Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 234
232
Ritfregnir
í talmeinafræði innan Læknadeildar Háskóla Islands og einnig á Menntavísinda-
sviði.
Höskuldur Þráinsson
Islensku- og menningardeild
Háskóla íslands
lS-ioi Reykjavík, ÍSLAND
hoski@hi.is
Irene Franco. Verbs, Subjects and Stylistic Fronting. A comparative analysis of
the interaction of CP properties with verb movement and subject positions
in Icelandic and Old Italian. Doktorsritgerð, University of Siena, Siena,
2009. 268 bls.
Irene Franco er í hópi þeirra málfræðinga sem hafa hrifist af flækjum íslenskrar
setningafræði og lagt sig eftir að rannsaka hana með samanburði við önnur mál og
í ljósi almennra kenninga um mál og málvísindi. Meðan hún vann að doktorsrit-
gerð sinni dvaldist hún um nokkurra mánaða skeið á Islandi en stundaði nám sitt
annars að mestu á Italíu þar sem Luigi Rizzi var aðalleiðbeinandi hennar. Af þakk-
arkvaki fremst í ritgerðinni má þó ráða að hún hefur verið í góðu sambandi við
fjölmarga málfræðinga í ýmsum löndum.
Dæmi um svokallaða stílfærslu (e. stylistic fronting) í íslensku má sjá í (ib):
(i)a. Bókin [sem____var stolið] fannst í bílnum.
b. Bókin [sem stolið var] fannst í bílnum.
Bandaríski málfræðingurinn Joan Maling varð manna fyrst til að fjalla á fræðileg-
an hátt um þessa setningagerð í íslensku (Maling 1980) en síðan hafa fjölmargir
málfræðingar, bæði íslenskir og erlendir, spreytt sig á því. Þessi setningagerð er
algeng í forníslensku og hún kemur líka fyrir í norrænu meginlandsmálunum a
eldra stigi. I norrænum nútímamálum er hún hins vegar horfin nema í íslensku og
færeysku. Ýmsir málfræðingar hafa fjallað um þessa sögulegu þróun og atriði
tengd henni í norrænum málum, t.d. Cecilia Falk (1993) og Gunnar Hrafn
Hrafnbjargarson (2004), stundum með samanburði við önnur germönsk mál. I
ritgerð Franco er samanburðurinn hins vegar aðallega við rómönsk mál, sérstak-
lega fornítölsku.
Flestir eru sammála um að stílfærsla í íslensku hafi lítil eða engin áhrif á merk-
ingu setninga eða upplýsingarnar (e. information structure) sem þær innihalda. Það
virðist enginn augljós merkingarmunur á dæmum (ia,b) þótt lýsingarhátturinn
stolið sé færður framar í síðara dæminu. Að þessu leyti er stílfærslan ólík svo-
nefndri kjarnafærslu sem má t.d. sjá hér: