Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 50

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 50
48 alt ókeypis. Meðal flóttamannanna var svenski sjómnnnapresturinn Bör- jesson. Hann fór frá Antverpen þógar skothríðin á borgina var nýbyrjuð. Eftir 4 daga dvöl hjer, sneri hann aftur til starfs síns. — Mjer er sagt, að nú sje smám saman að verða þar rólegt aftur. Við skothriðina hrundu 300 hús í Antverpen. Norska kirkjan og hús síra Knudsens er þó óskemt. Nú fara daglega 10—15 þús. flótta- menn aftur til Antverpen. Hjer í Rotterdam líður öllu sæmi- lega fyrir Guðs náð. Og hlutleysi Hol- lands viiðist nú öruggara síðan Ant- verpen gafst upp. — Það var almenn- ur ótti, að England gæti naumast stað- ist þá freistingu að koma borginni til hjálpar, með því að setja her á land í Sehelde, en þá var hlutleysi Hollands úti. Vel má þó svo fara að hættan komi aftur. Ef bandamenn vinna í orustunni miklu í Noiður-Frakklandi, má búast við að ógnar grúi þýskra hermanna verði að hörfa undan að landamærumHollands.— Holland heflr allan her sinn á sjó og landi vigbúinn. Atvinnuleysi er hjer mikið, bágindi vaxa, en matvöruverð hækkar stöðugt, einkum er brauð, kjöt, smjör, kartöflur og sykur mjög dýrt. — En mikið meg- um vjer lofa Drottin, ef landið sleppur við skelfingar bardaganna".------

x

Nýtt og gamalt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.