í stúf við helgi-
blæ athafnarinnar og það þykir óviðeigandi. Eins þykir óviðeigandi að setja
saman rímað kvæði undir hefðbundinni hrynjandi með afmarkaða braglínulengd
án þess að nota ljóðstafi. Líkingunni var ekki ætlað að ná yfir neitt annað. Schulte
talar um að nota orðið stuðlasetning um reglubundna stuðlun en stuðlun þegar um
er að ræða frjálsa ljóðstafasetningu. Gallinn við það er sá að hefð er fýrir því að
nota bæði þessi orð jöfnum höndum yfir sama hugtakið og gæti reynst erfitt að
breyta því.
2. Það er rétt hjá Schulte að á fornum rúnaristum er að finna mikið af stuðluðu
efni, ýmist í kveðskap eða óbundnum texta. Þar er vissulega margt forvitnilegt
fyrir áhugamenn um stuðlasetningu. Mín rannsókn var aftur á móti að öllu leyti
byggð á kveðskap sem hægt var að tímasetja með nokkurri vissu. Þetta var gert til
að fá yfirlit yfir sögu stuðlunarinnar. Ég gat því ekki í þessari rannsókn nýtt mér
hinar fornu rúnaristur. Þar er hins vegar um að ræða afar spennandi verkefni sem
bíður betri tíma. Ég mótmæli alls ekki þeirri hugmynd Heuslers að uppruni stuðl-
unar í árdaga sé tengdur einhvers konar orðhlutastuðlun þar sem heiti manna
(höfðingja) hafi byrjað á sama orðhluta og þetta hafi myndað einhvers konar end-
urtekningu sem þeirrar tíðar mönnum hafi þótt falleg. Um þetta vitum við þó lítið
°g auk þess er þessi þáttur i sögu stuðlunarinnar, eins og fyrr er nefnt, utan þess
tímaramma sem rannsókn mín náði yfir.
3- Ekkert er fjær mér en að ætla að gera lítið úr Rieger og rannsóknum hans.
Rieger rannsakaði einkum saxneskan kveðskap og svo virðist sem hann hafi af
þeim orsökum orðið út undan og jafnvel gleymst í umræðunni, að minnsta kosti
hér á landi, þar sem risarnir í þessum fræðum, einkum Sievers og Heusler, eru