Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 14

Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 14
heima hjá sér viö sínar litlu heimilistölvur og gæti prófaö sjálft sig og tekið próf. Ég kynntist þessu í Kanada og í Skotlandi. Þaö er miklu ódýrari lausn og árangursríkari kennsla aö því er viröist." Hvers vegna allt þetta erfiði? ,,Ég haföi framhaldsnám í huga,“ sagöi Sigríður. „Mig langaöi í málanám eöa jafnvel kennaranám.11 ,,Ég ætlaði bara aö bætaviö mig einhverju málanámi, aöallega í spænsku," sagöi Hólmfríður. Hvatirnar eru margar sem aö baki liggja og markmiðin geta breyst þegar á hólminn er komiö. Hólmfríður nefndi líka þörfina fyrir — ,,að sanna það fyrir sjálfum sér og öörum aö maður gæti þetta. Til þess aö vita hvort viö erum of heimskar til að geta lært verðum viö aö reyna þaö.“ Hvað gefur námið af sér? Sigríöur fór í námiö, af því aö hana langaði til þess aö læra og hún ætlaði í framhaldsnám. En aö námi loknu var Ijóst, að ein fyr- irvinna fyrir fjölskyldu nægir ekki nú til dags, svo aö hún vinnur nú við svipuð störf og áður, þ.e. skrifstofustörf. En þaö eru margar sem hafa farið í háskóla og aöra sérskóla og sumar eru komnar út í atvinnulífiö og starfa í sínum sérgreinum með miklum sóma. Þær hafa væntanlega fengiö umbun erfiöis síns í hærri launum, ánægjulegra starf og meiri lífsfyllingu. Hvaö meö hinar sem hætta eftir stúdentspróf? „Launalega borgaöi það sig alls ekki,“ sagöi Sigríöur. ,,Ríkið metur ekki þetta nám, Það tekur bara tillit til starfsaldurs, svo aö þaö heföi borgað sig betur aö halda áfram aö vinna. En persónu- lega haföi ég mikið upp úr því. Námiö var æðislega skemmtilegt. Þaö kom mér á óvart hvað ég haföi gaman af raungreinunum og hvað mér gekk vel í þeim. Ég hélt aö ég gæti ekkert í þeim.“ Hólmfríöur hefur svipaöa sögu að segja. ,,Þaö er ekkert tillit tekið til þess í launum þótt maður sé meö stúdentspróf hjá hinu opinbera og ekki heldur hjá leiðsögumönnum. En hjá Kópavogs- bæ eru gefnir punktar bæði fyrir húsmóöurstörf og menntun, að því aö mér er sagt. En ég hafði mjög gaman af náminu og kannski mest af því sem ég var hræddust við þó að það væri oft ofsalega erfitt og ég væri stundum alveg aö gefast upp. Maöur verður öruggari með sig og getur gert meira í sínum málum ef á mann er hallað og maður getur sótt um fleiri störf, sérstaklega ef maöur er fullorðinn. Þegar veriö er að auglýsa eftir fólki vilja þeir alltaf ungar stúlkur. Ég ætlaöi aö sækja um starf í banka og karlinn sem ég talaði við nennti varla að svara mér, en þegar ég sagðist vera með stúdentspróf þá breyttist viöhorf hans og framkoma. En þá haföi ég engan áhuga. í öörum banka dugöi stúdentsprófiö ekki til. Konan sem ég talaði við sagði: „Við höfum ekkert aö gera við konu eins og þig. Við viljum klárar stelpur í gjaldkerastörfin og í utanlandsviöskiptin." Þegar ég sagöi aö ég kynni fjögur tungu- mál og hefði stúdentspróf, lét hún mig hafa eyðublöð og sagöi aö ég gæti svo sem sótt um, en þaö væru komnar svo margar um- sóknir. Eftir þetta var úr mér rokinn áhuginn. Ég er orðin vandfýs- in og vil skapa mér einhverja vinnu sjálf.“ Það má geta þess að Hólmfríður, sem er orðin ekkja, leigöi út helminginn af húsinu sínu í haust og byrjaöi aö lesa sagnfræöi viö Háskólann. Fjölskyldan Hvemig tekur fjölskyldan því þegar húsmóðirin hleypur út í bæ i skóla á þeim tíma þegar siður er að safnast saman viö dúkaö kvöldverðarborö og stressast I prófum sjálf í staöinn fyrir aö stressa sig vegna prófa barna sinna? Um þetta mætti eflaust skrifa margar læröar sálarfræöilegar og félagsfræðilegar bækur. SigríÓur sagði aö eiginmaðurinn hefði hvatt hana og stutt hana allan tímann, en þetta höfum viö eftir Hólmfríöi: ,,Það var erfitt fyrir mig aö læra aö láta ekki heimilið ganga fyrir. Maöur er barn síns uppeldis. Það tók mig heilt ár áöur en ég fór að aðlaga mig og þá fór þaö að ganga. Ég breytti húsverkunum, lét þrifin sitja á hakanum og hætti aö strauja alla skapaða hluti. Það sakaöi engan og fjölskyldan tók því vel, sérstaklega yngri krakkarnir. Námið víkkaöi sjóndeildarhringinn og fjölskyldan nýtur góös af þegar húsmóöirin öölast meiri sjálfstilfinningu og kemst yfir minnimáttarkennd.“ HH , - I Kostnaður Að sjálfsögöu er verulegur kostnaöur við að stunda svona langt og strangt nám og þaö gerir enginn nema hann geti tryggt fjárhag sinn, annað hvort meö vinnu úti á vinnumarkaði eða meö heimilis- störfum á eigin heimili. Hjá Lánasjóöi íslenskra námsmanna fengust þær upplýsingar aö sjóðurinn lánar ekki til náms í menntaskólum eöa bóknámsdeildum fjölbrautaskóla eöa til náms í kvöldskólum, enda gerir sjóðurinn kröfur til minnst 75% námsafkasta miðaö viö dagskóla. Þessar reglur setja mörgum konum stólinn fyrir dyrnar, t.a.m. einstæðum mæðrum og aðrar konur veröa að eiga það undir samþykki eiginmanna eöa sambýlismanna hvort þær geta hag- nýtt sér þessa leið til bættra kjara og aukinnar lífsfyllingar. Erfið og torsótt leið Það mælir líklegast enginn á móti þvi aö þaö er erfitt að Ijúka 4 ára námi í kvöldskóla eftir langan og strangan vinnudag, jafnvel þótt hver og einn geti ráðiö hraðanum sjálfur. Tímar eru helmingi færri í kvöldskólanum en í dagskóla en próf þau sömu, svo aö gert er ráö fyrir meira heimanámi, enda var upprunaleg hugsun sú aö hjálpa fólki til sjálfsnáms aö sögn Guðrúnar Friögeirsdóttur, námsráðgjafa. Reynt hefur veriö aö koma til móts viö þarfir ein- staklinga og gera þeim auðveldara fyrir með því að meta fyrra nám og gefa afslátt á námi ef það þykir forsvaranlegt og með svo- kölluðum stööuprófum. Meö stöðuprófum getur fólk látið prófa kunnáttu sína í tilteknum greinum, t.a.m. tungumálum og getur tekiö þar til við námið sem raunveruleg kunnátta þeirra segir til um. „Þettaer í rauninni ákaflegaflókið kerfi og brautirnar eru orön- ar svo margar aö fólk á erfitt meö aö átta sig á því. Þaö getur tekið þó nokkurn tíma,“ sagöi Guörún. „Þaö er því ekki vanþörf á ráö- gjöfEf til vill heföi Guðrún getaö sparað Sigríöi nokkurn tíma, ef hennar heföi notið viö þá. Sigríður lét þess getið að hana heföi skort sjálfstraust. Hún heföi getað lokiö náminu á styttri tíma, enda hefði hún notið þeirrar góöu kennslu sem hún fékk í Kvenna- skólanum, sérstaklega í tungumálunum. Enn eiga eflaust margar konur á öllum aldri eftir aö nýta sér öld- ungadeildir á næstu árum, ekki síst konur úti á landi. En það er fyrirsjáanlegt að gildi þeirra sem námsleið fyrir konur til að ná stúdentsprófi mun fara minnkandi. Sú bylting sem hefur átt sér staö í menntun kvenna undanfarinn áratug (sjá töflu) mun setja verulegt strik í reikninginn. Viö upphaf áratugarins hafði náðst jafnræöi milli karla og viö lok hans útskrifuöust hvorki meira né minna en þriðjungi fleiri konur með stúdentspróf en karlar! Þaö veröa varla margar úr þessari kynslóð kvennasem þurfa aö leita á náöir öldungadeilda. Hvaö sem því líður þá hafa öldungadeildirnar og eru mörgum konum kærkomin leiðtil þessaö aukaviöalmennamenntunsína og opna þeim nýjar leiöir til náms og starfs. Unnið upp úr viötölum við: Guðrúnu Friögeirsdóttur, námsráðgjafa við öldungadeild Menntaskólans viö Hamrahlíö. Hólmfríði Þórhallsdóttur og Sigríði Rögnvaldsdóttur, sem lokið hafa stúdentsprófi frá öldungadeildinni i MH. Magnús Guðmundsson, fulltrúa hjá Lánasjóði islenskra námsmanna. Þór Vigfússon, skólameistara við Fjölbrautaskólann á Selfossi. Tölulegar heimildir: Hagtíðindi, april 1985 Framtíöín 14

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.