Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 24

Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 24
NAMSLAN — „I fyrstu voru þaö karlar sem menntunina hlutu, en meö árunum hafa menntunarmöguleikar kvenna auk- ist. Ekki síst vegna tilvistar Lánasjóðs íslenskra náms- manna.“ — Segir Svala Sigurleifsdóttir í grein í 2. tbl. 4. árg. (1985) af Sæmundi, málgagni SÍNE, Samband ís- lenskra námsmanna erlendis. Vera fékk Svölu til viðtals viö sig um þýðingu Lánasjóðsins fyrir konur. — Hver eru tengsl þín við Lánasjóðinn? Þau helst aö ég tók lán hjá LÍN í um fimm ár þegar ég var í myndlistarnámi erlendis. Ég var virk í nokkur ár í SÍNE- deildum úti og var svo formað- ur SÍNE hér heima seinasta skólaár. — Hvað er SÍNE? SÍNE er skammstöfun sem stendur fyrir Sambandi ís- lenskra námsmanna erlendis. Flestir þeirra sem nema erlendis eru í framhaldsnámi aö loknu námi hér heima. Nú eru fjölmargar konur að nema hin ýmsu fræði víða um lönd. — Hvaða máli hefur tilkoma Lánasjóðsins skipt fyrir mögu- leika kvenna til að afla sér menntunar? Öllu! Lánasjóðurinn skiptir öllu fyrir konur sem ekki eiga fjársterka að. Lánasjóðurinn hefur verið konum mjög mikil- vægur frá því lögin frá 1967 voru sett um hann. Þessi lög gjörbreyttu möguleikunum. Enda hafa konur síðan keppst við að mennta sig. í um fimmtán ár hafa konur getað stundað hvaða nám sem var, hvar sem var, svo framarlega sem þær höfðu þá hæfileika og þá þrautsegju sem til þurfti. Fjárhagslega hafa einhleypar konur, í það minnsta, getað þetta. Það er erfiðara fyrir kon- ur með börn og maka að fara hvert á land sem er til náms. Þetta er ofboðsleg breyting frá því sem áður var. Hér fyrr- um voru það aðallega synir embættismanna og velstæðra, plús einstaka fátækt séní á óendurkræfum styrkjum sem menntunina hlutu. Enda ber sagan þess merki. Það var 24 ekki hún Jónína Hallgrímsdótt- ir sem var hér fyrrum í náttúru- fræðileiðöngrum og ekki var það Sveinbjörg Egilsdóttir sem þýddi Kviður Hómers úr frum- málinu. — Það voru nú þó nokkrar konur sem fengu góða mennt- un hér fyrr á öldinni. Þær voru fáar enda mjög erfitt allt. Núna fyrir jólin kom frábær bók út eftir Elínu Pálmadóttur um myndhöggv- arann Gerði Helgadóttur. Þar má sjá svart á hvítu hvílíkt mál það var fyrir unga stúlku og fjölskyldu hennar að koma henni í höggmyndanám á Ítalíu árið 1948. Þá var Gerður tvítug. í þessari bók má lesa um allt það sem kona, sem hef- ur mikinn faglegan metnað, verður að leggja á sig. — Gera konur sér fulla grein fyrir mikilvægi LÍN fyrir þær? Já, á þann hátt að þær hafa óspart notfært sér Lánasjóðinn til að öðlast menntun. Hins vegar finnst mér sem það vanti heilmikið uppá að þær standi vörð um það frelsi til menntun- ar sem tilvist Lánasjóðsins veitir þeim. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur gert hverja atlög- una á fætur annarri að Lána- sjóðnum síðustu árin og nú virðist sem jafnrétti til náms til- heyri fortíðinni. Því miður. Að minu mati eru samtök náms- manna mjög veik núna. Konur ráða mest litlu í Stúdentaráði Háskóla íslands og satt að segja er ástandið í þeim stúd- entasamtökunum ekkert minna en skandall. Vaka og Umbótasinnar sem þar ráða ríkjum verja hagsmuni náms- manna ekki að því mér sýnist. Ég skil ekki hvernig konur í H.í. geta horft upp á þessa hörm- ung. — Hvað með SÍNE? Ja, Guðrún Ögmundsdóttir er i stjórn SÍNE núna! En starf SÍNE byggist á virkni deild- anna erlendis. Þar eru konur ekki nógu virkar finnst mér. Nokkrar SÍNE-deildir eru feiki duglegar en flestar láta lítið í sér heyra. Vonandi breytist það á næstu mánuðum því þeir verða afdrifaríkir fyrir náms- menn erlendis. — Njóta konur jafnréttis við úthlutun námslána úr LIN? í lögum og reglugerð um LÍN er fjallað fyrst og fremst um einstaklinga og þar eru þeir all- ir jafnir. Það eru börnin sem setja konur við nám í aðra að- stöðu en karla við nám. En það eiga ekki allar konur í námi börn. Konur fá lán til barns- eignarfrís og síðan ákveðið hlutfall af framfærslukostnaöi fullorðins fyrir barnið. Mér finnst það hlutfall nokkuð lágt. En nám krefst óhemju vinnu og það gerir barnauppeldi líka þannig að það kemur upp viss togstreita. Ef tveir námsmenn með barn eða börn búa saman standa þau oft frammi fyrir því að annað þeirra verður að hægja á sér í námi eða jafnvel hætta. Oftast er það konan sem tekur börnin fram yfir. Það að hægja á sér í námi er mis- erfitt eftir námsgreinum og námslöndum. Til dæmis lánar Lánasjóðurinn ekki fyrir skóla- gjöldum þar sem þau tíðkast, aðallega í Bretlandi, Bandaríkj- unum og Kanada, nema náms- maður sé í fullu námi. Þetta þýðir fyrir konur í þessum lönd- um, í aðstöðunni sem við vor- um að tala um, að þær verða að hætta. SÍNE hefur mjög viðrað þetta mál við stjórn LÍN og hún jafnvel sett það inn í til- lögur að reglugerðarbreytingu seinasta vor, en þá gerði kon- an Ragnhildur Helgadóttir sér litið fyrir og strikaöi þá breyt- ingu út. Það er ekki nóg að kjósa konur. Það verða að vera konur sem sýna öðrum konum samstöðu. — Velja barnakonurþá ferkar að nema í Skandinavíu en Bandaríkjunum? Ég hef ekki handbærar tölur sem sýna fram á það, en ég þekki af eigin reynslu að náms- menn með börn reyna að kom- ast til landa þar sem möguleiki er á að koma börnum á barna- heimili, fá ódýra læknishjálp og aðra félagslega fyrir- greiðslu. Það er ekki eftirsókn- arvert að vera blönk meö veikt barn í New York til dæmis. — Af og til er rætt um hvort rétt sé að konur sem giftar eru tekjuháum mönnum eigi að fá námstán. Mér finnst ekki sanngjarnt aö það sem er lífeyrir einnar konu séu svo bara vasapen- ingar konunnar sem situr viö næsta borð í skólanum. En þessi spurning er töluvert flók- in því það vill gleymast aö námslán eru miðuð við LÁG- MARKS FRAMFÆRSLU- KOSTNAÐ samkvæmt opin- berum tölum en ekki því hvað eyðslusamir námsmenn geta mögulega komið í lóg. Maður sem Lánasjóðurinn lítur á sem hátekjumenn er kannski bara rétt í meðallagi í samfélaginu. Ef konan fer í nám þá verða þau kannski að bíða með að endurnýja bílinn, eiga í erfið- leikum með að greiða lánin af íbúðinni og svo framvegis. Það eru líka margir menn til sem gætu vel hugsað sér að auka við menntun sína en vilja það ekki því lifistandard þeirra nú er ekki sá sami og Lánasjóður- inn miðar við. Þessi spurning er því ekki tímabær nú. í augnablikinu eru námsmenn í algerri varnarstöðu og ekki út- séð um hvort mörgum þeirra tekst að stunda nám út vetur- inn. — Eru allir háskóla- og sér- skóianemar á lánum frá Lín? Um helmingur námsmanna við Háskóla íslands eru á lán- um. Þetta er breytilegt hvað J

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.