Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 18

Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 18
 Okkur, sem búum í Reykjavík, hættir til aö leggja mæli- kvarða borgarbúans á alla hluti og yfirfærum þá gjarnan á landið allt það sem borgin hefur upp á að bjóða. Þetta á t.d. við þegar talið þerst að fullorðinsfræðslu og endur- menntun — okkur finnst hún fátækleg í Reykjavík en gleymum því að víðast hvar út um landið er litla sem enga fullorðinsfræðslu að fá. Þó Selfoss sé kannski ekki dæmi- gert fyrir landsbyggðina þar sem bærinn nýtur (og geldur) að ýmsu leyti nábýlisins við Reykjavík, þá lék Veru samt for- vitni á að vita hvernig það hefði gengið fyrir tæplega fer- tuga húsmóður og 3ja barna móður að ná sér í stúdents- próf þar vorið 1983. Við rennum austur fyrir fjall og töluðum við Valgerði Fried sem var annar af þeim tveimur stúdent- um sem fyrstir útskrifuðust frá Fjölbrautaskóla Selfoss. Hinn stúdentinn var líka kona á hennar aldri. „Tímanna tákn, ekki satt?“ eins og Valgerður orðaði það. Við spyrjum Valgerði hvenær þetta hafi allt saman byrj- að? Þetta byrjaði haustið 1977 en þá voru komnar hér á Sel- fossi hinars.k. framhaldsdeild- ir, þ.e. 5. og 6. bekkur, sem voru einhvers konar vísir að fjölbrautaskóla. Elsta dóttir mín hóf þá nám í 5. bekk og ég ákvað að skella mér með henni og settist á skólabekk með krökkunum. Reyndar vorum við fjórar af eldri kynslóðinni í bekknum en ég hafði ekki hug- mynd um hinar fyrr en ég sá þær fyrsta daginn. — Hvernig var að setjast á skólabekk með 16 ára krökk- um? Það var ótrúlega gaman og miðað við þá reynslu hefði ég ekki viljað fara í öldungadeild. Auðvitað má segja að ég hafi ekki fengið eins mikiö út úr kennslunni með þessu móti því að hún var öll miðuð við þenn- an aldurshóp — en ég fékk bara svo margt annað í stað- inn. Sjálfsagt hefur verið erfið- ast fyrir kennarana að hafa okkur þessar fjórar þarna og ég held aö sumir þeirra hafi verið hálfhræddir við okkur. Við höfðum svolitið annað sjónarhorn en krakkarnir. Kennararnir voru vanir að kenna þeim og svo komu allt í einu fjórar fróðleiksþyrstar konur sem voru síspyrjandi. Einn þeirra sagði mér seinna að honum hefði fundist sem við værum alltaf að gagnrýna sig. En þannig var það alls ekki, við vorum bara forvitnar. — En hvernig stóð á því að þú fórst út i þetta? Ég var orðin svolítið óánægð meö sjálfa mig án þess að vita af hverju og svo ákvaö ég að þetta væri lausnin. Ég hafði einhvern veginn ekkert á bak við mig og langaði til að læra svo ég ákvað að kynnast þessu aðeins. Ég var bara 33 ára gömul og hafði alltaf átt þenn- an gamla draum að taka stúd- entspróf. Reyndar hugsaði ég ekki beinlínis um það að Ijúka stúdentsprófi þegar ég byrjaði, enda fannst mér það svo lang- sótt og fjögur ár langur tími. Þar að auki var Fjölbrautaskóli Selfoss ekkert í sjónmáli á þeim tíma. Mig langaði bara að prófa. — Var þetta mikil breyting á lifi þinu að setjast allt i einu í skóla? Já, þetta var mikil breyting en alveg óskaplega skemmti- legt og ég hafði virkilega þörf fyrir að læra. Reyndar var þessi fyrsti vetur minn í skólan- um afskaplega sérkennilegur, því ég varð fyrir þeirri hræði- legu reynslu stuttu eftir að skólinn byrjaði að missa drenginn minn í slysi 6 ára gamlan. Eftir þann atburð varð skólinn n.k. geymslustaður. Ég hafði ekki löngun né vilja til nokkurs hlutar en fannst best aö vera þarna úr því sem kom- ið var. Ég gat ekki verið ein heima en eitthvað varð ég að gera. Ég varð að halda mér uppi og vera til áfram. En þetta var óskaplega erfitt því ég átti svo erfitt með aö vera kjur og sitja út tímana — ég beinlínis þusti út í frímínútum. Löngu frímínúturnar urðu mér sér- staklega erfiðar því þá hafði ég verið vön að fara heim og keyra drenginn í skólann. — Hvernig gekk þér þá að einbeita þér að náminu? Ég haföi ekki nokkra einbeit- ingu og fór alltaf ólesin í skól- ann. Sem dæmi um það hvernig ég var má nefna, að á enskuprófinu íjanúaráttum við að svara fjöldanum öllum af skriflegum spurningum en hjá mér féll helmingurinn af þeim út. Ég týndi þeim hreinlega og auðvitað var einkunnin eftir því. Ég ætlaði svo að hætta í skólanum eftir áramót, var ráð- lagt það af lækni, og leitaði eins og grenjandi Ijón að vinnu en fékk sem betur fer enga. Ég hélt því áfram, fór í prófin um vorið og náði þeim öllum. — Eftir þetta hefur þú svo haldið áfram? Já og nei, það gekk nú á ýmsu. í mars ’79 eignaðist ég dóttur mína, hana Eyju Lif, og ætlaði mér alls ekki að fara í prófin það vor enda hætti ég að sækja tímana í lok janúar. Svo var ég aö hlýða Bergljótu dótt- ur minni yfir fyrir efnafræöi- prófiö og þá sagði hún við mig: „Mamma þú drífur þig bara í prófið, þú kannt þetta miklu betur en ég.“ Hún talaði mig til og ég ákvað aö fara í prófið og

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.