Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 47

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 47
45 alt, sumt hlægilegt, og það sem helst vakti grun þeirra var svo smávægi- legt, að þeir brostu loks að því sjálflr. En í því sá jeg undramátt Drottins, að þeir tóku alls ekki eftir því, sem hefði getað komið mjer á kaldan klaka, og það var fyrirliða-sverðið mitt gamla heiman frá Norvegi sem hjekk á miðj- um stofuveggnum, alveg andspænis leitarmönnunum. Jeg var með sjálf- um rnjer að reyna að finna hagkvæm orð til að útskýra fyrir þeirn, að prestsefni í Noi vegi yrðu að inna varnarskyldu af hendi, og væru þá stundum fyrirliðar; en þess þurfti ekki, þeir voru blindir að þessu leyti. — Eigi jeg að benda á „eðlilega" skýr- ingu að þessu, yiði það líklega helst að þeir voru sjálfir alvopnaðir, og svo vanir að sjá vopn, að þeir veittu ekki sverði mínu athygli, en hugðust mundu finna einhver leyniskjöl. Að lokum varð lögreglumönnunum og hermönnunum sundurorða. Síðasti lögreglumaðurinn, sem kom, ljet á sjer skilja, að hermennirnir sæu ot- sjónir af tómri hræðslu. Hann þótt- ist sjá af ýmsu að jeg segði satt, og vildi ekki taka á sig þá ábyrgð að taka mig fastan eða flytja mig til ræðismannsins, þar sem búast mætti við uppnámi á götunum á leiðinni. Þegar hinir voru farnir, bað hann mig meira að segja afsökunar. Jeg fullvissaði hann utn að mjer væri

x

Nýtt og gamalt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.