Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 6

Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 6
Þaö er augljóst aö kona með um 20.000 kr. í fastakaup á mán- uði stendur ekki undir greiðslum á húsnæði sem kostar e.t.v. 14.000—18.000 kr. á mánuði á almennum markaði. Auk þessa eru dagvistargjöld og framfærslukostnaður og þó að bætt sé við tekjurnar meðlagi og mæðralaunum sem er samtals í dag. kr. 5.497,- með einu barni, ná endar engan veginn saman fyrir ein- stæða móður sem þarf að sjá fyrir sér og barni sínu. Andlegt álag konu í þessari ,,vonlausu“ stöðu er gífurlegt. Hún þarf oft að ná sér eftir sambúðarslit, aðlaga sig breyttum aðstæð- um, vera ein ábyrg fyrir sér og barninu eða börnunum og annast uppeldið bæði i föður- og móðurhlutverki. Þar á oftan bætist við mikil vinna, peningaáhyggjur og samviskubit yfir að geta ekki sinnt barninu á fullnægjandi hátt. Almennur vandi Þeim nöfnum varð fljótlega Ijóst að þær einstæðu mæður sem leituðu einslegatil þeirra í viötöl áF.K. áttuallarviðsvipuðvanda- mál að stríða. Hér gat ekki verið um að ræöa veikleika eða per- sónubundna erfiðleika einstakra kvenna til þess að koma sér áfram í lífinu, heldur er vandinn almennur. í okkar þjóðfélagi er miðað við að tveir annist umönnun og upp- eldi barnanna, ein fyrirvinna getur ekki annast framfærsluna. Þar sem hið opinbera tryggingakerfi og skattalöggjöf brúar ekki þetta bil, sjá margar einstæðar mæður ekki önnur úrræði en að leita til félagsmálastofnana. Þær sáu því litla ástæðu til að halda áfram þessu einkaviðtals formi, heldur lögðu grundvöll að því að gefa konum tækifæri til að tala saman í hóp. Markmiðið er kannski fyrst og fremst að opna umræður um stöðu og rétt einstæðra mæðra, sem flest allar eiga það sameiginlegt að búa við mikla félagslega einangrun og reyna um leið að rjúfa þá einangrun. í raun þurfa þessar konur ekki á sérfræðilegri aðstoð að halda, heldur aðstoð við að koma saman og ræða málin. Um leið og félagslega einangrunin er rofin er eins og að hæfnin til að takast á við vandamálin aukist og þar með sjálfstraustið. Um hvað var rætt í hópnum? Umræðuef nið var það sem þy ngst lá á hjarta hverju sinni og ákvað hópurinn sameiginlega hvaða atriði yrðu tekin til umræðu. Það var rætt um barnauppeldi, sam- skipti við barnsföður og foreldra, menntunar- og atvinnumál svo eitthvað sé nefnt. Einnig var farið í gegnum barnalögin. Eins og gefur að skilja var umræða um dagvistarmálin og dagmömmu- kerfið mikil sem og um barnauppeldi. Sömu sögu er að segja um húsnæðismálin. „Það jákvæðasta sem ég hef lent í“ En gefum nú orðið laust og heyrum hvað þátttakendur hafa um starfið að segja, hefur það gefið þeim eitthvað? ,,Ætli við höfum ekki allar komið með því hugarfari að við ætluðum ekkert að segja sjálfar, bara að hlusta á hinar. En áður en maður vissi af var mað- ur farin að tala og við komumst fljótlega að því að við áttum svo ótalmargt sameiginlegt. Allar undir miklu vinnuálagi, einar um ábyrgðina á barnauppeldinu, öryggisleysi hvað dagvistun og húsnæði snertir og margt fleira." ,,Þetta er eitt það jákvæðasta sem ég hef lent í núna seinni árin. Við erum allar á svipuðum aldri og það hafa myndast varanleg bönd á milli okkar. Við miðlum hver annarri, hittumst og tölum saman í síma og nú fær engin að gefast upp. Við pumpum hver aðra upp ef við heyrum einhvern uppgjafatón." „Áherslan á trúnaðinn í upphafi gerði öllum gott. Við tókum síð- an fyrirvandamál einnar í einu og það var rætt út frá mörgum hlið- um. Vandamálin minnkuðu við að tala um þau, urðu viðráðanlegri og svo líka það að vita að maður var ekkert einsdæmi." Ljósmyndir: K.BI. Sambýli — leið út úr vandanum Við komumst einnig að því að í Kópavogi hefur verið gripið til þess úrræðis, vegna þess hve ásetið er leiguhúsnæði á vegum bæjarins, aö koma á fót sambýlum tveggja eða fleiri aðila. Fjögur slík er þar að finna, þar af búa einstæðar mæður með börn sín í þremur þeirra. í hópnum var ein kona sem er í sambýli við aðra sem á börn á svipuðum aldri og við spurðum hana um kosti og galla þessa fyrirkomulags. Hún sagði að sambúðin gengi mjög vel, þó reynslan væri enn ekki mjög löng, en þetta fyrirkomulag hefði ýmsa kosti. Það mætti nefnafélagsskapinn, sem þær hefðu hvor af annarri og að þær væru ekki eins bundnar og ef þær byggju einar. Einnig minnkaði allur kostnaður svo sem leigu- kostnaður, rafmagn og hiti og visst öryggi væri í því fólgið að leigja af bæjarfélaginu. Önnur sem býr með dóttur sína hjá foreldrum sín- um bætti við: ,,En það er grátlegt að geta ekki búið ein og sér, geta ekki séð fyrir sjálfri sér og sínu barni, þrátt fyrir fulla vinnu og meira en það. Leigan er yfirleitt alltaf meira en helmingur laun- anna og gott betur hjá sumum okkar sem borga 13 þúsund krónur í leigu á mánuði af 20 þúsund króna tekjum.“ Hún benti á að þaö sem afgangs er gerir vart meira en dekka dagvistunarkostnað, sérstaklega þar sem um einkagæslu er að ræða. Sorglegt en satt. En í Kópavogi vantar dagheimilispláss fyrir 97 börn einstæðra foreldra, börn á aldrinum 0—6 ára og eru þá ótalin öll eldri börnin sem hvergi er gert ráð fyrir á vinnutíma foreldra. Þess má svo að lokum geta að hóparnir þrír sem starfandi hafa verið í Kópavogi hafa allir heimsótt Kvennahúsið á Hótel Vík og voru margar kon- urnar að koma þangað í fyrsta skipti — en vonandi ekki i það sein- asta. Við Verukonur þökkum spjallið, kaffið og piparkökurnar. kaá

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.