Vera - 01.02.1986, Síða 13
leið til mennta?
Hver kannast ekki við Önnu, Siggu, Stínu, Helgu eða
hvað þær hétu nú allar saman sem hættu í gagnfræða-
skóla eftir fyrsta eða annan bekk, aðrar eftir landspróf og
enn aðrar eftir að þær voru komnar í menntaskóla, jafnvel
þótt þær væru þrælduglegar, jafnvel dúxar? Þær fóru að
vinna í fiski, á skrifstofu eða í banka, eignuðust börn og fóru
að búa. Ert þú kannski ein þeirra?
Þetta var algengasta hegðunarmynstrið hjá íslenskum konum
skamms tíma, eins og jafnréttiskönnunin, sem gerð var í
Reykjavík 1980—1981, sýnir greinilega. Þá kom í Ijós, að mikill
meirihluti kvenna 20 ára og eldri hafa 10 ára nám eða skemmra
aö baki.
Brautskráðir stúdentar 1974/75 og 1983/84
Ár Skólar Karlar Konur Alls I hlutfalli við tölu tvítugra % Karlar Konur
1974/74 10 464 455 919 21,7 21,6
1983/84 20 634 957 1591 27,9 41,3
Hlutfall karla og kvenna með 10 ára eða skemmra nám
eftir aldri
^iciur 20—29 ára 30—39 ára 40—49 ára 50—59 ára
Konur 50,7 % 59,0 % 72,2 % 78,7%
Kar'ar 24,0% 26,1% 30,4% 35,8%
Sigríður Rögnvaldsdóttir, sem tók landspróf og lauk fjórða-
bekkjarprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1958, sem í þá daga
hafði þá sérstöðu að geta valið úr nemendum barnaskólanna
bestu stúlkurnar, segir: ,,Mig langaði alltaf í frekara nám, en ég
átti þess ekki kost. Mjög fáar héldu áfram, sumar gátu ekki en
eiörgum fannst þær vera búnar að fá nóg þegar þær voru búnar
e^eð fjórða bekk, fannst þær ekki þurfa meiri menntun.“
Lengi vel var ekki um annað að ræða fyrir þær sem hættu en
eö halda áfram að vinna, eða að búa, jafnvel þótt börnin stækk-
uðu og hægðist um heima fyrir og vinnan yrði leiðinleg rútína,
sem leiddi hvorki til hærri launa né aukins þroska og lífsfyllingar,
að ekki sé talað um frama. Einstaka sjálfstæð og huguð sál settist
a skólabekk með börnum sínum, í kennaraskóla, leik- eða mynd-
iistarskóla, fóstruskóla o.s.frv. En það var undantekning. Háskól-
lr|n var harðlokaður þar sem stúdentsprófið vantaði. Menntunar-
Þránni var fullnægt með hinum ótrúlegustu námskeiðum, sem
tremur voru til ánægju en gagns, a.m.k. hvaðstarfsmöguleika og
tramhaldsmenntun varðaði.
Dyr opnast
Arið 1972 lét Menntaskólinn við Hamrahlíð þau boö út ganga,
aá nú gæfist kostur á því að lesa til stúdentsprófs í kvöldskóla í
eföngum eftir þeim hraða sem hverjum og einum hentaði og það
sem meira var — ekki voru gerðar neinar forkröfur nema þær að
menn þurftu að vera orðnir 21 árs. Kvöldskólinn var kallaður öld-
ungadeild. Nú varð uppi fótur og fit. Önnurnar, Siggurnar, Stín-
urnar og hvað þær nú hétu allar saman, langþreyttar ræstinga-
konur, skrifstofustúlkur, bankastarfsmenn, virðulegar húsmæð-
ur á fertugs, fimmtugs, sextugs, já jafnvel sjötugs aldri mættu til
leiks í stórum hópum, svo að engan, sem að fyrirtækinu stóð hafði
óraðfyrir slíkum undirtektum. Skólayfirvöld urðu að útvega bæði
fleiri kennara og fleiri skólastofur en ráð hafði verið fyrir gert.
Síöan hefur ekkert lát verið á aðsókninni. í ár eru t.a.m. um 600
manns skráð í öldungadeildina en á 9. hundrað í dagskólann og
á undanförnum árum hefur milli 60 og 90 manns útskrifast árlega.
Mikill meirihluti þeirraeru konur, ef marka má tölurnarfráskólaár-
inu 1983/84 þegar 64 voru útskrifaðir úr öldungadeild MH þar af
46 konur.
Rjómi aö kenna í öldungadeild
Frá upphafi hefur það vakið undrun og aðdáun, hversu hart
konur hafa lagt að sér við námið og af hve miklum dugnaði og
áhuga þær hafa stundað það, enda sagði Þór Vigfússon, skóla-
meistari Fjölbrautaskólans á Selfossi: ,,Það er hreinn rjómi að
kenna i öldungadeild."
Flestar kvennanna stunda námið með heimilisstörfum og ófáar
með launavinnu að auki. ,,Ég fór í öldungadeildina 1977,“ sagði
Sigríöur. ,,Þá var ég með eitt barn 3 ára og annað 6 ára.“ ,,Ég var
alltaf með stórt heimili á meðan ég var í skólanum og vann oft úti
lika, en þó aldrei í prófunum,“ sagði Hólmfríður Þórhallsdóttir, 7
barna móðir, sem byrjaði í deildinni 48 ára gömul og lauk stúd-
entsprófi þegar hún var 53 ára.
Vegalengdir virðast heldur ekki hafa verið nein hindrun, því að
konur af öllu höfuðborgarsvæðinu, úr nágranna sveitunum hafa
sótt deildina og nokkrar hafa jafnvel komið austan um fjall.
Konur á landsbyggðinni
Konur á landsbyggðinni kvarta oft yfir því, og með réttu, að
landsbyggðin sé afskipt hvað varðar menntunarmöguleika. Ein-
hver bót hefur verið ráðin á því á undanförnum áratug með til-
komu fleiri menntaskóla og fjölbrautaskóla og við nokkra þeirra,
á Akranesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum, Sel-
fossi, Flensborg í Hafnarfirði og i Breiðholti, hefur verið komið á
fót öldungadeildum.
,,Það vill nú svo til," sagði Þór Vigfússon, skólameistari, ,,að
öldungadeildin hér kom á undan dagskólanum. Skólinn varð til
upp úr iðnskólanum, sem hafði starfað um 40 ára skeið, fram-
haldsdeildum gagnfræðaskólans á Selfossi og öldungadeild,
sem hafði starfað i Hveragerði í hálft annað ár. Nemendur í öld-
ungadeildinni eru nú um 100 á móti 435 í dagskólanum. Yfirgnæf-
andi meirihluti nemendanna í öldungadeildinni eru konur, flestar
um eða yfir þritugt og þær koma frá öllu Suðurlandi, alla leið frá
Þorlákshöfn til Háamúla, innsta bæjar í Fljótshlíð. Þaðan kemur
húsfreyjan. Þær verða að leggja á sig mikið erfiði við að komast
í skólann, því að ekki er neinn skólabíll fyrir kvöldskólann eins og
fyrir dagskólann."
En þó að aðstæður hafi skánað sums staðar eru þó stórir lands-
hlutar afskiptir. ,,Við fáum margar fyrirspurnir utan af landi,“
sagði Guðrún Friðgeirsdóttir, námsráðgjafi við öldungadeild MH,
,,og sumir eru að reyna að fylgjast með, en við höfum í rauninni
ekkiaðstæðurtil aðsinnaþeim. Við þyrftum aðtakatölvutæknina
í þjónustu okkar, búa til kennsluprógrömm. Þá gæti fólk unnið
13