Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 27

Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 27
viö ný verkefni og nýjar mannaráðningar. Kvennalistinn hefur hvað eftir annað bent á þörfina fyrir að endur- skoða einstakar fjárveitingar og helst allan fjárlaga- grunninn reglulega, en hafa verður í huga, að lög- bundnar fjárveitingar eru um 70% af fjárlögunum. Þriðja umræðan fór fram fyrir jólaleyti. Að vanda felldu stjórnarliðar allar breytingatillögur stjórnarand- stæðinga. Má segja að tillögur stjórnarandstöðuþing- manna séu fyrst og fremst til að sýna afstöðu þeirra til hinnaýmsu málefna. Þingkonur Kvennalistansfluttu 10 breytingartillögur við lokaafgreiðslu fjárlaga og áttu frumkvæðið að þeirri elleftu, sem þær stóðu að í félagi viö aðrar þingkonur. Sú tillaga var um einnar milljón króna framlag ríkisins til KVENNARANNSÓKNA. Varð tillaga þessi aðhlátursefni í þingsölum. Aðrar tillögur Kvennalistans voru um: HÆKKUN FRAMLAGS TIL BYGGINGAR DAGVISTARHEIMILA, HÆKKUN framlags til kvennaathvarfsins, til krabbameinsfélags íslands, til lista- og menningarmála, námsgagnastofnunar, Rannsóknarsjóðs, lánasjóðs íslenskra námsmanna, fíkniefnalögreglunar, þró- UNARSAMVINNUSTOFNUNAR og til MATVÆLA- OG neyðaraðstoðar. Hafskip og bankamálin Eitt af því sem tekið hefur mestan tíma þingmanna þessa önn er Hafskipsmálið svokallaða. Á Alþingi hafa verið lögð fram sex mál, sem tengjast þessu máli beint eöa óbeint. Má þar nefna þrjár tillögur til þingsályktunar þar sem farið var fram á skipun rannsóknarnefndar skv. 39 gr. stjórnarskrárinnar, til að kanna viðskipti Hafskips hf. og Útvegsbankans, stjórnarfrumvarp um nefnd til að kanna viðskipti Útvegsbanka íslands og Hafskips hf., tvaer beiðnir um skýrslur, frumvarp til laga um sérstakt bankaeftirlit og fyrirspurn um útlán og eiginfjárstöðu bankanna. Stjórnarfrumvarpið um nefnd til að kanna viðskipti Útvegsbanka íslands og Hafskips hf. var sam- þykkt sem lög frá Alþingi þann 20. 12. 1985. Mál þetta hefur vakið þjóðina til umhugsunar um fyrir- komulag bankamála í landinu. Samkvæmt því sem fram hefur komið þá virðast sum fyrirtæki geta náð ótrú- legum tökum á bankastofnunum, og geta tryggt sér stöðugar óhindraðar fyrirgreiðslur. Menn spyrja, hvernig þetta geti gerst en svarið er ekki auðfengið. Ringmönnum hefur gengið illa að fá upplýsingar um mál þetta og er bankaleynd sífellt borið við. í dag verður þjóðin að bera kostnað af heimskupörum valdamikilla manna, því Útvegsbanki íslands, banki í e'9u þjóðarinnar, hefur tapað % af eigin fé. Ljóst er að mál þetta tengist stjórnmálunum þar sem í bankaráði sitja pólitiskt kjörnir fulltrúar og þingmenn stærsta sfjórnmálaflokks landsins hafa setið og sitja í stjórnum Rafskips og Útvegsbanka íslands. Guðrún Agnarsdótt- lr benti á í útvarpsumræðunni um mál þetta að Kvenna- hstinn hefur ekki álitið það rétt að alþingismenn sætu í hankaráðum og því hefur Kvennalistinn ekki átt aðild að Þaim. Valddreifing er eitt af aðal markmiðum á stefnu- skrá Kvennalistans og því er það andstætt stefnu hans sö svo mikil völd safnist í hendur sömu aðilanna. Mál Hafskips og Útvegsbanka íslands er lýsandi dæmi um afleiðingar þess þegar völd og ábyrgð eru fæðar í hend- ur örfárra aðila, þegar pólitískir- og viðskiptahagsmunir eru hagsmunir sömu aðilanna, þegar pólitískir- og við- skiptahagsmunir verða svo tengdir að völd og áhrif tryggir fyrirgreiöslur að því marki að heill þjóðar er í voða. Bankastjórar eru starfsmenn fólksins Guðrún sagði, ennfremur, í ræðu sinni að oft virtust bankastjórar hafa misstsjónar á hlutverki sínu. Þeir eru þjónar fólksins og eiga að gæta peninga þeirra. Gæta þess að fé fólksins sé ekki misfarið. Samkvæmt reynslu margra sem biðja um lán, þá haga þeir sér eins og þeir eigi þessa peningasjálfir. Guðrún sagði, að bankastjór- ar væru „starfsmenn fólksins sem gæta fjár alveg á samahátt og fóstrur eru starfskonur sem gæta barna". Hún benti á að þó fóstrur gæti fjöreggja þjóðarinnar og bankastjórar gæti bara fjármuna þá geti laun banka- stjóra komist upp í áttföld laun fóstra. Segir þetta okkur ekki ýmislegt um gildismat það sem er ríkjandi í þessu karlaþjóðfélagi? Kristín Halldórsdóttir benti á í sinni ræðu við sama til- efni, að konur eru sjaldséðar í bankaráðum. Engin kona situr sem aðalfulltrúi í bankaráði ríkisbankanna. Ein kona er varamaður i bankaráði Búnaðarbankans. Sagði Kristín, að við umfjöllun og eftirgrennslan í Haf- skipsmálinu ,,höfum við verið minnt á að bankaheimur- inn er harðlokaður karlaheimur svo og viðskiptaheimur- inn allur. Þjóðin verður að láta sér þetta mál að kenningu verða og fyrirbyggja að svona geti endurtekið sig. Sýnt er að svo verður ekki með lögum þeim sem voru samþykkt frá Alþingi þann 20.12.1985. Þar er gert ráð fyrir að Hæsti- réttur tilnefni þrjá menn til að kanna þetta mál. Sigríður Dúna benti á, þegar mál þetta var til umfjöllunar í efri- deild, þann 14. 12. s.l., að ekki verður betur séð en að þessir sömu menn eigi að ákveða að miklu leyti sjálfir hvað þeir eiga að rannsaka og Hæstiréttur, sem tilnefni þa, sjálfur að taka niðurstöður þeirra tii domsmeðferð- ar. Eitt er víst að ekkert í frumvarpi þessu tryggir að al- menningur fái að vita hvernig sameiginlegir fjármunir þjóðarinnar gátu glatast á þennan hátt, benti Sigriður Dúna á við þetta tilefni, eða/að sagan geti ekki endur- tekið sig. Þingsköp í síðasta tölublaði Veru var, í inngangi, sagt stuttlega frá nýjum reglum um þingsköp. Þessar reglur eru fjöl- breytilegri en umrædd frásögn gaf til kynna. Má til dæmis nefna að umræður um lagafrumvörp eru ótak- markaðar. Flutningsmaður þingsályktunartillögu hefur allt að fimmtán mínútum til framsögu fyrir tillögunni, en aðrir þingmenn og ráðherrar hafa allt að átta mínútum og hver ræðumaður má tala tvisvar sinnum. Fyrirspyrj- endur mega aftur á móti ekki tala nema í tvær minútur en ráðherra sá er svarar fyrirspurninni hefur fimm mínútur. Hvor um sig má ekki tala oftar en tvisvar, og aðrir mega aðeins gera stuttar athugasemdir. Bergljót

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.