Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 2

Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 2
MALGAGN K VENFRELSISBA RÁTTU Undanfarna áratugi hafa möguleikar fullorðins fólks til að afla sér menntunar batnað til muna. Öldungadeildirnar og prófadeildir námsflokkanna hafa opnað leiðir, sem áður voru lokaðar þeim, er hugðu á almennt nám og/eða starfsmennt- un, en komin voru yfir venjulegan skólaaldur. Og það eru ekki síst konur, sem hafa gripið nýju menntunartækifærin á lofti. Konur eru í miklum meirihluta þeirra, sem hafa nýtt sér breyt- ingarnar á skólakerfinu. Öll þekkjum viö líka til kvenna, sem hafa tekið sig til, jafnvel á miðjum aldri, skráð sig í skóla og stundað hann af kappi meðfram vinnu, oft bæði heima og heiman. Sú staðreynd, að það eru konur, sem vilja og þurfa mest á fullorðnisfræðslu að halda hefur í för með sér, að við- horf okkar kvennanna hljóta að vera í fyrirrúmi við mótun stefnu og skipulagningu fullorðinsfræðslunnar. í þessari Veru er m.a. rætt við námskonur á öllum aldri og við aðra, sem afskipti hafa af skólakerfinu. Spurt er: Hvernig er komið til móts við þarfir kvenna? Hver er reynsla þeirra? Hvernig bregst fjölskyldan við, þegar húsmóðirin fer að sinna lexíun- um fremur en matargerð? Hefur árangurinn verið sem erfið- ið? Hefur aukin menntun opnað leið til áhugaverðari og ábatasamari starfa? Hvernig fjármagna konur nám sitt? Eru lán og styrkir fyrir hendi og hvaða máli skiptir Lánasjóður ís- lenskra námsmanna í þessu sambandi? Svörin við þessum spurningum verða að móta stefnuna. Eins og málum er háttað núna, er komið til móts við þarfir þeirra, sem hyggja á starfsmenntun á efri árum, með kvöld- skólum. Námið bætist iðulega við fullan vinnudag og krafist er fullra formlegra réttinda til að fá inngöngu í háskóla eða sérskóla. Þetta eru ekki aðgengilegir kostir fyrir fólk, sem hefur þegaraflað sér þroska og lífsreynslu. Fullorðiðfólksem hefur hug á einhverri ákveðinni starfsmenntun, ætti tæplega að þurfa að eyða dýrmætum árum í almennt undirbúnings- nám og lúta sömu lögmálum og óreyndir unglingar. Erlendar fyrirmyndir hvað þessi atriði varðar, sem sagt er frá í þessari Veru gætu orðið okkur fordæmi. Menntun er ekki einkamál einstaklinga heldur varðar hún þjóðfélagið allt. Það er því áríðandi, að jafnframt því sem möguleikarnir til fullorðnis- fræðslu eru fyrir hendi sé búið þannig að þeim sem vilja njóta hennar, að sú námsleið sé raunhæfur kostur. Jafnrétti til náms er innantómt slagorð, sé réttinum ekki fylgt eftir með jafnstöðu til náms. VERA 1/1986 — 5. árg. Útgefendur: Kvennaframboöið í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Símar: 22188, 21500, 13725 í VERU NÚNA: 3—4 Lesendabréf 5—6 Að brjóta niöur veggi einangrunar um einstæöar mæöur í Kópavoginum 7 Sendibréf frá Ingu Dóru um útvarp, bleyjur o.fl. 8—10 Þóra „Huldukona i íslenskri myndlist" 11 Skrafskjóða Kristbjörg Kristmundsdóttir skrafar 12—14 Opin leið til mennta? um öldungadeildir 15—17 Námsflokkarnir endurspegla samfélagið 18—19 Valgeröur húsmóöirin sem varö háskólanemi 20—21 Erla aöstoöarstúlkan sem varð bókbindari 22—23 Réttmætar kröfur eða kúgun? 24—25 Námslán og lánasjóöurinn rætt viö Svölu Sigurleifsdóttur 26—29 Alþingismál 30—33 Borgarmál 34 Bríet nýtt kvennaforlag 34—36 Um bækur Mynd á forsíðu: Anna Fjóla Gísladóttir Anna Fjóla lauk sveinsprófi í Ijósmyndun 1983. Hún tekur myndir bæöi í lit og svarthvítu, og myndefnið er fjölbreytt: fólk, byggingar o.fl. Hún tók þátt í Ijósmyndasýningunni Augna- blik sem tengd var Listahátíö kvenna í haust og hefur einnig tekiö þátt í samnorrænni sýningu. Ritnefnd: Guörún Ólafsdóttir Guörún Kristmundsdóttir Ragnhildur Eggertsdóttir Magdalena Schram Sólrún Gísladóttir Sigriöur Einarsdóttir Kristín Blöndal f Kristín A. Árnadóttir f Útlit: Kicki, Stína, Malla Starfsmaður Veru: Kicki Borhammar j Auglýsingar og dreifing: Hólmfriöur Árnadóttir Ábyrgö: Guörún Ólafsdóttir i Setning og filmuvinna: \' Prentþjónustan hf. Prentun: Solnaprent Ath: Greinar i VERU eru birtar á ábyrgö höfunda sinna og eru ekki endi- lega stefna útgefenda. LANDSBlK A'. 3 8 5 6 ; 5 i A U i.‘ *

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.