Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 15
Ljósmynd: S.E.
ENDURSPEGLA
SAMFÉLAGID
PVWLErVGID
Námsflokkar Reykjavíkur hafa í áratugi boðið upp
á ódýrt og aðgengilegt nám í hinum ólíklegustu
greinum nemendum sínum til gagns og ánægju. í
skólastjóratíð Guðrúnar Halldórsdóttur hefur þróunin
verið í þá átt að æ fleiri sækja sér þangað réttindi,
sem gefur þeim aðgang að því starfsnámi, sem hug-
urinn stefnir til. Guðrún tók vel málaleitan Veru að
segja frá starfi skólans.
„Hingað koma aðallega
tveir hópar. Annars vegar eru
það ungmenni sem hafa hætt í
skóla, án þess að hafa lokið
grunnskólaprófi. Hinsvegar er
það fullorðið fólk, — að lang-
mestum hluta konur — sem
hafa notið lítillar skólagöngu.
Stofnun eins og Námsflokk-
arnir endurspeglar mjög vel
ástand samfélagsins. Samfé-
lagið hefur krafist þess að karl-
ar öfluðu sér fagmenntunar, en
konur ekki. Þess vegna er það
að nemendur okkar nú eru að
% hlutum konur. Ég vil taka
það fram að mér dettur ekki i
hug að halda að það sé fyrst og
fremst vegna þess að skóla-
kerfið sé svo lélegt, sem ung-
lingar hrökklast úr skóla. Oft-
ast er það vegna slæmra heim-
ilisaðstæðna, eöa annarra fé-
lagslegra aðstæðna.