Vera - 01.12.1982, Qupperneq 28
ÚR KVENNASÖGUSAFNINU
IDREKKINGAR-
HYLNUM
í Drekkingarhyl var drekkt konum, sem
fargað höfðu börnum sínum nýfæddum í
leynd eða í dulsmáli, eins og það var oftast
kallað. Einnig þeim konum, sem gerst
höfðu sekar um mægða- eða sifjaspell,
þ. e. a. s. höfðu eignast barn með manni
sem var skyldur eða tengdur meira en lög
heimiluðu (en það snerti 17 persónur karla
og kvenna að mægðum og frændsemi,...
„móðir, systir, dóttir, stjúpmóðir, sonar-
kona, bróðurkona, sonardóttir, stjúpdóttir,
bróðurdóttir, sonardóttir, dótturdóttir,
föðurmóðir, móðurmóðir, móðursystir,
föðursystir, móðir konu manns, systir konu
manns“. En þau mál skulu falla til óbóta-
mála, „og hafa fyrirgjört lífinu, karlmenn
höggvist en konur drekkist, þeirra fé fast
og laust....“
Eins var konum drekkt, sem framið
höfðu hórdóm í þriðja sinn. ,,Þá skulu karl-
menn missa höfuðið en konur drekkjast."
I Stóradómi, sem var Alþingissamþykkt
frá 2. júlí 1564, eru m. a. ákvæði um sekt-
arupphæðir fyrir einfaldan og tvöfaldan
hórdóm; svo og fyrir hórdóm í fyrsta og
annað skipti, sem hvort um sig átti að
greiða. Helmingi hærri upphæð var fyrir
annað skiptið og stórhýðing fylgi í þokka-
bót. Og svo áttu menn að sjálfsögðu að
„standa opinberar skriftir" í kirkjunni.
I Stóradómi segir líka hversu mikið
menn sem eiga börn í frillulífi eiga að
28
gjalda. Hvort um sig greiði jafnháa upp-
hæð, minnst fyrir fyrsta barn, en eftir 4.
barn skulu menn, auk peningaútláta, „fara
af fjórðungi".
Arið 1622 kom tilskipun um „Fruen-
timmer“ sem ekki vildu gefa um barnsfeð-
ur sína. Þær skyldi senda til Kaupmanna-
hafnar „at de der deris fortjente Straf maa
lide og udstaa...“ Um framkvæmdir á
þessu hefi ég ekki rekist á.
Um athafnir „réttvísinnar“ á Alþingi ís-
lendinga á Þingvöllum eftir siðaskiptin eða
réttara sagt eftir tilkomu Stóradóms, en
hann lá eins og martröð á þjóðinni í 2-3
aldir og Ieiddi margan breyskan mann til
heljar, má í stuttu máli segja að á Þingvöll-
um voru óbótamál dæmd eða staðfest og
dómum fullnægt, ef ekki hafði áður verið
gert í heimahéraði. — Stundum var konum
drekkt í heimahéraði fyrir dulsmál. Feður
samsekir um barnsmorð hlutu einnig
dóma, en sluppu víst oft.
Auk þeirra afbrota sem nefnd hafa verið
voru stórþjófar hengdir og minni háttar af-
brotamenn húðstrýktir. Og „galdramenn“
brenndir, karlmenn nær eingöngu.
I Arbókum Espólíns segir oft frá dómum
á Alþingi og í héraði. Hér koma nokkur
dæmi.
1683
„Sá maður er sagt höggvinn hafi verið á
þingi, er Jón Bernhardusson hét, og drekkt
barnsmóður hans Þuríði Þorláksdóttur fyr-
ir leynd, hún var systir Sæmundar, er
höggvinn var áður fyrir barnsleynd. Einn
maður var brenndur á Vestfjörðum, var
galdur á borinn."
1684
„A þessu þingi var hengdur fyrir þjófn-
að ... Þar var drekkt Helgu Gunnarsdóttur
úr Strandasýslu, er barn hafði getið með
bræðrum tveim [sifjaspell] ... Jón hét
maður á Akranesi illur og ódæll, ok kennd-
ur við stráklyndi, hann var Hreggviðs-
son ...“
1702
„Halldór sýslumaður lét dóm ganga að
Helgustöðum í Reykjadal á hinum sömu
misserum, um konu nokkra, er fyrirfarið
hafði barni sínu, var poki dreginn yfir höf-
uð henni, og drekkt í Breiðumýrará; spurði
hún þá hvort Ólafur Sveinsson væri nálæg-
ur, og ætluðu menn hann mundi hafa verið
í ráðum með henni.“
Hér fylgja nokkur dæmi úr Arbókum
Espólíns frá árinu 1705, en þar koma fyrir
nokkur dæmi um dóma í héraði og á Al-
þingi: