Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 38
Frá samtökum
kvenna á
vinnumarkaði
Samtök kvenna á vinnu-
markaöi hata staðið í rúmlega
tvö ár. Á þessum tíma hafa þau
fyrst og fremst sinnt kjaramál-
um og reynt eftir megni að
vekja athygli á kjörum kvenna
og hvernig mætti bæta þau.
Þetta hafa samtökin gert með
yfirlýsingum og fréttatilkynn-
ingum; fundahöldum, smærri
og stærri; sérstökum aðgerð-
um á 1. maí og 8. mars; úti-
fundum og dreifibréfum, svo
nokkuð sé talið.
Að undanförnu hafa samtök-
in fylgst með væntanlegum
kjarasamningum og hvatt
launafólk til að vera á verði
gagnvart laumuspilinu sem í
gangi er. Einnig hafa samtökin
nokkuð komið við sögu í sam-
bandi við flutninga fólks innan
Granda hf., sem hraksmánar-
lega hefur verið staðið að á alla
lund.
Samtökin eru þannig skipu-
lögð, að 15 manna tengihópur
(og 5 til vara) er kjörinn á aðal-
fundi ár hvert til að veita sam-
tökunum forystu. Tengihópur-
inn skiptir með sér verkum og
mynda 5 félagar úr honum
framkvæmdahóp, sem ætlað
er að vera stöðugt viðbúinn, ef
grípa þarf á einhverjum mál-
um.
í vetur munu félagar samtak-
anna, einn eða fleiri, verða til
taks í Kvennahúsinu, Hótel
Vík, efstu hæð á þriðjudögum
frá kl. 17.00—19.00. Er þá
hægt að komast í beint sam-
band við okkur. Eins er hægt
að hafa samband við félaga í
framkvæmdahópi, en hann
skipa nú: Birna Þórðardóttir, s.
71975, Sigurhanna Sigurjóns-
dóttir, s. 18915, GuðlaugTeits-
dóttir, s. 29647, Anni Haugen
s. 29371 og Elín G. Ólafsdóttir
s. 32243.
SÞ
SAMTOK KVENNA
Á VINHUMARKACHNUM
38
Greiðslur almennings
fyrír læknishjálp og lyf
(skv. reglugerö nr. 472/1985)
1. Creiöslur hjá heimilislækni og heilsugæslulækni
100 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseðils.
180 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings.
Ofangreindargreiðslureru hámarksfjárhæðir, og má læknirekki krefja
sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur
kynni að burfa að fara með burt með sér.
2. Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp,
rannsóknir og röntgengreiningu
325 kr. - Fyrir hverja komu til sérfræðings.
130 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 12 skiptin hjá sérfræðingi
á hverju almanaksári, síðan ekkert. (Sjá nánar hér að neðan).
Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu ásamt
rannsókn/röntgengreiningu í framhaldi af henni. Til nánari skýringar er
eftirfarandi tafla:
Greiðslur almennings fyrir sérfræðilæknishjálp, nokkur dæmi.
TAFLA Heimilis- læknir Sérfræö- ingur Rannsókn/ Röntengr. Sérfræö- ingur Aðgerð hjá + Svæfing/deyfing sérfræðingi hjásérfræðingi
Dæmi 1 100 325
Dæmi2 100 225
Dæmi 3 100 325 325
Dæmi4 100 325 0
Dæmi 5 100 325 0 325
Dæmi 6 100 325 0 325 0 325
Skýringar: Taflan lesist frá vinstri til hægri og sýnir samskipti við a.m.k. tvo
lækna. Dæmi 4: Sjúklingur leitar til heimilislæknis og greiðir þarlOO kr.
Heimilislæknir vísar síðan sjúklingi til sérfræðings, og þar greiðir sjúklingur
325 kr. Þessi sérfræðingur sendir sjúkling í röntgengreiningu, og þarf
sjúklingur ekki að greiða sérstaklega fyrir hana, þar sem hún er í beinu
framhaldi af komu til sérfræðings.
Ofangreindargreiðslureru hámarksfjárhæðir, og má læknirekki krefja
sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur
kynni að þurfa að fara með burt með sér.
Allir eiga að fá kvittanir fyrir greiðslum sínum hjá sérfræðingum.
Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggjafram hjá sjúkrasamlagi sínu kvittun
fyrir 12 greiðslum á sérfræðilæknishjálp á sama ári, fá skírteini, sem veitir
þeim rétt á þessari þjónustu ókeypis það sem eftir er ársins.
3. Greiðslur fyrir lyf
180 kr. - Fyrir lyf í lyfjaverðskrá I og innlent sérlyf.
310 kr. - Fyrir lyf í lyfjaverðskrá II.
70 kr.- Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf í lyfjaverðskrá I
og innlent sérlyf.
110 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf í lyfjaverðskrá II.
Eitt gjald greiðist fyrir hvern 120 daga lyfjaskammt, eða brot Ur
Cegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfjaþúö fást ákveðin lyf, við
tilteknum langvarandi sjúkdómum, ókeypis. Læknar gefa vottorö til
sjúkrasamlags í þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann aö vera
fyrir hendi.
9TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS