Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 48

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 48
46 Ijóst, að eins og nú væri komið, væri eðlilegt að allrar varúðar væri gætt. Jeg komst og að raun um að mis- indismenn reyndu að maka krókinn. Því þegar þessir menn voru nýfarnir, kom einkennislaus maður og kvaðst sendur til að rannsaka hirslur mínar. En hann varð þó feginn að hraða sjer brott, því að honum sýndi jeg enga kurteisi. . . . Því meira sem frjettist, því kyr- líitari urðu menn. Pað var enginn, sem sýndi kæti. Hljóðfæraslátturkíiffi- húsa þagnaði Sjálfkrafa; bann gegn slíku var nærri óþarft. Allir voru fá- mæltir og með alvörusvip, einkum hjá borgarhliðum og sjúkrahúsum, þegar flóttamenn og særðir menn voru að koma. Blöðin hættu nærri fregnum sínum. Stundum iifnaði snöggvast yfir fólkinu. Það barst fregn með vonar- geislum eða um afreksverk, en svo sló öilu brátt í dúnalogn. fögnin var mikil og löng — þangað til alt í einu! — Hvað er þetta ? — Fólk vaknar um miðja nótt óttaslegið. Loftskip fara yfir borgina með sprengi- kúlur, spilla eignum og drepa friðsama borgara í fasta svefni. — Úr þvi varð enn kyrlátara frá því kl. 8 á kvöldin. Borgarbúar sofa í fötunum og þora þó ekki að sofa. Það er eins og kyiðin segi manni að nú sjeu þúsundir manna að hlusta við múrveggina hvort drun- ur sprengikúlnanna sjeu í nánd. Menn

x

Nýtt og gamalt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.