Vera - 01.04.1984, Síða 5
þaö særir mig þegar kona kallar mig ,,karl-
rernbukonu” og uppskafning. Eflaust er
ýmislegt viö mig og mín skrif aö athuga og
e9 verð aö vera viöbúin því aö saeta gagn-
rýni og endurskoða sjálfa mig (þetta gildir
um okkur allar). En ég er alveg varnarlaus
Qagnvart svo hörkulegum áfellisdómi frá
annarri konu og get ekki sætt mig viö
hann. Ég væri óheiöarleg ef ég héldi ööru
fram. Ég vona að þú virðir það viö mig.
Þér aö segja, þá held ég líka aö þú gerir
°kkur „gáfaöri” og „meövitaöri” en efni
s^anda til. A.m.k. er ég þeirrar skoöunar að
viö séum hvorki sérlega gáfaöar né meö-
vitaðar ef okkur mistekst eins hrapallega,
°9 Þú segir, aö ná til kvenna, sem viö þó
svo gjarnan viljum. Gagnrýni þín hlýtur aö
vera alvarlegt íhugunarefni fyrir okkur, því
vissulega viljum viö ná til sem allra flestra
kvenna þó viö gerum okkur engar gyllivon-
lr um að allar konur vilji eöa geti, að-
stæðna sinna vegna, tekiö þátt í kvenna-
baráttu.
En svo er margt sinnið sem skinniö,
J^fnt meöal kvenna sem karla. Viö gefum
ut 6 blöö á ári, 40 síður hvert, og það gefur
auga leiö aö viö getum ekki gert svo öllum
iiki- Sumir lesenda segja aö þaö vanti
meira fræðsluefni í blaöið (sbr. síöasta
^i-). t.d. um kvennapólitík, aörir þar á
meðal þú, aö VERA sé bara þurr fræðsla.
VeRA reynir aö feta hinn breiða meöalveg
en kannski hefur þaö ekki tekist. Okkur til
afsökunar höfum viö þaö aö VERA er skrif-
uð og gefin út í sjálfboöavinnu, og í slíkri
vinnu vill bregöa við aö samhengið og yfir-
sýnina vanti.
Gagnrýni á blaöiö getur haldiö okkur viö
etniö og veitir okkur aöhald. Hún stuðlar
aö því að VERA veröi betra blað og meira
1 takt við þarfir lesenda sinna. Meöan
9agnrýnin kemur vitum viö líka að fleirum
en okkur er annt um blaöiö og vilja veg
Þess sem mestan. Ég þakka þér þvi kær-
'e9a fyrir ýmsar góöar ábendingar og rit-
nefndin mun gera sitt besta til að koma til
móts viö þær.
Kær kveðja,
f.h. ritnefndar
Sólrún Gísladóttir.
SÉRFRA MBOÐ
.__ NIÐURLÆGJANDI
Kcera Vera.
Eg styð hvorki Kvennaframboðið né
vennalistann, bœði vegna þess að ég er
œgri sinnuð og svo finnst mér þetta sér-
'urnboð ykkar svo niðurlœgjandi fyrir
'onur. Það er eins og þið hafið gefist upp á
a berjast við kartana innan flokkanna, og
verðið að vera í sér kvennahópum til að
þora eitthvað.
Ef ég vildi komast í borgarstjórn eða á
þing dytti mér aldrei í hug að fara í kvenna-
flokk.
Einhverntíma las ég í viðtali við kvenna-
framboðskonu að stefnan vœri m.a. sá að
leggja meiri áherslu á kvennamál eins og
dagvistun barna og slíkt.
Ekkert mál varðar bara konur, þó að
karlarnir hafi reyndar ekki skipt sér svo
mikið af þessu þá þarf það ekki að heita
kvennamál fyrir því.
Ef ykkur finnst eitthvað vanta uppá
kvennamálin ykkar þá skuluð þið frekar
berjast fyrir úrbótum innan flokkanna.
Svo er annað. Mér finnst að konur cettu
að tala um eiginkarlinn sinn, frekar en eig-
inmann. ,,Maður” þýðir nefnilega bœði
karl og kona.
Vonandi verður þetta birt, og vonandi fœ
ég einhverjar athugasemdir frá ykkur.
Áfram konur!
Jórunn Valgarðsdóttir
Nemandi i 9. bekk grunnskóla
Kæra Jórunn.
Auðvitað birtum viö bréfiö. Þaö er eitt
helsta markmið Veru aö vera opin um-
ræðuvettvangur um hugmyndir og aðferð-
ir kvenfrelsisbaráttunnar. Og svo kætir
þaö okkur alveg sérstaklega þegar ungl-
ingar — ekki síst stelpurnar — sýna
kvennabaráttunni áhuga og umhugsun.
Viö eigum vitanlega dálítið erfitt með aö
viðurkenna, að sérframboð kvenna sé
„niðurlægjandi.” Engum dytti í hug að
kalla t.d. sérframboð verkamanna eða
bænda niðurlægjandi. Það þætti liggja í
augum uppi, aö þeir hópar heföu sér-
hagsmuna aö gæta, nógu margt sameig-
inlegt til að geta mótaö sína eigin pólitísku
hugmyndafræði og stefnu. Hvers vegna
ætti ekki hiö sama aö gilda um okkur kon-
ur? Þegar Kvennaframboðið fór í gang,
töluðum viö um reynsluheim kvenna og
kvenleg viðhorf og uröu þá margir til aö
skopast aö þeim hugtökum. Þau hafa hlot-
ið nær almenna viöurkenningu síðan.
Reynsluheimur kvenna og þau viðhorf,
sem hann hefur mótaö, hefur ekki veriö
hluti af þeim reynsluheimi, sem mótar
stjórnmál. Hugtök á borö við hægri og
vinstri hafa þróast í samfélagi, í atvinnu-
og efnahagslífi, í þjóðfélagsuppbyggingu,
sem konur áttu engan þátt í sem stjórn-
endur eöa virkir þátttakendur — þær stóöu
þar utan dyra. Þegar við í Kvennaframboö-
inu, ákváöum að knýja dyra í stjórnmála-
heiminum meö sérframboöi, vildum viö
vekja athygli á þessari staðreynd og móta
okkur stefnu og hugmyndir á forsendum
kvenlegra viðhorfa, ekki þeirra viðhorfa,
sem liggja aö baki stefnu flokka, sem karl-
ar stofnuöu til og stýra. Getur þetta veriö
niðurlægjandi? Gæti ekki veriö aö þaö, aö
standa á eigin reynslu og reynslu for-
mæöranna, þurfi meira þor en margt ann-
aö? Þú talar um aö „berjast viö karlana
innanflokkana”. Hvers vegnaskyldum við
eyöa dýrmætri orku i þaö í stað þess aö
nota orkuna til aö skapa eigin stíl?
Þú segir líka: „ef ég vildi komast í borg-
arstjórn. . .” Vissulega mun sú eða sá,
sem vill komast í borgarstjórn, velja sér þá
leiö sem hún/hann telur sér hentugasta.
En þetta er bara ekki spurning um eina og
eina persónu heldur um hlut kvenna í
stjórnmálum og þjóðfélaginu öllu.
Kvennaframboðið til borgarstjórnar var
tæki til aö vekja athygli á þeim rýra hlut,
aðferö í baráttu kvenna fyrir bættri stööu
og til aö koma kvenlegum viðhorfum upp
á pallboröiö.
Hvaö varðar kvennamál, þá erum viö
þér alveg sammála um þaö, aö þau mál -
ættu aö varöa karla jafnt sem konur. Þau
bara gera þaö ekki. (Hvers vegna skrifarðu
„kvennamálin ykkar”?) Og á meðan svo
er, verðum viö aö gera þau aö okkar mál-
um því einhvers staðar veröur sá málstaö-
ur að heyrast. Svokölluö kvennamál eru
kannski þau mál, sem skipta hvert samfé-
lag mestu og meðferð karlanna á þeim til
þessa sýnir einungis, hversu skrýtið mat
stjórnmálaflokkarnir leggja á hlutina. Þaö
er mat, sem þarf að breytast og vonandi
munum viö konur hafa þar erindi sem erf-
iöi. Þær konur, sem „berjast fyrir úrbótum
innan flokkanna” berjast aö þessu leyti á
sama sviöi og viö (og mynda sérhópa
kvenna innan þeirra flokka í þeim tilgangi)
— hugsaöu þér bara hvaöa kraftur gæti
hlaupiö í þær breytingar, sem viö berjumst
fyrir, ef viö stæöum allar saman og nýttum
alla orkuna í þá baráttu, líka þá orku, sem
nú fer í að berjast viö karlana innan þeirra
flokka!
Já, og auövitaö eigum viö aö kalla karla
karla og konur konur. Aö síðustu, þakka
þér aftur fyrir bréfiö. Athugasemdirnar
sem þú vonast eftir gætu orðiö miklu fleiri.
Þær kalla á upprifjun á sögu kvenna og
kvennahreyfinga og líka á hugmyndafræöi
og stefnuskrá bæöi Kvennaframboðs og
Kvennalista. Þaö síðasttalda liggur
frammi í Kvennahúsinu. Sögunni og viö-
horfum kvenna erum við að reyna að gera
skil hér í Veru. Áfram konur!
Vera
5