Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Síða 235
Ritfregnir
2-33
(2)a. Þjófurinn hafði stolið bókinni úr búðinni.
b. Ur búðinni hafði þjófurinn stolið bókinni_______
Hér má vel hugsa sér merkingarmun, t.d. á þann veg að í (2b) sé gefið í skyn að
þjófurinn hafi nú stolið ýmsu öðru eða annars staðar en úr búðinni. Ein megintil-
gátan sem Franco skoðar er sú að upphaflega hafi stílfærsla haft merkingarlegt
hlutverk en þegar formgerð setninga (nánar tOtekið fremsta hluta þeirra) hafi breyst
hafi þessi orðaröð annaðhvort orðið ótæk (eins og í norrænu meginlandsmálun-
um) eða aðeins varðveist í föstum samböndum (í ítölsku og fleiri rómönskum
málum) eða misst hið merkingarlega (eða samræðufræðilega) hlutverk sitt og fengið
annars konar hlutverk (eins og í íslensku og færeysku). I síðasttöldu málunum
lítur helst út fyrir að stílfærslan hafi það setningafræðilega hlutverk að „fylla upp
í“ frumlagseyður.
Frá fræðilegu (eða kenningarlegu) sjónarmiði má segja að ritgerð Franco sé
ekki síst tilraun til að öðlast betri skilning á hlutverki ólíkra „plássa" eða liða
fremst í setningunni. Þar er hún einkum að kanna gildi hugmynda sem aðalleið-
beinandi hennar, Luigi Rizzi, hefur sett fram (sjá t.d. Rizzi 1997). Hér er hvorki
rúm né ástæða til að rekja þessar kenningar. Þeir sem hafa áhuga á þessum hug-
myndum ættu að kynna sér ritgerð Franco og sama á við um þá sem hafa áhuga á
sögulegri setningafræði almennt. I Iok ritgerðarinnar eru t.d. skrár yfir öll helstu
dæmi um stílfærslu í ítölsku, bæði gamalli og nýrri, sem Franco styðst við í rit-
gerðinni, ásamt enskum þýðingum og tilvísunum í heimildir. Lausleg athugun á
þeim íslensku dæmum sem hún notar í ritgerðinni, bæði gömlum og nýjum, bendir
til óvenjulegrar vandvirkni og nákvæmni.
RIT SEM VÍSAB E R TIL
Falk, Cecilia. 1993. Non-Referential Subjects in the History of Swedish. Doktorsritgerð,
Lundarháskóla, Lundi.
Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson. 2004. Oblique Subjects and Stylistic Frontingin the History
of Scandinavian and Old English: The Role of IP-Spec. Doktorsritgerð, Arósahá-
skóla, Arósum.
Maling, Joan. 1980. Inversion in Embedded Clauses in Modern Icelandic. lslensktmál 2:
175-193.
Rizzi, Luigi. 1997. The Fine Structure of the Left Periphery. Liliane Haegeman (ritstj.):
Elements of Grammar, bls. 281—337. Kluwer, Dordrecht.
Höskuldur Þráinsson
íslensku- og menningardeild
Háskála Islands
IS-101 Reykjavík, ÍSLAND
hoski@hi.is