Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 17

Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 17
„Ákveðin í að sérmennta mig“ Margrél Aðalsteinsdóttir. Ljósmynd: S.E. á móti grunnskólaprófinu, sér- staklega í þeirri mynd sem þaö var til skamms tíma, lagöi hún Það fljótlega niöur og tók þess í sfað upp fornám, bæöi fyrir full- orðna er vildu bæta viö kunn- áttu sína og þá unglinga sem féllu á grunnskólaprófi og var lokuð leiöin inn í framhalds- skólana. Fornámiö fyrir fram- haldsskóla hefur líka veriö kall- aö O-áfangi framhaldsskóla. Þar er kennd íslenska, danska, enska og stæröfræöi. Námiö tekur eina önn og samsvarar námi í 9. bekk grunnskólans í ofantöldum greinum. „Þegar fullorðna fólkiö fór aö koma í fornámið birtist enn annar hópur, fullorðið fólk, sem ekki haföi haft tækifæri til aö afla sér nægrar menntunar til aö fara í fornám og unglingar sem höföu hrökklast úr skóla. Þessu fólki varö aö bjóöa upp á kennslu. Ég setti tilkynningu í blööin til þeirra sem aöeins hafa barnaskólapróf. Þaö kom fjöldi fólks. Viö kennum sem svarar námsefni 7. og 8. bekkj- ar grunnskóla í sömu greinum °g í fornáminu á hálfum vetri. Þetta köllum við aðfaranám. Eftir þaö getur fólk fariö í for- nám.“ Guörún undirstrikar aö aöfaranámiö sé geysilega mikilvægt, ,,því þar er fólkið sem mest vantar menntun." í Prófdeildum öllum eru um 200 manns. i þriöja lagi kenna Náms- flokkarnir norsku og sænsku til grunnskólaprófs í staðdönsku. Námiö er ætlaö nemendum sem hafa nokkra undirstööu í Þessum málum. Þar eru nokk- ur hundruö manns. I fjóröa lagi eru svo hin svo- kölluðu starfsnámskeiö. ,,Þar er um að ræöa 8 vikna kvöld- námskeið fyrir dagmæður og námskeiö fyrir Sóknarfólk í alls kyns umönnunarstörfum. Þaö er sjö vikna síðdegisnámskeið Þar sem fólkiö fær faglegan 9runn, til viöbótar þeirri prakt- lsku reynslu sem þaö hefur." Eg hef mestan áhuga á próf- beildunum svonefndu, sér- staklega á aöfaranámi og for- námi. Þangaö kemur, eins og Guðrún sagði, fólkiö sem mest vantar menntun. Þar eru um Þ b. helminqi fleiri konur en karlar. Hingað kemur fólk af tveim- ur meginástæðum þaö ætlar sér ýmist í framhaldsnám eöa kemur fyrst og fremst til að afla sér grunnmenntunar og efla þannig sjálfstraust sitt og sjálfsvitund. Guörún segist ekki vita hvor ástæöan sé þyngri á metunum. Margar konur halda hér áfram námi og fara í sjúkraliðanám. Nú eru þar í kringum níutíu manns. Aðrir fara í öldungadeildir. í aðfaranámi og fornámi er kennt fjögur kvöld í viku, fjórar stundir í einu, í forskóla sjúkraliöa sex stundir, fjórum sinnum í viku og svo er heimanám. 60% kvennanna í fornáminu eru bæöi meö heimili og vinnu utan heimilis. ,,Konur sem koma hingaö í nám eiga viö margs konar hindranir aö stríöa. Oftast hafa þær langan vinnudag og eigið neimili ásamt námsundirbún- ingnum. Timi til heimanáms er því lítill. Fólk veröur aö nota helgarnar. En mestu ræöur hvort umhverfi þeirra er letj- andi eöa hvetjandi. Oft ríkir tví- skinnungur hjá fjölskyldunni gagnvart námi konunnar. Maki og börn hvetja í orði, en eru svo í raun letjandi þegar til kast- anna kemur. Oft jafnvel án þess aö gera sér grein fyrir því. Dæmi eru um aö fólk vinni markvisst aö því aö stoppa maka sinn í námi. Þá eru oftast bæöi hjónin ómenntuð og ann- aö þeirra aö reyna aö rifa sig upp úr menntunarleysinu. Brottfall er alltaf þó nokkuð, eins og i annarri fullorðins- fræðslu." Mig langar að vita hvernig búið er að Námsfiokkunum af hálfu borgarinnar, t.d. hvað varðar húsnæði. ,,Við búum þröngt. Ná- grannar okkar hér í húsinu hafa smám saman þrengt aö okkur. Við misstum sem svarar einni kennslustofu þegar Vest- urbæjarskólinn kom hingað. Varöandi Tjarnarskólann, sem var úthlutaö húsnæöi því sem Menntaskólinn í Reykjavík haföi átt innhlaup í, en voru og eru stofur Námsflokkanna, munar þaö miklu aö Mennta- skólinn var þar meö þeim skil- málum að stofurnar væru laus- ar klukkan tvö á daginn. Þegar svo Tjarnarskólinn fékk afnot af húsnæöinu var þetta tíma- ákvæöi flutt aftur. Þannig aö hann þrengir óneitanlega að okkur. En auk Miöbæjarskól- ans erum viö meö kennslu víös vegar um bæinn. Og námskeiö hjá Blindrafélaginu og Sjálfs- björgu eftir óskum þeirra." Fólki úti á landi, gefst því kostur á fullorðinsfræðslu? „Öldungadeildir eru viö suma framhaldsskóla úti á landi og í sumum kaupstöðum eru námsflokkar. Svo hefur fólk Bréfaskólann. En fólk kemur hingaö frá Grindavík, Keflavík, Hafnarfiröi og viöar.“ Að lokum spyr ég Guðrúnu hvaða breytingar hún vilji sjá i málum fullorðinsfræðslu á næstu árum. „Ég vil hafa opinn, en kerfis- bundinn skóla, þar sem nem- endur geta aflað sér menntun- ar frá grunni, til stúdentsprófs. Á landsbyggðinni þarf aö koma upp aöstööu fyrir þá sem ekki hafa aðgang að fjölbraut- arskóla. Þar þarf aö koma á fót blöndu af fjarnámi, þá á ég viö aö kennsla fari fram gegnum sjónvarp, bréfaskriftir og síma og námskeiðum sem haldin yrðu í heimavistarskólum og öörum skólum. í Reykjavík hæfir núverandi form ekki vaktavinnufólki eöa hreyfifötl- uöu fólki. Hér þarf einnig aö nýta sjónvarp og síma, ásamt þvi aö koma upp fræðslumið- stöövum sem yröu opnar á ýmsum tímum. Þar á aö vera bókasafn, gagnasafn on námstæki ýmiss konar og þangað á fólk aö geta sótt leið- sögn og aðstoð viö sjálfsnám þegar því hentar.1' S.E. Margrét Aðalsteinsdóttir stundar nám í Forskóla sjúkraliöa. Hún kemur í Mið- bæjarskólann fjögur kvöld í viku, austan úr Hveragerði, þaðan sem hún býr með fjór- um börnum sínum, tveimur ungum. Vera fékk að trufla hana í kennslustund rétt í svip. „Ég fór upphaflega i fornám til aö byrjaað mennta mig. Þaö eykur sjálfstraustið aö finna aö maður getur eitthvað og kann. Maður réttir úr andlegum kút,“ segir Margrét. „Eftir fornámiö langaöi mig aö vita meira og ég byrjaöi á náttúrufræöibraut í Fjölbrauta- skólanum á Selfossi, jafnframt vinnunni á Heilsuhælinu í Hverageröi. Nú er ég ákveðin í aö sérmennta mig í einhverju starfi sem lýtur aö hjúkrun eöa aðhlynningu. Ég skipti því yfir og settist hér í forskóla sjúkra- liöa í haust. Þannig get ég líka á tveimur árum öölast sjúkra- liðaréttindi, sem ég get svo nýtt mér jafnhliða frekara námi.“ Margrét hefur minnkaö starf sitt á Heilsuhælinu tímabundiö og vinnur nú hálfan daginn. Hún vinnur viö vatnsnudd og byrjar að nudda háftíma fyrr á morgnana en vant er, til aö geta skotist heim í morgunkaff- inu og komið börnunum í skól- ann og til að vera komin heim úr vinnunni á undan þeim. Hennar kennslustund byrjar klukkan sex. „Þettagengurallt meögóöri samvinnu allra á heimilinu, en það mundu ekki allir geta lifaö viö þann fjárhag sem viö verö- um aö sætta okkur viö núna." Segir hún aö lokum og hverfur aftur inn í líffræðitíma. S.E.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.