Vera - 01.02.1986, Side 26

Vera - 01.02.1986, Side 26
I FJÁRMÁL OG FJÁRSVIK settu svip á þingið Hundraðasta og áttunda Alþingi Islendinga var frestað þann 21. desember s.l. eftir nokkra maraþonfundi þar sem afgreidd voru m.a. fjár- lög ríkisins. Óhætt er að segja að fjármál og fjár- svik af ýmsu tagi hafi sett svip sinn á þetta þing. Fyrir utan fjármálaóreiður ríkisstjórnarinnar má nefna okurlánastarfsemi, gjaldþrotamál stór- fyrirtækja, óeðlilegar lánafyrirgreiðslur banka svo ekki sé gleymt aukafjárveitingum örláts fjár- málaráðherra. Þingkonur Kvennalistans náðu þó að koma ýmsum öðrum málum á framfæri þó ekki hafi þau fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Má þar nefna þingsályktunartil- lögu um ,,Mat heimilisstarfa til starfsreynslu" sem var send til allsnerjarnefndar í lok október. Tillaga þessi var áður flutt á 107 löggjafarþingi. Felur hún í sér að þeir sem hafa haft ólaunuð heimilisstörf að aðalstarfi njóti sama réttar til starfsaldurshækkana og þeir sem fengið hafa starfsreynslu sína við launuð störf hjá hinu oþin- bera. í meðfylgjandi greinargerð er bent á að ,,í heim- ilisstörfum felst margvísleg reynsla sem ekki nýtist síð- ur við launuð störf en almenn reynsla fengin á vinnu- markaðinum. Má þar nefna þætti eins og frumkvæði, sjálfstæði, ábyrgð og meðferð fjármuna en það eru þættir í launuðum störfum sem einna hæst eru metnir til launa á vinnumarkaðinum“. Aðrar tillögur kvenna- listakvenna, sem þó náðist ekki að mæla fyrir áður en jólaleyfi hófst voru; tillaga um bann við framleiðslu her- gagna og tillaga um frystingu kjarnorkuvopna. Þá má nefna fæðingarorlofsfrumvarpið og fylgifrumvarp um fjármögnun þess, sem enn á að reyna að koma í gegn- um þingið. Kvennalista þingkonurnar báru fram ýmsar fyrirspurnir. Má þar m.a. nefna fyrirspurnir um ,,lög- verndun á starfsheiti kennara", „kennsluréttindi kenn- ara í framhaldsskólum", „leit að brjóstakrabbameini", „athvarf fyrir ungafíkniefnaneytendur", „fræðsla varð- andi kynlíf og bameignir", „afnám allrar mismununar gagnvart konum", „útibú frá aðalskóla", og „húsnæð- islán vegna einingahúsa“, svo nokkuð sé nefnt. Blómlegar aöstæöur fyrir okurlánastarfsemi Ríkisstjómin hefur með stefnu sinni skapað blómleg- ar aðstæður fyrir okurlánastarfssemi sagði Guðrún Agnarsdóttir í utandagskrárumræðu, þann 21. nóvember, um okurmálið svokallaða. Sagði hún enn- fremur að ríkisstjórnin ætti að sjálfsögðu ekki sök á öllu illu sem hendir þjóðina. Vitað væri að okurlánastarfs- semi hafi ekki orðið til í tíð þessarar ríkisstjórnar. Samt sem áður þá þurfa að vera til staðar í þjóðfélaginu ákveönar lágmarksaðstæður til að starfsemi af þessu tagi geti blómstrað á þann hátt sem hún gerir í íslensku þjóðfélagi í dag, og þessar aðstæður hafa orðið til í tíð þessarar ríkisstjórnar. Stórkostlegar eignatilfærslur vegna verötrygginga og hárra vaxta verða til þess að skuldugt fólk stendur uppi eignarlaust og fyrirtæki, sem standa undir afkomu okkar gjaldþrota, sagði Guðrún. Þegar vaxtastefna ríkisstjórnarinnar hefur þrengt svo að fólki að þaö á engrar úrlausnar von, leitar það til ok- urlánara. Fjárlagasagan Ríkisstjómin hælir sér af því aö hafa náð niður verö- bólgunni, en reyndin er sú að það eru fórnir launafólks sem hafa náð verðbólgunni niöur. Víst er að lækkun verðbólgunnar hefur ekki haft áhrif á lífsstíl ráðherr- anna. En þrátt fyrir miklar fórnir fólksins í þjóðfélaginu virðist ástandið ekki horfa til betri vegar og er verðbólg- an komin á flug aftur (um 40% í dag). Þjóðin er orðin ýmsu vön þegar fjárlög þessarar ríkisstjórnar eru ann- ars vegar. Er skemmst að minnast þegar Albert Guð- mundsson viðurkenndi fyrir alþjóð, eftir 9 mánuði í embætti aö fyrstu fjárlög hans væru óraunhæf. Ef marka má yfirlýsingar frá stjórnarliðum þá virðist hon- um ekki hafa tekist betur upp núna né heldur nýja frjár- málaráðherranum, Þorsteini Pálssyni. Lýst var yfir að frumvarpið þyrfti að endurskoða frá grunni, og sett var á fót 'nefnd sem hafði það verkefni að endurskoða og skera niður fjárlagaliði. Nýjar tölur komu síðan sama dag og fyrsta umræðan um fjárlagafrumvarpið átti sér stað, og enginn hafði tíma til að kanna það að ráði fyrir umræðuna. Kristín Halldórsdóttir mótmælti þessum vinnubrögðum f.h. Kvennalistans og sagöi í ræðu sinni að þau opinberuðu ekki „aðeins ráðleysi og sundur- lyndi stjórnarflokkana heldur einnig yfirgangssemi þeirra og tillitsleysi við stjórnarandstöðuna og síðast en ekki síst virðingarleysi við útvarpshlustendur", sem var boðið að hlusta á „orðaflaum þingmanna um óunnið mál“, eins og hún komst að orði. Nú er orðiö Ijóst að halli ríkissjóðs árið 1985 verður a.m.k. 2000—2500 milljónir króna, sem er 1800 millj. kr. meiri halli en áætlað var. Með tilliti til þessa varaði minnihluti fjárveitinganefndar við því að fjárlög yrðu samþykkt og hvatti til þess að fjárlagagerðin yrði endur- skoðuð og lýsti sig jafnframt reiðubúinn til samvinnu. Kvennalistinn hefur margoft bent á að forgangsröðun og áherslur ríkisstjórnarinnar eru kolrangar, og hvergi sést það betur en í fjárlögum. Kristín Halldórsdóttir sagði, við aðra umræðu fjárlaga, að Kvennalistinn hefði ítrekað bent á nauðsyn þess að endurskoða þær að- ferðir sem beitt er við fjárlagagerðina. Sagði hún, að fjárveitingar væru byggðar á gömlum grunni sem sjald- an er endurskoðaður en aðhaldið fyrst og fremst bundið » J

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.