Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 23

Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 23
þser eru ekki komnar út í starf fyrr en þær eru komnar á fertugs eöa fimmtugsaldur. Þetta geta konur yfirleitt ekki nema aö þær njóti stuðnings fyrirvinnu og fái uppörvun og sfyrk sinna nánustu, svo aö þetta eru í raun forréttindi fárra kvenna. Þess vegna segiég — kvöldnámið burt! Það hefur aldrei veriö gerð eein könnun á því, mér vitan- 'ega, hversu margar konur hafa hætt í öldungadeildum í miðjum klíðum eða eftir stúd- entspróf. Þær sem hætta eftir stúdentspróf eru litlu bættari á vinnumarkaðinum. Það gefur ekki meiri möguleika en barna- Prófið í okkar ungdæmi. Menntun er ekki einkamál einstaklinga heldur nýtur þjóð- félagið góðs af og þess vegna ætti að mæta þörfum þeirra sem ekki hefur auðnast að afla sér starfsmenntunar á ung- iingsárum án þess að gera námið að einhverju hindrunar- hlaupi eins og nú er. Þetta er ekki bara mál hins opinbera. Fyrirtæki ættu líka að hafa endurmenntunarnám- skeið á boðstólum fyrir starfs- fólk sitt í vinnutímanum svo að það geti bætt sig. Það myndi óaeta hag fyrirtækjanna sem myndu fá betra og ánægðara starfsfólk. .,Hver og ein ætti að vera fullfær um að finna út hvað hún þarf til undirbúnings því háskólanámi sem hugurinn stendur til“ Þaö vefst ekkert fyrir Heröi ^ergmann, fyrrum kennara, nárnsstjóra og námsefnis- höfundi, hvernig halda beri á niálum. Viö lögðum þessa spurn- 'ngu fyrir hann: Er nám í öldungadeild góð 'susn fyrir konur sem vilja Ijúka starfsnámi? ..Það getur vel verið, ef r'ae9t er að Ijúka starfsnáminu, Sent stefnt er að i slíkri deild. f^nnars ekki. Flestar konur fara ' öldungadeild til aö Ijúka stúd- entsprófi. Þær beygja sig í ^uninni undir úrelt og ranglátt ^úgunarkerfi. Það er hvorki sanngjarnt né viturlegt að ^refjast þess af fullorðnu fólki aö það Ijúki einhverju skyldu- námi, sem skilgreint er af gömlum skólaspekingum, til þess að fá réttindi til að spreyta sig á háskólanámi. Hver full- orðin mannsekja er fullfær um að ákveða sjálf hvort hún vill eyða tíma sínum í slíkt — og hve lengi. Ég tel að þeir, sem eru orðnir 25 ára eða svo eigi að hafa rétt til að setjast í háskóla ef þá langar til. Það er vita tilgangs- laust að krefjast einhverra 135 punkta úr menntaskóla eða fjölbrautaskóla sem inntöku- gjalds. Því fylgir ömurleg sóun á fé, tíma og kröftum. Hver og ein ætti að vera f jllfær um að finna út hvaö hún þarf til undir- búnings því háskólanámi sem hugurinn stendur til og getur sótt þá þjálfun eða þekkingu til öldungadeildar — eins og hvert annað og byrjað svo há- skólanámið þegar hún er reiðubúin að eigin mati, hvað sem öllum punktum líður. Frjáls aðgangur að háskóla- námi ætti að verða baráttumál kvenna. Þær eiga ekki aö láta sér nægja frjálsn aðgang að niðurlægjandi punktakerfi sem gefur þeim rétt til að byrja á raunverulegu starfsnámi eftir fjögurra ára strit — ef vel tekst til. Þessi barátta mun auðvitað taka sinn tíma — eins og önnur barátta gegn grónum hefðum karlaveldisins. Þess vegna legg ég til aö fyrst verði ráðist gegn þeim fáránlegu kröfum sem gerðar eru um lágmarks- kunnáttu í stærðfræði. Það er nefnilega hægt að Ijúka flestu háskólanámi án þess að kunnaflóknari reikningsaðferð en prósentureikning. Raunar nægir sú kunnátta til að stunda margs konar rannsóknir. Því aðeins sækist manni nám sæmilega að áhugi sé á því. Skyldunám; sem hugurinn tengist ekki, getur brotið mann niður. Viö látum Sigríöi Rögn- valdsdóttur, stúdent frá öld- ungadeildinni í Hamrahlíð hafa siðasta oröiö: ,,Ef til hefði verið svipuð leið og í Svíþjóð hefði ég líklegast valið hana, en þá hefði ég misst af þeirri almennu mennt- un sem ég fékk og ekki kynnst raungreinunum sem mér þótti svo gaman að.“ Málin eru ekki svo einföld. Það geta verið óvænt og spennandi vegamót á löngum leiöum. GÓ & SE STYRKIR OG NÁMSLÁN Peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal og það á ekki síður við um menntun en annað. Menntunarleysi k.'enna staf- ar ekki hvað síst af því að með takmörkuðum tekjumöguleik- um sínum hafa þær ekki séð sér fært að fjármagna langt nám og fjárstuðningur fjölskyldna við nám dætra hefur ekki þótt eins sjálfsagður og við nám sona. Þess vegna eru konur enn háðari opinberum styrkjum og lánum en karlar. Hér á landi er litla sem enga styrki að fá til náms undir háskóla- stigi. Til eru styrkir sem veittir eru þeim sem stunda nám í fram- haldsskólum, þ.e. eftir að skyldunámi sleppir ,,til jöfnunar á fjár- hagslegum aðstöðumun nemenda í framhaldsskólum að því leyti sem búseta veldur þeim misþungum fjárhagsbyrðum." (Lög um ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði. Nr. 69/1972) Þeir námsmenn sem stunda nám í háskólum og sérskólum eiga hinsvegar aðgang að Lánsjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Allt frá stofnun Háskóla íslands 1911 hafa tíðkast opinberir styrkir og/eða námslán í einhverri mynd til stúdenta bæði heima og erlendis. Til gamans má geta þess að á fjárlögum 1920—1921 var í fyrsta sinn sett ákveðin almenn fjárveiting til íslenskra stúd- enta erlendis og er þar sérstaklega tekið fram að Anna Bjarna- dóttir Sæmundssonar skuli fá jafnan styrk sem aðrir stúdentar. Árið 1952 voru sett lög um lánasjóð stúdenta við Háskóla íslands og samtímis var veitt fé á fjárlögum til að lána námsmönnum erlendis. Stóð svo til ársins 1961 þegar samþykkt voru lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þessi lán voru á mjög góðum kjörum en námu aðeins litlum hluta af framfærslukostnaði. Lögin 1967 voru tímamótalög vegna þess að í þeim var kveðið svo á að stefnt skyldi að þvi að opinber aðstoð við námsmenn nægði hverj- um námsmanni til að standa straum af árlegum námskostnaði, þegar eðilegt tillit hefði verið tekið til aðstöðu hans til fjáröflunar. Með þessum lögum var fleiri námsmönnum en stúdentum veittur aðgangur að sjóðnum. Árið 1976 voru enn sett ný lög um sjóðinn. Með þeim urðu lánin verðtryggð og miðuð við visitölu fram- færslukostnaðar. ílögunumsem settvoru 13. maí 1982segirsvo í 3. grein: „Opinber aðstoð við námsmenn skv. lögum þessum skal nægja hverjum námsmanni til að standa straum af eðlilegum náms- og framfærslukostnaði þegar eðlilegt tillit hefur verið tekið til fjölskyldustærðar, framfærslukostnaðar þar sem nám er stund- að, tekna námsmanns og maka hans, lengdar árlegs námstíma og annarra atriða er áhrif kunna að hafa á fjárhagsstöðu náms- manns.“ — Rétt á námslánum eiga námsmenn við skóla sem gera sam- bærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar nemenda og gerðar eru til háskólanáms hérlendis. Það er reiknað með að um 90% lánanna muni skila sér í endur- greiðslum, en vegna þess að stutt er liðið síðan lánin voru verð- tryggð eru endurgreiðslur af þeim ekki farnar að skila sér nema að litlu leyti og er það ein af skýringunum fyrir hinni miklu fjárþörf sjóðsins. Um lánasjóð sjá: Lög nr. 72/1982, Sæmundur málgagn SlNE, 1,—2. tbl. 1985 og upplýsingabæklinga frá LÍN. 23

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.