Vera - 01.04.1984, Page 27

Vera - 01.04.1984, Page 27
>,En við konuna sagði hann: Mikla mun ég gera þjáningu þina, er þú verður barnshafandi! Meðþraut ska/t þú börn fceða, ogþó hafa löngun til manns þíns, en hann skal drottna yfir þér. ” (Biblían, Mósebók nr. 1,3,16). TAKMARKANIR BARNEIGNA Gömul mynd af barnsfæðingu. Fæðingin fer fram undir laki svo enginn sjái nú meira en hollt er! Sennilega hefur fátt haft eins mikil áhrif á líf fólks á Vesturlöndum undan- farna öld eins og tilkoma öruggra getnaöarvarna. Það er rúmlega öld liöin síöan farið var aö framleiða gúmmísmokka og gúmmíhettur, en meö til- komu slíkra „varnartækja” hófst bylting sem stendur enn, ein þessara þögulu þjóöfélagsbreytinga sem gerast að mestu án hrópa og kalla. Til- koma getnaöarvarna hefur ekki síst gjörbreytt stöðu og möguleikum kvenna. Þegar konur voru ekki lengur dæmdar til stöðugra barneigna tóku viöhorf þeirra og sjálfsvitund aö breytast. Smám saman hefur þaö verið aö •júkast upp fyrir konum að þær eiga möguleika á að hasla sér völl og hafa áhrif utan veggja heimilisins. Viö vesturlandakonur getum ráöið því sjálfar hvort viö viljum eiga börn og hve mörg og þaö gefur okkur kost á annars konar lífi en því sem formæöur okkar lifðu öld eftir öld. Ýmsar aðferðir notaðar i aldanna rás hefur fólk þekkt ýmsar að- [®röir til að takmarka fjölda barna sinna. í “'blíunnisegir: veriðfrjósamir, margfaldist °9 uppfyiijö jöröina (drottinn leggursonum ^óa linuna), en í þeirri sömu þók er einnig aö finna dæmi um eina elstu aðferðina til aö komast hjá getnaði; rofnar samfarir. rátt fyrir kennisetningar, boð og bönn virðist svo sem fólk hafi alls ekki viljað eiga rr’örg börn, enda dugðu efni flestra ekki til aö metta marga munna. Tilvitnunin hér í upphafi speglar mót- s°9n í lífi mannanna, annars vegar girnd- lna millj karls og konu, hins vegar afleið- lnguna í fyllingu tímans, refsingu guðs vegna óhlýðni Evu í aldingarðinum forð- um. Sennilegt þykir mér að fátækt og hungurvofan hafi löngum ráðiö mestu um að konur reyndu að forðast þungun, en þjáningar, barnadauði, dauði kvenna af barnsförum og hin stöðuga binding hefur áreiðanlega leitt af sér óskir kvenna og að- gerðir til að forðast getnað. Smokkar úr dýraþörmum, hettur úr jurtum, svampar, hálfar sítrónur, rofnar samfarir, fóstureyð- ingar, útburður barna, það að hafa barn lengi á brjósti, fjarvistir karlmanna, hár giftingaraldur og kynlífsbindindi, allt var notað til að koma í veg fyrir barnsburð og nýjan munn að metta. Sögulegar rann- sóknir hafa t.d. leitt í Ijós að ólöglegar fóst- ureyðingar voru mun fleiri en menn héldu, til að mynda í Bandarikjunum þar sem leit- að hefur verið að hvers kyns heimildum sem benda til fóstureyðinga. í Frakklandi voru takmarkanir barneigna mjög út- breiddar þegar á 18. öld. Þótt þeir í Frans haf i löngum haft á sér orð fyrir lauslæti (að- allinn) leyfðu þeir sér ekki kæruleysi. Fræðsla refsiverö Takmarkanir barneigna hófust að ráði í Evrópu og Bandaríkjunum undir lok 19. aldar í kjölfar öruggra getnaðarvarna, en hvað varð til þess að fólk úr öllum stéttum dró úr barneignum? Það heföi mátt hugsa sem svo að þeir efnameiri hefðu getað leyft sér að eiga mörg börn, en svo var ekki. Fólk vildi ekki eiga mörg börn. Með iðnbyltingunni gerðist margt. Efna- hagur batnaði smátt og smátt, heilsufar fór batnandi, það dró úr barnadauða. Eftir- sókn eftir vinnuafli kvenna óx og jafnframt breyttust viðhorf til barna. Þegar fólk sá fram á að koma fleiri börnum á legg varð að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að þau yrðu of mörg. Vinna kvenna utan heimilis gerði að verkum að þær máttu hreinlega ekki vera að því að eiga börn, fólk vildi sinna börnum sínum betur og gefa þeim kost á menntun og síðast en ekki síst varð mikil fátækt í borgum, at- 27

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.