Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 231
229
Ritfregnir
Samtalsgreining og þjóðernisleg mynstur í málnotkun
Paulina Horbowicz. How to be Norwegian in Talk? Polish-Norwegian inter-
ethnic conversation analysis. Novus, Osló, 2010. 386 bls.
Þessi bók byggir á doktorsritgerð höfundar sem var varin við Adam Mickiewicz
háskólann í Poznan 2009. Bókin fjallar um rannsókn á því hvað það merkir að
vera norskur í tali og notar aðferðir samtalsgreiningar (e. conversation analysis) til
að vinna með samtöl milli fólks sem hefur norsku að móðurmáli og fólks sem
hefur pólsku að móðurmáli en hefur náð góðri hæfni í að tala norsku sem annað
mál. Með því að rýna í málnotkun beggja aðila við slíkar aðstæður dregur höf-
undur ályktanir um þær samskiptavenjur sem tíðkast í venjulegum norskum sam-
tölum.
I inngangi (1. kafla) er kynning á tilgangi rannsóknarinnar, aðferðafræði og
miðlægum hugtökum. I næstu tveimur köflum er fræðilegur bakgrunnur rann-
sóknarinnar útmálaður og tvær lykilhugmyndir ræddar í þaula. I 2. kafla er fjallað
um menningarlega ramma (e. cultural frames) og í 3. kafla um samskiptavenjur (e.
communicativepractices). Umfjöllun um gagnasöfnun og þátttakendur í rannsókn-
inni er að finna í 4. kafla. í 5.-8. kafla er viðfangsefnið greint. Fyrst er rætt um
ósamhverft eðli samtala á mörkum ólíkra menningarheima (5. kafli) og því næst
um þrjá þætti sem einkenna þjóðernislegt samskiptamynstur (e. ethnic comm-
unication pattem; ECP) norsku og hvernig pólsku annarsmálsnemarnir fara með
þetta mynstur. Þessir þættir eru: hvernig viðmælanda er fylgt eftir (6. kafli), merki
um viðbúið framhald í næstu samtalslotu (7. kafli) og hvernig málhafar tjá það að
þeir séu ósammála (8. kafli). Helstu niðurstöður eru dregnar saman í 9. kafla en
Horbowicz ályktar að þjóðernislegt samskiptamynstur norsku felist í jöfnuði,
samlyndi, fyrirsjáanleika, fjarlægð og því að „vera norskur“ (bls. 352—356), þar sem
hið síðastnefnda vísar til þess að sækja í orðaforða sem einkennir norska menn-
ingu.
Rannsókn á náttúrulegum samtölum annarsmálshafa við móðurmálshafa í
skandinavísku máli er áhugaverð i íslensku samhengi. A síðustu árum hefur
orðræðugreining og samtalsgreining tekið að ryðja sér rúms í íslenskri málfræði
(sbr. Þórunni Blöndal 2004, 2005) og nýlega hefur verið skrifuð doktorsritgerð
um tileinkun íslensku sem annars máls sem byggir á slíkri aðferðafræði (Guðrún
Theodórsdóttir 2010), en í þeirri rannsókn var lögð áhersla á hvernig lærdóm má
draga af „venjulegum samskiptunT annarsmálshafa við Islendinga. Samræðu-
greining einkennist einmitt af því að sem venjulegustum og náttúrulegustum
gögnum er safnað og ólíkt því sem tíðkast í sumum öðrum greinum málvísinda
(og öðrum lífvísindum) er gagnaknúin aðleiðsla talinn æskilegri aðferðafræðileg
nálgun en afleiðsla. A bls. 18 í þeirri bók sem hér er til umræðu segir t.a.m. í hálf-
gerðum afsökunartón að það hafi „reynst nauðsynlegt að setja fram kenningar og
láta á þær reyna“ en slíkt orðalag ber því glöggt vitni að hér blása óvanalegir að-