Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 29
„Alls staðar lenda
konur í
togstreitunni miklu
Dagana31. 10. og 1. 11. fór Kristín Halldórsdóttir
þingkona á ráðstefnu til Kaupmannahafnar. Ráð-
stefna þessi var haldin á vegum Norðurlandadeild-
ar alþjóða þingmannasambandsins í samvinnu við
UNFPA, United Nations Fund for Population Activiti-
es, sem útleggst á íslensku Mannfjöldasjóður Sam-
einuðu Þjóðanna. Ráðstefnan var um hlutverk og
stöðu kvenna og um æskufólk og atvinnuleysi.
Vera kom að máli við Kristínu til þess að forvitnast um
ferð hennar. Kristín var spurð hvort eitthvert gagn væri
af ráðstefnu sem þessari? Svaraði hún því til að hún
hefði reyndar efasemdir um gangsemi ráðstefna yfir-
leitt og fy ndist þær hlytu oft að vera yfirborðskenndar og
notaðar sem afsökun fyrir ferðalögum. ,,Þessi ráð-
stefna er sú fyrsta sem ég hef sótt,“ sagði Kristín, ,,og
var hún mér persónulega gagnleg, fróðleg og vekjandi.
Ráðstefnan var fámenn og því auðveldara að ná sam-
bandi við þátttakendur, en tíminn hins vegar mjög
naumur. Jafnréttið var í góðu lagi, bæði hvað varðar
Þátttöku og framsöguerindi. Ráðstefnustjóri var danska
Þingkonan Helle Degn.
A ráðstefnunni fengum við m.a. skýrslu um stöðu
kvenna í stjórnmálum i heiminum. Þar kemur fram, að
Norðurlöndin standa þar nokkuð framarlega, nema
Rasreyjar, Grænland og ísland. Á finnska, danska,
norska og sænska þjóðþinginu skipa konur 25—30%
Þingsæta, en ísland með sín 13% lendir í hópi með
löndum eins og Kamerún og Trinidad.
Athyglisvert er, að konur eru fjölmennastar á þjóð-
þingum sem eru nánast valdalaus eins og í Albaníu,
Austur-Þýskalandi, Rúmeníu og Sovétríkjunum sem
eru öll með yfir 30% þátttöku kvenna.
Hins vegar er aumt að sjá, að konur skipa aðeins
rúmlega 4% þingsæta á franska þinginu, rúmlega
3.5% á breska þinginu og 4.5% á bandaríska þinginu.
Þeim veitti ekki af Kvennalista.
Á ráðstefnunni héldu konur um helming framsögu-
erindanna. ,,Togstreitan“ var það sem öll erindi þeirra
sftu sameiginlegt. Svo virðist sem konur allsstaðar i
þeinninum lendi í togstreitunni miklu milli kvenhlut-
vorksins og þarfarinnar fyrir þátttöku í lífinu utan heim-
'lisins, atvinnulífi, stjórnmálum og hvers konar áhuga-
^álum. Danska þingkonan Helle Degn sagði það skoð-
Ur> sína að framtíðarsýn konunnar væri val milli ósjálf-
staeðis í fjölskyldulifi og sjálfstæðis í eimsemd. Orð
þennar virtust koma illa við marga, sérstaklega karl-
rr|ennina.“
A ráðstefnunni var aðallega rætt um hlutverk og
stöðu kvenna í þróunarlöndunum og þarf liklega ekki að
utlista hve bágborin hún er, sagði Kristín. ,,Oft batnar
astandið ekki við þróunaraöstoö því ekki er nægilega
tekið mið af aðstæðum og venjum. Jennifer Mukolwe,
Sem starfar sem verkefnastjóri í Kenya, lýsti m.a. hve
erf'tt það væri að koma við fjölskylduáætlun. Reynt er
66
að afhenda konum pilluna ókeypis í sérstökum útdeil-
ingarstöðvum. En málið er ekki þar með leyst. Flestar
þurfa þær að koma langar vegalengdir og þegar þang-
að er komið tekur við þriggja til fjögurra tíma bið eftir
mánaðarskammti. Þessar sömu konur annast alla
vinnu heima hjá sér, sækja vatn og við, elda mat, vinna
á ökrum, gefa börnum brjóst o.s.frv. Þær hafa engin
fjárráð og þurfa að biðja eiginmenn sína um peninga
fyrir ferðinni. Óhjákvæmilega hugsa þær sig um áður
en þær leggja út í langferð sem þessa og eins líklegt að
þær séu orðnar ófrískar áður en þær koma sér af stað.“
Kristín
Halldórsdóttir
Síðari hluíi ráðstefnunnar fjallaði um æskufólk og
atvinnuleysi. Kristín sagði að hvort málefni um sig hefði
í rauninni þurft sér ráðstefnu. „Atvinnuleysi er ógn sem
við þekkjum í raun lítið til“, sagði Kristín ,,og eigum erfitt
með að gera okkur í hugarlund það böl, sem margar
þjóðir búa við í þeim efnum en þetta er auðvitað mikið
kvennamál. Atvinnuleysi bitnarsérstaklegaákonum og
ungu fólki sem er að koma út á vinnumarkaðinn. Einn
ráðstefnugesta lét i Ijósi þá skoðun aö vaxandi og viö-
varandi atvinnuleysi yrði til þess að eina hlutverk
kvenna í framtíðinni yrði að fæða börn og annast þau.“
,,Við verðum að horfast i augu við þennan heim sem
við erum að skapa,“ sagði Kristín að lokum. „Markmið
okkar er friður, þróun og jafnrétti, en hvernig getum við
talað um þróað þjóðfélag sem hefur ójöfnuð, atvinnu-
leysi og ófrið milli hópa. Atvinnuleysi er ógnun við lýð-
ræðið. Unga fólkið sættir sig ekki við þennan framtíðar-
heim, sem blasir við.“