Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 19

Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 19
Valgeröur Frieqog dottirin !Eyja Líf. Ljásmynd: isg. V ' # « •. : 9ekk svona fjandi vel. Það var m'kil uppörvun fyrir mig og ég ákvaö bara að skella mér í öll Prófin. Veturinn eftir ætlaði ég Svo að fara í Hamrahlíðina því að þá var ekki meira að hafa hér á Selfossi. Ég byrjaði þar Urn haustið en haetti fljótlega Því að ég var ennþá með stelp- una á brjósti og fannst að ann- að hvort yrði ég að vera móðir nennar eða stunda skólann. e9 var of tilfinningalega klofin ' að geta verið í bænum. Hún yja Líf er og hefur alltaf verið rnsr óskaplega mikils virði. Eg veit satt að segja ekki hvort ég er háðari henni eða húp mér. Hún gaf mér og okkur öllum lif- ið aftur. Ég haföi veriö frosin en þiðnaði þegar ég átti hana. Ég vildi gefa mig heilshugar að henni og það gat ég ekki sam- hliða því að., stunda nám í Reykjavjk. — Þú hefur þá tekið þér fri frá námi i einhvern tima? Nei, nei. Það er kannski svo- lítið hallærislegt að segja frá þvi en ég fór aftur í 5. bekk. Ég var meö bóknámsbraut 5. og 6. bekkjar og nú tók ég verslunar- brautina. Ég gerði þetta mest utanskóla og bara til að nota timann. Eg nýt þess reyndar núna því ég er nýbúin að fá vinnu út á þetta verslunarnám mitt. Þegar þetta var, var ég farin að eygja von um framhald hér. Þegar Fjölbrautaskólinn hóf svo starfsemi sína þá för ég í hann, en þá var ég eiginlega komin of langt fyrir skólann. Ég var komin með það margar ein- ingar að ég hefði getað tekið hann á einu ári ef ég hefði ekki þurft að bíða eftir kennslu í þeim fögum sem ég vildi og ætlaði að læra. Ég varð svo stúdent vorið ’83. — Eftir stúdentsprófið fórstu í Þú stefnir náttúrlega að þvi að Ijúka Ég stefhi ékki að neinu. Ég tek bara eitt ár fyrir í einu og í vetur tók ég mér frí frá námi. Mér fannst nauðsynlegt að taka mér frí af þvi að Eyja Líf er að byrja í skóla og ég vil vera heima til að geta komið henni í skólann á morgnana. Vinnu- tími mannsins mins er mjög óreglulegur og hann er stund- um farinn að heiman klukkan sex á morgnana. Ég hefði svo þurft að fara klukkan sjö og mér fannst það bara ekki ganga. Þar að auki fékk ég svo vinnu hér sem hentar mér mjög vel. En þó ég stefni ekki að neinu þá blundar í mér löng- unin til að klára þetta og sjálf- sagt geri ég það þegar stelpan er orðin sjálfstæðari. En mér fannst mjög gaman í Háskól- anum því að þar kynntist ég svo mörgum konum sem eru mjög ákveðnar — miklu ákveðnari en ég. Þettagaf mér mikið félagslega. — En segðu mér, hvað finnst svo fjölskyldu þinni og fólki i kringum þig um þessa skóla- göngu þína? Ég veit ekki hvað fólki finnst, ég hef ekkert spekúlerað í því. Ég finn fyrir vissri einangrun því að ég er að gera allt annað en aðrir í kringum mig. En veistu það þegar fólk segir við mig ,,Æ, hvernig nennirðu að stánda í þessu,“ þá er bara enginn grundvöllur til að ræða það. Hvað fjölskyldu mína varðar þá varö maðurinn minn mjög hlessa þegar ég byrjaði á þessu en eftir að ég byrjaði vill hann að ég haldi áfram. Berg- Ijótu dóttur minni fannst það aft- ur á móti soldið ,,töff“ að sitja í bekk meö mömmu sinni. Hinir krakkarnir taka þessu sem eði- legum hlut enda þekkja þau varla annaö. Þegar Eyja er i mömmuleik þá er mamman hennar að fara i skólann þegar aðrar mömmur eru að fara i búðir. — isg. 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.