Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 49

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 49
47 hlusta þreyttir og hálfsofandi nótt eftir nótt, uns loftförin koma aftur, þá vei ða nýjar sprengingar, og fallbyssuskot á ránfuglana hættulegu. — Svefninn er órólegur, flestir era reiðubúnir til að hlaupa hálfklæddir niður í kjallarana af því að þar sje minst hættan, þegar loftherskipin komi — en álengdar kveða fallbyssurnar við í sífellu, og drunur þeirra eru ekki hagkvæm vögguvísa. En Guðs barn heyrir aðra vöggu- vísu, sem veitir hvild, þrátt fyrir hræðslu við loftför og sprengidull, skrílsæði og einveru. Þá vögguvisu hlustaði sál mín á eitt kvöld þegar óttinn barði að dyrum, og þvi svaf jeg öruggur aleinn í stóra húsinu mínu alla nóttina, og varð forviða á öllum þeim ósköpum sem á gengu morg- uninn eftir. Zeppilíns-ioftför höfðu varpað angist og tjóni yfir borgina, en jeg hafði soflð rólega. Én þá vissi jeg betur en áður að kvöldbænin er örugg vörn gegn hættu og kvíða, og gat óhræddur vakað næstu nótt“. — J. S a x e skrifar frá R o 11 e r d a m i Hollandi í nóv. sl.: ,,. . . Sem stendur er Holland fult af flóttamönnum frá Belgíu — það er haldið að þeir sjeu um 1 miljón alls. Holland reynist þeim sem sannur Samverji, tekur þessum óhamingju- börnum aðdáanlega, og lætur þeim í tje föt og fæði, húsnæði og heimili,

x

Nýtt og gamalt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.