Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 5
Hin konan í mér
Þessa stundina finnst mér ótrúlega
erfitt að vera kona. Ég held næstum ég
vildi miklu frekar vera karl. Ég bara
held og held og er aldrei viss. Ég virðist
endalaust geta flækt mig í hlutum, sem
öðrum finnast einfaldir. Og einhvern
veginn finnst mér ég vera á skjön við
Kvennaframboðið. Auðvitað vilja allar
konur taka þátt í jafnréttisbaráttunni.
En það eru bara í mér tvær konur.
Annarri þeirra langar bara að vera kona
upp á gamla mátann. Tilfinninganæm,
stundum barnaleg, stundum ósjálf-
bjarga. Vera heima hjá börnunum, hlúa
að þeim og eiginmanninum — upp á
gamla mátann. Vera alltaf til taks,
dekra við þau öll og þá ekki síst eigin-
manninn. Elda góðan mat, baka og
sauma, jafnvel búa sjálf til sultu og
kæfu, þið vitið, eins og mamma gerði.
Það er svo hundómerkilegt að kaupa
tilbúið úr búð. Málið er það, að það
finnst mömmu. Og það sem mamma
hefur alið mig uppí í 20 ár, hristi ég ekki
af mér si sona.
En svo er það hin konan í mér. Hún
er gjörsamlega ósammála þeirri fyrri.
Því skyldi ég t.d. sauma þegar mér
finnst það hundleiðinlegt og er þar að
auki klaufsk? Og því skyldi ég búa til
kæfu eins og mamma gerði, þegar ég fæ
ágæta kæfu úr búð? Því skyldi ég dekra
við eiginmanninn, ekki dekrar hann við
mig. Því skyldi ég færa honum kaffið,
passa að hann fái nógan svefn, passa að
kvarta ekki, ofbjóða ekki. Ekkert af
þessu plagar hann. Svo er það þetta fár-
ánlega samviskubit. Meira að segja þeg-
ar ég fer í vinnu, fæ ég samviskubit yfir
að skilja hann eftir með börnin. Hvern-
ig fer ég að því að finna milliveginn? Er
kannski enginn millivegur?
Þeir kvennaframboðsfulltrúar, sem
ég þekki, eða heyri til í ræðu og riti,
virka á mig sem sjálfsöryggið holdi
klætt. Og þið gerið mig jafnvel enn ó-
öruggari.
Þess vegna finnst mér að konur og þá
kannski helst heimavinnandi húsmæð-
ur ættu að skrifa nokkrar línur. Gefa
mér og mínum líkum smá hlutdeild í því
hvernig þið upplifið hlutina. Það myndi
örugglega hjálpa. Því eg trúi því helst
ekki að óreyndu, að ég sé ein um að
sveiflast milli þess sem ég er alin upp við
að sé rétt og svo hins sem sennilega eftir
allt saman er rétt.
Með kveðju,
Edda.
5