Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 21

Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 21
námið. Eignaðist svo dóttur mína, og þar sem maðurinn minn var í prentnámi fór ég aö vinna, hreinlega til að við gæt- um lifað. Ég byrjaði svo í Námsflokkunum í fyrra, en þegar verkfallið kom hjá Félagi bókagerðarmanna vorum við hjónin í strangri verkfallsvörslu i sex vikur og ekki gafst tími til neins annars. Ég hætti, en hefði ekki kennaraverkfallið bæst ofaná hitt hefði ég kannski þraukað áfram. Þegar svo þetta réttindanámskeið var ákveðið langaði mig til að prófa." Hugleiddir þú aldrei aö fara útí eitthvað bóklegt nám þegar Þú byrjaðir í Námsfiokkunum? ..Nei, ég vildi bara fá mögu- ,e'ka að halda áfram. Ég hef ðaman af vélum og mér er sama þótt ég verði skítug. Það á bara ekki við mig að vinna á skrifstofu eða eitthvað þvíum- hkt. Ég vildi gjarnan læra ein- hverja iðn til að fá fjölbreyttari vinnu. Bókbandið er mjög vél- vsett í dag, en bókbindarar hafa aðra möguleika til að vinna við vélar, við brot o.s.frv. heldur en aöstoðarfólk. Þar að auki eru launakjörin mun betri.“ Hvernig var náminu hagað? ..Þetta var kvöldnámskeið, fiögur kvöld í viku frá miðjum febrúar þangað til í júní. Við vorum mættar uppi í Iðnskóla hálf fimm og kennslan var búin k|ukkan átta. Öll kennsla var verkleg, því reynsla okkar átti sö koma í staö bóklegs náms. var mjög skemmtilegt. ^onnararnir vorú yndælir og 9óður andi ríkti. í hópnum voru konur á öllum aldri, ein meira aö segja hátt á sjötugsaldri. Þar sem þetta var fyrsta nám- skeið sinnar tegundar var ksnnski ekki allt nógu vel skipulagt, og það kom til bsemis í Ijós að bæta þurfti við Ve9gja vikna dagkennslu um- rant það sem áætlað hafði veriö." ; ' .V '/ -1 V- '.i . I Var erfitt éð samræma'vinhu/.s fjölskyldulifi 'ognámi? ' * ; ,,Það tókst: Sjélfsagt. $ar lg._ _ stundum hálfþréytt'éftir.fUJtafi •/ vinnupJag.óg nám, sérstaklega.'* þegár ég-þurftivað 'fár'a aft'ur i ■;/ bókbandiö'. til að'vinfia'átika-*. vinnu eftirjskólánn. En égfe.r," mjög' héþþin -hvað- .héirriiHs-; störfrn varða og það béið'alítáf heitur matúreftir-mér þégarég* kom heim; Ég veýi.aÓ^þrþar* urðu t.d. að býrja áþyi að elcfa ofaní fjölskylduna þegar hgim var kgmið. Svo varðég auðy.it* að að fórna öl|u sumarfrírnu (. böndunúm'og.úþær'ði'r'Wa.nið^ ’ýánflj[uð\á þessa ieið? .fcrrs- hýim . ' .. *..'•'••• uv ; oc'.ttóltírin'jfjtísabet. Ljósmyu'd: K.B. jðvit* *' r: . *■■■’ ’-.i■•.“j írru I í. . r\.rr\ ’r.n 1 rdcVVS ÍV“ I [fa niAjn i/ta ntrt'tíiA o /S flrta laiAO dagkennsluna og sveinspróf- ið.“ " ..'*• ." .' Hvernig var að fara í sveins- prófið? ,,Það var sjálfsagt spenn- andi, og ég hugsaði bara um að ná. Prófið er mjög strangt, stendur í þrjár vikur og gengur mest útá handband. Sam- kvæmt heföbundnu námi er farið í áfangapróf áður en starfsþjálfun hefst, svo er farið í sveinspróf. Við urðum að taka hvort tveggja samtímis." Hvað tók svo við? ,,Já það var nú verra. Þegar ég var búin að ná prófinu, fór ég fram á hærra kaup og vinnu sem bókbindari, en þeir vildu bara helst ekki tala um þetta. Ég vissi að það var andstaða gegn þessu, en ég bjóst samt ekki við að það yrði svona. Þetta er miklu meiri barátta en ég hélt.“ Hvað sögðu vinnufélagarnir? ,,Það þótti mér verst, and- staðan var gífurleg, ekki síst meðal útlærðra kvenna, og ég fékk virkilega að upplifa hverjir voru vinir mínir í raun. Góð vin- kona mín sem lærði sam- kvæmt hefðbundnum leiðum spurði hreint og beint hvort ég skammaðist mín ekki.“ Þvi áttir þú að gera það? „Vegna þess að ég losnaöi við bóklega námið held ég. Sumir viröast líta á okkur sem annars flokks bókbindara. Svo er gífurleg stéttaskipting á bók- u/ á áðstoðarfþl^ió.rÞað. Jórii .’Erfrðléikárnir s'táfa.af • su’mit strax; að SRákCnera iH . þtfí’áþ viéerám fyretar. Þettaer hvort þetta vaérl atvorfj4véirid-; svo nýtt. Ég held Jjka að áðrar próf og sumir karráfhiF vilcfu • 'sérVv vo’ru-á'nárrtskeiðinu hafi að þetta mundi gera meina bókbandsstarfið aö láglauna- starfi. En þetta námskeið var ákveðið á félagsfundi í félaginu okkar og fólk ætti frekar að sækja fundi í sínu stéttarfélagi en að vera með svona fram- komu á vinnustöðum." Hefurðu sjálf haft efasemdir um réttindi þin? ,,Nei, ég hef gert þetta, og er með sveinsbréf uppá það.“ Hvað gerðir þú þegar and- staðan kom í Ijós? ,,Ég sagði upp. Sótti svo um vinnu sem bókbindari á öðrum stað, og er nú ráðin sem sveinn og fæ kaup samkvæmt því. En ég vinn ennþá sams- konar störf og aðstoðarfólk. Og það er það sem ég sætti mig verst við. Það er eiginlega að- almálið fyrir mig að fá að vinna sem bókbindari. En það verður erfitt.“ Færð þú sambæriiega yfir- borgun og aðrir? ,,Ég fæ yfirborgun, en karl- arnir fá alltaf hærra kaup, það er staðreynd. Svo er þetta auð- vitað einstaklingsbundið. Kannski er ég ekki nógu frek. En þar að auki er ég alveg ný- byrjuð á þessum stað.“ Nú gengur illa að fá viður- kenningu, þótt þú sért með fuli réttindi, þýðir það að þú sért fengið meiri stuðning frá sínum fyrirtækjum, a.m.k. sumar. Við verðum bara að fá fleiri nám- skeið, þau eiga fyllilega rétt á sér.“ Heldur þú að móttökurnar hefðu orðið öðruvísi ef karlar væru i ykkar hópi? ,,Já, tvímælalaust. Vandinn er bara að finna karl sem hefur enst í sex ár sem aðstoðar- maður við bókband." Sex ára starfsreynsla var skil- yrði fyrir þátttöku, er það nóg? ,,Já, þá er maður búinn að kynnast þessu og hefur reynslu til að geta nýtt sér nám- ið.“ Nú eru uppi áform um öld- ungardeild við Iðnskólann þar sem starfsreynsla verður metin á sama hátt. Hvernig líst þér á það? ,,Það væri mjög gott. Ég held líka að ef eitthvað slíkt hefði verið fyrir hendi hefði andstaðan gegn okkur verið minni." Mundir þú ráðieggja konum að fara þessa leið ef kostur gefst i gegnum væntanlega öld- ungadeild eða samskonar námskeið og þú fórst á? ,,Já, ég er mjög ánægð með að hafa gert þetta. Þetta er ágæt og réttmæt leið.“ — KB L 21

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.