Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 13

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 13
11 evu daglegir viöburöir, og margir virðast jafnvel fæðast eingöngu til eymdar eða iasta. Hvernig fá skamm- sýn augu vor sjeð kærleika og veldi Drottins í slíku? — Jeg hefi margoft sagt það, og segi það enn: Mjer virðist „bjartsýnu" mennirnir æði tilflnningariitlir fyrir hörmum manua, og ræður þeirra um „kærleika Guðs í náttúrunni og kjörum mannanna" best fallnar til að vekja og aia efasemdir hugsandi manna. Eina ótvíræða sönnunin fyrir kær- leika Drottins er Jesús Kristur og hann krossfestur. En það er ekki stærðfræðisleg sönnun, heldur reynslu- sönnun, sem er þeim einum nægileg, er reynt hafa hjálpræðið frá Gol- gata. — Þá opnast augun svo, að vjer sjá- um, að aðalætlun Guðs er ekki að losa menn víð sorgir og erfiðleika hjer á jörðu. „Hvern sem Drottinn elskar, þann agar hann“. Beiskasta bikarinn tæmdi hann sem næstur stóð kærleikanum. Aðal-takmark Guðs er hjálpræði mannanna. Því má síst gleyma við íhugun hörmunganna.

x

Nýtt og gamalt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.