Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 29

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 29
27 Voldugri þjóðin má'yfirbuga hina þjóðina. Moð slíkum röksemdum má telja sjer trú um, að árás Þjóðverja á Belgíu hafi verið alveg kristileg bardaga-aðferð. A öðrum stað er Þýskalandi og óvinir þess bornir saman við ísraelsþjóð og Ama- lekíta, og þá er skrifað: „Það er dýrlegt og himingnæfandi aíl bænarinnar á vorum dögum. Ovinir ættjarðar vorrar hafa nú þogar fengið tilfinnanlega að kenna á „sverðseggjum11, og hafa við það komist ekki eingöngu að raun um hvað þýsk hönd er öflug, lieldur miklu fremur hvað Drottins hönd er sterk, þegar hann bæn- heyrir lýð sinn“. I hugleiðingu um: „Jesús grætur yfir Jerúsalom“. er vikið að þeirri sþurningu, hvort hugsanlegt sje, að Jesús gráti yfir Þýskalandi. Og svarið er: „Nei, Guði sje lof. Guð hefir þogar talað. Mcð þrumu- raust liefir hann talað í hinum ógurlega orustugný: Það eru aðrar þjóðir, það eru óvinir vorir, som Drottinn lioimtar reikningsskil af, og þeir verða fyrir refsi- dómum. En yfir oss, — Guði sje þökk — or friðarboginn11. — í fám orðum: Vjer Þjóðverjar sigrum, þar af leiðandi er Guð með oss. Hinir verða undir, því eru þeir óvinir Guðs. — Það er eins og það sje óhugsandi, að rjettlátur maður og rjettlátt málefni verði undir. Því er alveg visað á bug að Þýskaland eigi nokkra sök á þessari óheilla styrjöld. Blaðið miunist raunar á, að ein rödd hafi heyrst um það, en bætir svo við: „Það

x

Nýtt og gamalt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.