Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 35
hafa verið þannig manneskja
sem einmitt þurfti á þeim hæfi-
leika að halda að opna sig öðr-
um, því ein gat hún ekki lifað
og starfað. Og einmanaleikinn
nagaði hana þó svo hún ætti
trygga vini, sem aldrei víluðu
tyrir sér að koma langan veg
með framrétta hjálparhönd.
Elín hittir kannski naglann á
höfuðið þegar hún segir svona
eins og meðal annarra orða:
>.frá fyrri hluta og til loka 6. ára-
tugarins tók viö í lífi hennar
timi steindra glugga og hjóna-
bands og fjarlægði hana frá
skúlptúrnum og sýningum um
skeið." (í eftirmála). Steindu
gluggarnir voru tekjulind, sem
Gerður gat illa verið án, högg-
myndalistin aftur dýr og pláss-
frek. Fjarlægðfráskúlptúrnum
hlýtur að hafa verið Gerði
óbærileg kvöl. Hér heima varð
Gerður þó kunnust fyrir glugg-
9na sína, t.d. í Skálholti og
Kópavogi og fyrir myndina á
Tollstöðvarhúsinu, en ekki
fyrir höggmyndirnar. Ég hef
Það á tilfinningunni aö hún
hefði brosað biturt að titli bók-
ahnnar, ævisaga mynd-
höggvara. Víst var hún það
hvað sem frægðarorðinu á ís-
landi líöur en undir lokin virðist
Gerður hafa einblínt á þann
tima, sem glerið stal frá skúlp-
túrnum.
Samskipti Gerðar við ýmsa
aðila hér heima er erfitt að lesa
kinnroðalaust og engin
ástæða til að ætla að Gerður,
ein listamanna hafi mátt þola
þann dónaskap. Til dæmis
Þann að svara ekki bréfum eöa
breyta fyrirætlunum eftir að
Hstamaður hefur lagt tíma,
°rku og fjármuni í umbeðið
verkefni. Eitt síðasta dæmið
um slikt hvað Gerði varðar er
ekki eldra en frá árinu 1972
Þegar hún var beðin um að
koma með tillögur að verki ,,en
Þegar hún kom sjálf með
Þessa mynd í fanginu heim
kom í Ijós að nú hafði verið
ákveðið aö gera í staðinn
skúlptúr úr tré fyrir framan
t-augardalshöllina til að
órenna í lok hátíðarinnar.1'
(Þe. Listahátíðar, bls. 194)
Ekki er annað að sjá en hér hafi
siálft Félag íslenskra myndlist-
armanna átt I hlut! Þá er það al-
Ve9 makalaust að Geröi skuli
ekki hafa verið boðið að vera
viðstödd vígslu Skálholts-
kirkju.
, Still Elinar er hraðmæltur,
hún styttir sér t.d. oft leið með
Þvi eð sleppa frumlagi og byrja
setningu á sagnorði. Mér þykir
þetta ekki áferðarfallegt og
reyndar þreytandi til lengdar.
Þá finnst mér Elín hefði mátt
gera meira af því að samtvinna
atburði. Sjötta áratugnum þ.e.
hjónabandsárunum og innreið
Gerðar á svið glersins, atriðum
sem skiptu sköpum í lífi henn-
ar, ert.d. gerð skil í tveimur að-
greindum köflum, sem dregur,
að því er mér finnst, dálitið úr
samhengi þeirra. Þrátt fyrir
svona aðfinnslur, er bók Elínar
áhrifamikil saga listamanns,
sem Elín er svo sannarlega í
fullum rétti til að skrifa (þetta
segi ég vegna þess að Elín
dregur það nokkuð í efa sjálf í
eftirmála.)
Bókin þjónar tilganginum.
Og hún leiðir líka hugann að
því hversu ótal margt þarf aö
breytast til þess að hver og
einn geti þroskað hæfileika
sína án þess að fórna of miklu
af sjálfum sér um leið.
Fjölmargar myndir styðja
textann og honum fylgja ítar-
legar nafna verka- og sýning-
arskrár. Frágangurertil sóma.
Ms
MINNINGAR EINNAR
SEM EFTIR LIFÐI
Höf.: Doris Lessing
Þýö.: Hjörtur Pálsson
Bókaútgáfn Nótt
Nú fyrir jólin kom út bók eftir
Doris Lessing, Minningar einn-
ar sem eftir lifði (á frummálinu
Memoirs of a Survivor). Doris
Lessing fæddist árið 1919 og
var alin upp í Ródesíu, Zim-
babwe, en settist að í Englandi
árið 1949. Hún hefur skrifað
fjölmargar skáldsögur og smá-
sögur og hlotið ótal viðurkenn-
ingar fyrir verk sín.
Minningar einnar sem eftir
liföi er fyrsta bók Doris Lessing
sem gefin er út í islenskri þýð-
ingu en undirritaðri hefði jafn-
vel fundist betur við hæfi að
þýdd heföi verið einhver af
Afríkusögum hennar sem af
mörgum eru taldar hennar
bestu verk. Eins og áður segir
er höfundurinn alinn upp í
Afríku sem í mörgum bókum
hennar er sögusvið mannlífs-
lýsinga sem veita góða innsýn
í líf hvítra manna og svartra í
landi þar sem lífsbaráttan er
hörð og ójöfnuður og kúgun
ríkti, líkt og nú í Suður-Afríku.
Sem dæmi má nefna bókina
The Grass is Singing. Þar með
er þó ekki verið að kasta rýrð á
Minningar einnar sem eftir lifði
sem er feikilega vel skrifuð og
áhrifamikil saga. Þar er lýst
þjóðfélagi í upplausn og lífi
unglingsstúlku í þessu ríki
stjórnleysis.
Söguna segir kona á miðjum
aldri, menntakona úr miðstétt,
sem er ein af fáum sem ekki
hafa flúið borg þar sem allt er
úr lagi gengið. Samgöngur eru
svo til engar, andrúmsloftið er
mengað og vatnið, þar sem
það er að hafa, rafmagn ekkert
né upphitun, tímar eignaöflun-
ar liðnir. Hrun og hnignun blas-
ir við hvarvetna, menningin er
liðin undir lok. Hvers vegna
svona er komið er okkur ekki
sagt berum orðum en gefið I
skyn að græðgi og óstjórn hafi
leitt til þessa ástands sem ekki
er bundið eingöngu við þessa
borg né þetta land heldur ríkir
um víða veröld. Emilía er
unglingsstúlka, 12 ára gömul,
sem skilin er eftir í umsjá sögu-
konu og meö henni fylgjumst
við, sjáum hana vaxa og þrosk-
ast við þau annarlegu skilyrði
sem áður hefur verið vikið að.
Sjálfsbjargarviðleitni barn-
anna og unglinganna er sterk
og þau reyna að skapa nýtt
samfélag á rústum þess
gamla, þar sem önnur lögmál
gilda. Hópur ungs fólks gerir
tilraun til aö lifa eðlilegu lífi við
frumstæð skilyrði, munaðar-
laus börn sem annaðhvort
höfðu verið skilin eftir eða áttu
ekki foreldra í tölu lifenda.
Ýmist talar sögukona beint til
lesandans eða kemur boðskap
sínum á framfæri I gegnum
Emilíu og ber á þann hátt sam-
an viðhorf tveggja kynslóða.
En sögukona er ýmsum hæfi-
leikum gædd því auk þess að
gera okkur kleift að fylgjast
með framvindu mála hjá Emilíu
og öðru ungu fólki, þá ferðast
hún um í tíma og rúmi. Hún
hverfur af og til inn i „hinn
heiminn" eða ,,einkaheiminn“
þar sem við sjáum m.a. brot úr
lífi Emilíu sem kornabarns á
heimili foreldra hennar „þar
sem allt einkenndist af gremju,
innilokun, smæð.“ (bls. 97).
En látum hér staðar numið við
efnisþráð sögunnar.
Minningar einnar sem eftir
lifði er þjóðfélagsádeila þar
sem sjónum er einkum beint
að þeim sem binda má vonir
við, þ.e. börnunum sem erfa
landið og heiminn, ef eitthvað
verður eftir til að erfa eða öllu
heldur ef einhverjir verða eftir-
lifandi. Höfundur deilir hart á
hina ríkjandi stétt sem er sá
hópur í samfélaginu sem lifað
gat lífinu eins og ekkert sér-
stakt hefði gerst og segir m.a.:
„En hvenær hefur reglan ann-
ars ekki verið sú, að sá hluti
samfélags, sem græðir mest á
því, hafi ekki viðhaldið þeirri
blekkingu fyrir sjálfa sig og
aðra, meðan honum var stætt
á því, að öryggi, festa og skipu-
lag stæðu traustum fótum?“
(bls. 119).
Doris Lessing notar mikið
líkingar sem gera að verkum
að lesandinn hefur frjálsari
hendur með túlkun sögunnar
og eykur jafnframt skírskotun
hennar. Annars er það eins
með þessa bók eins og aðrar
bækur þessa mikilhæfa rithöf-
undar að hver og einn verður
að gera upp við sig hvern boð-
skap hún raunverulega hafi að
geyma. Þess er svo rétt að
geta að Doris Lessing hefur
verið boðið til íslands næsta
vor á vegum Listahátíðar.
kaá
SESSELJA AGNES
— UNDARLEG SAGA —
Höf.: Maria Gripe
Mál og menning 1985
Fyrir jólin kom út unglinga-
sagan Sesselja Agnes eftir
Mariu Gripe. Bókin heitir á
frummálinu Agnes Cecilia —
en sállsam historia og hefur
Vilborg Dagbjartsdóttir þýtt
hana yfir á fallega íslensku.
Maria Gripe sem er sænskur
rithöfundur er löngu þekkt fyrir
barna- og unglingabækur sín-
ar. Hún hefur hlotið marghátt-
aða viðurkenningu þar á meðal
H.C. Andersens verðlaunin og
síðastliðið sumar hlaut hún
barnabókmenntaverðlaun
norræna skólasafnvarða, I
fyrsta sinn sem þeim var út-
hlutað.
Nokkrar bóka hennar hafa
áður komið út í íslenskri þýð-
ingu, má þarnefnaMáttpabbi,
35