Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 28

Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 28
„Látið friðinn biómstra í lok nóvember var haldin norrænn þingmanna- fundur I Landstingsalen í Kristjánsborgarhöll í Kaup- mannahöfn. Þingmenn hvaðanævaaf Norðurlönd- unum komu þarna saman til að ræða þá hugmynd að Norðurlönd verði yfirlýst kjamorkuvopnalaust svæði. Guðrún Agnarsdóttir, þingkona Kvennalist- ans sat þennan fund ásamt sex öðrum íslenskum þingmönnum. Vera bað Guðrúnu að segja frá ráðstefnunni, tilgangi hennar og niðurstöðum. Markmið ráðstefnunnar var að ræða þann möguleika að Norðurlöndin verði yfirlýst kjarnorkuvopnalaust svæði eins og þau eru í reynd. Fulltrúar velflestra stjórnmálasamtaka á Norðurlönd- um, nær 80 manns, tóku til máls þá tvo daga sem ráð- stefnan var. Geysilegur fjöldi fréttamanna fylgdist með fundinum. Samþykkt var fyrir fundinn að ekki skyldu gerðar neinar ályktanir eða þess krafist að niðurstöður fengjust af fundinum. Áður en ég fór, sagði Guðrún, var ég beðin að flytja fundinum áskoranir frá biskupi íslands og sex samtök- um gegn kjarnorkuvá, sem ég gerði I upphafi ræðu minnar. Ráðstefnan var vel sótt. í grófum dráttum mátti merkja skiptingu skoöanna þannig að þeir flokkar sem kenndir eru við hægri stefnu voru tortryggnir gagnvart þeirri hugmynd að Norðurlönd yrðu yfirlýst kjarnorku- vopnalaust svæði. Miðflokkarnir og vinstriflokkarnir svokölluðu voru opnari fyrir hugmyndinni og reiðubún- ari að ræða hana sem möguleika. í heild sinni voru þeir sem studdu hugmyndina í meirihluta. Danska útvarpið tók viðtal við mig og stúlku frá danska íhaldsflokknum. Við höfðum mjög ólíka nálgun til þessarar hugmyndar. Orð stúlkunnar báru merki um kaldastríðs viðhorf, en ég sagði m.a. í viðtalinu að nauð- synlegt væri fyrir okkur að brjótast út úr þessum kalda- ég hafði aldrei hitt áður og ánægjulegt að geta komið sjónarmiðum Kvennalistans á framfæri. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að koma á nánari tengslum við konur á Norðurlöndunum, bæði I stjórnmálum og I öðrum félagasamtökum. Við erum allar að glíma við svipuð vandamál, sagði Guðrún og við getum talsvart lært hver af annarri. Að lokum langar mig að segja frá því að um svipað leyti og þessi fundur var haldinn var einnig haldinn sam- ) norræn ráðstefna um sama efni (Nordisk Fredsforum). í tengslum við þessa ráðstenu var haldinn útifundur til þess að brýna þátttakendur á þingmannafundinum til að taka á málum. Börn og unglingar höfðu búið sig út mjög skemmtilega og litskrúðugt og sendu gríðarstóran blómvönd inn á þingmannafundinn. Á hvert blóm voru bundin skilaboð eitthvað á þessa leið, ,,Látið friðinn blómstra. Við vonum að ráðstefnan verði góð, en látið ekki sitja viö orðin tóm“. stríðs hugsunarhætti því hann rekur okkur í hring eftir hring en ekkert áleiðis. Ég er miklu hræddari við kjarn- orkuvopn heldur en fólk og vil vinna að lausn mála með það viðhorf I huga. Þess vegna tel ég að ráðstefna af þessu tagi sé mikilvæg af því á hana kemur fólk með ólík sjónarmið sem skiptist á skoðunum og hlustar hvað á annað. Danskir jafnaðarmenn áttu frumkvæðið að ráðstefn- unni. í lok hennar lýstu jafnaðarmenn á Norðurlöndum því yfir á blaðamannafundi að þeir styddu hugmyndina um að komið yrði á fót samstarfsnefnd sem myndi vinna áfram að því að kanna möguleika á því að Norðurlönd yrðu yfirlýst sem kjarnorkuvopnalaust svæði. Fulltrúar 9 mismunandi stjórnmálasamtaka, sem ekki töldust til jafnðarmanna, þar á meðal Kvennalistinn, lýstu yfir stuðningi við þessa hugmynd. Mér fannst þetta góð og áhugaverð ráðstefna bæði vegna málefnisins sem fékk mjög ítarlega umfjöllun og líka vegna þess að sjónarmið margra skoðanahópa komu þarna fram. Það var mjög fróðlegt að sjá og kynn- ast ýmsum stjórnmálamönnum á Norðurlöndum sem Guðrún Agnarsdóttir J 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.