Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 33
Borgarstjórn samþykkir að í tilefni af 200 ára
afmæli borgarinnar verði veitt sérstök fjárveit-
ing til eftirtalinna verkefna:
a) Til fullnaðarfrágangs á Viðeyjarstofu og raf-
lögn í eyjuna, einnig til almennra umbóta og
fegrunar á eynni, þannig að Viðey verði stolt
og augnayndi borgarbúa og landsmanna
allra. Áætlaður kostnaður 15 milljónir.
Greinargerð:
Tillagan gerir ráð fyrir, að Viðey verði sýndur sá sómi
sem henni ber sem fornfrægum sögustað og frábæru
útivistarsvæði nánast í hjarta borgarinnar. Vart þarf að
minna á sérstök söguleg tengsl Reykjavíkur og Viðeyj-
ar. Okkur er Ijóst að ríkissjóður á með réttu að greiða
mikinn hluta þess kostnaðar, sem hér er gert ráð fyrir,
en jafn Ijóst er, að ríkið hefur ekki rækt skyldur sínar í
þessu máli. Hér yrði um að ræða stórmannlega gjöf
borgarinnar til sjálfrar sín og þjóðarinnar allrar, sem
minnti á fornan höfðingjasið og íslenskan að leysa vini
sína út með gjöfum í veislulok.
b) Til uppbyggingar dagvistarheimila, kr. 30
. __ ..... Afmælið
c) T il byggingar Æskulýðshallar kr. 30 milljon-
ir. Mannvirkið verði staðsett sem næst hjarta
borgarinnar og verði reist að svo miklu leyti
sem frekast er unnt af unglingunum sjálfum.
d) Til byggingar hjúkrunar og dagdeildar fyrir
aldraða, kr. 30 milljónir
e) Til hátíðahalda 18. ágúst, 5 milljónir
Greinargerð:
Að baki þessum tillögum liggur sú hugmynd, að af-
mælisárið skili okkur sem varanlegustum verðmætum
og komi sem flestum aldurshópum í borginni til góða.
Jafnframt fela tillögur okkar í sér, að afmælisdagsins
verði sérstaklega minnst og til þess ætluð veruleg fjár-
hæð.
Samtals, til þess að minnast 200 ára afmælis Reykja-
víkur kr. 110.000.000.
Fulltrúi Kvennaframboðsins
í afmælisnefndinni hættir
þátttöku þar, en
HVERS VEGNA?
María Jóhanna Lárusdóttir, fulltrúi Kvenna-
framboðsins í þeirri nefnd, sem hefur með af-
mælisár Reykjavíkur að gera, sagði í janúar af sér
störfum í nefndinni líkt og þá kom fram í fréttum.
Hér á eftir fer bókun, sem María Jóhanna lagði
fram á fundinum, þegar hún tilkynnti úrsögn
sína:
Á borgarstjórnarfundi 5. desember síðastliðinn
lagði Kvennaframboðið fram bókun þess efnis að ef
fyrirhugaður kostnaður vegna 200 ára afmælis
Reykjavíkurborgar yrði samþykktur óbreyttur á fjár-
hagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1986 hættum við
þátttöku í nefnd þeirri er vinnur að undirbúningi
afmælisársins. í þeirri bókun tókum við ennfremur
fram að við teldum eðlilegt að fjármunum yrði varið
til þess að afmælisársinsyrði minnst með veglegum
hætti sem væri samboðin sögu okkar og menningu
og að afmælisárið skildi eftir sig varanleg verðmæti
sem kæmu fram í bættri þjónustu við borgarbúa. Til
að leggja áherslu á þessa skoðun okkar lögðum við
til við gerð fjárhagsáætlunar að borgin verði fjár-
munum til byggingar hjúkrunar- ogdagdeildar fyrir
aldraða, að borgin byggði Æskulýðshöll er yrði stað-
sett sem næst hjarta borgarinnar og reist af ungling-
unum sjálfum að svo miklu leyti sem því yrði við kom-
iö og að samþykkt yrði stóraukið framlag til upp-
úyggingar dagvistarheimila. Þessar tillögur hefðu
komið flestum aldurshópum í borginni til góða og
verið að afmælisárinu liðnu veglegur minnisvarði
þeirrar hátíðar sem framundan er. Jafnframt þess-
um tillögum gerðum við ráð fyrir að borgarstjórn
héldi borgarbúum veislu þann 18. ágúst og yrði til
þess varið álitlegri fjárupphæð. Við lögðum enn-
tremurtil að borgin gæfi sjálfri sérog þjóðinni allri af-
mælisgjöf með því að endurreisa Viðeyjarstofu og
fegra umhverfi eyjarinnar. Með þeim hætti gerðum
við borgarbúum og öðrum íslendingum kleift að
njóta útivistar á þessum fornfræga sögustað sem
tengist sögu borgarinnar á sérstakan hátt. Það væri
einnig að okkar mati borginni til sóma að Ijúka há-
tíðahöldunum að hætti forfeðra okkar sem leystu
vini sína út með gjöfum í veislulok.
Sú stefna sem var mörkuð við gerð fjárhagsáætl-
unar borgarstjórnar fyrir árið 1986 gengur þvert á þá
skoðun okkar að afmælisárið eigi aö skilja eftir sig
verðmæti sem nýst geti borgarbúum til frambúðar.
Við þessastefnumörkun var i engu komið til móts við
tillögur okkar og teljum við því fullreynt að hægt sé
að breyta hátiðahöldunum á þann veg að Kvenna-
framboðið geti staðið að þeim. Afmælisnefndin er í
reynd vinnuhópur skipaður fulltrúum borgarbúa til
að sjá um og bera ábyrgð á hátíðahöldunum á af-
mælisárinu. Við þær aðstæður sem að framan er
lýst teljum við okkur ekki geta borið þá ábyrgð gagn-
vart því fólki sem kaus okkur sem fulltrúa sína í borg-
arstjórn og hættum því þátttöku í nefndinni.
Reykjavík, 30. janúar 1986.