Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 41

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 41
39 ínenn óskað í haust að halda öllu í sama horfi og að undanförnu, og gjafirnar hafa vaxið. Tekjur baptista hafa sömuleiðis vaxið. Kristniboðsfjelag Wesleyana ætlar ekki að draga neitt saman seglin. Breska og erlenda biblíufjelagið hefir samþykt að halda áfram störfum nokkurn veginn sem áður. Samkomur þess út um land hafa borið meiri árangur en fyr. „Kína- innanlandstrúboðið“, sem hefir kristniboða frá flestum Norðurálfuþjóðum, hefir fongið hugheilar kvoðjur frá þýskum starfsmönn- um sinum, bæði frá Kína og Þýskalandi; hafa þeir sagt að einingin í Kristi væri margfalt traustari en ágreiningur þjóðanna. Sum fjelög, einkum þau sem starfa á meginlandi Norðurálfunnar, hafa vitanlega orðið hart úti; og sumBtaðar er starf þoirra hætt að sinni. Önnur kannast við tekju- halla, eu ætla samt að halda öllu i sama horfi. Saga liðins tíma er oss hvatning, og reynsia vor nú gefur góðar vonir. Ahrif ófriðarins á kristniboðið eru komin undir trú Ofuðs barna. Hún var lifsþróttur í evangelisku vakningunni og í Btarfinu á ófriðartímum fyrir heilli öld. Höfum það hugfast að andleg vakning er óháð hag- kvæmum ytri skilyrðum. Hvítasunnan kom þegar svo loit út sem Kristur hefði brugð- ist fáu og smáu lærisveinunum sínum. — Enn í dag er Guði ekkert ómáttugt, ef vjor treystum honum af alhug og hlýðum honum af öllu hjarta".

x

Nýtt og gamalt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.