Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Síða 232
230
Ritfregnir
ferðafræðilegir vindar — athugasemd af þessu tagi væri fráleit innan annarra und-
irgreina málvísinda, t.d. í generatífri setningafræði. Niðurstaðan hér er eins konar
blönduð aðferð þó að áhersla sé á aðleiðslu. Sé litið til aðgreiningar milli eigind-
legrar (e. qualitative) og megindlegrar (e. quantitative) nálgunar er svipaða sögu að
segja. I anda samtalsgreiningar er áhersla lögð á eigindlegt sjónarhorn en megind-
leg vensl koma þó einnig við sögu.
Bókin er áhugavert og metnaðarfullt framlag til samtalsgreiningar og málvís-
inda í skandinavísku samhengi. Gildi hennar liggur bæði í aðferðafræði, gagna-
söfnun og greiningu og því hvernig hún tvinnar samtalsgreiningaraðferðina saman
við félagsfræðilegar og mannfræðilegar rannsóknir. Hún varpar áhugaverðu ljósi á
það hvað felst í þjóðernislegu samskiptamynstri norsku og leggur grunn að frek-
ari athugunum á þjóðernislegum mynstrum í málnotkun.
RIT SEM VÍSA© ER TIL
Guðrún Theodórsdóttir. 2010. Conversations in Second Language Icelandic: Language
Leamingin Real-Life Environments. Doktorsritgerð við Syddansk Universitet, Óðins-
véum.
Þórunn Blöndal. 2004. Endurgjöf í samtölum. íslenskt mál 26:123-146.
Þórunn Blöndal. 2005. Lifandi mál. Inngangur að orðraeðu- og samtalsgreiningu. Rann-
sóknarstofnun Kennaraháskóla Islands, Reykjavík.
Anton Karl Ingason
Islensku- og menningardeild
Háskóla Islands
IS-101 Reykjavík, ÍSLAND
antoni@hi.is
Tvær doktorsritgerðir
Jóhanna Einarsdóttir. The Identification and Measurement of Stuttering in
Preschool Children. Doktorsritgerð við Læknadeild Háskóla íslands,
Reykjavík, 2009. Alls um 200 bls.
Jóhanna varði ritgerð sina 16. janúar 2009. Andmælendur voru Anne K. Bothe,
prófessor við University of Georgia i Bandaríkjunum, og Jörgen L. Pind, pró-
fessor við Sálfræðideild HÍ. Aðalleiðbeinandi Jóhönnu var Roger J. Ingham, pró-
fessor við University of California í Santa Barbara í Bandaríkjunum, en umsjónar-
kennari við Háskóla íslands var Haukur Hjaltason, taugalæknir við LSH (Land-
spítala — Háskólasjúkrahús). í doktorsnefnd voru Sigríður Magnúsdóttir, talmeina-
fræðingur við LSH, Vilhjálmur Rafnsson, prófessor í LæknadeOd, og Kristleifur
Þór Kristjánsson, læknir og starfsmaður íslenskrar erfðagreiningar.