Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 36
Hugo og Jósefína og bækurn-
ar um Elvis Karlsson.
Sesselja Agnes fjallar um
Nóru, munaöarlausa stúlku
sem elst upp hjá frænku sinni,
manni hennar og syninum
Degi sem er á svipuðum aldri
og Nóra og jafnframt besti vin-
ur hennar. Ýmsir undarlegir at-
buröir fara að gerast, fótak
heyrist, hlutir færast úr staö,
dularfullar símhringingar o.fl.
Nóra er vantrúuö og leitar
,,eðlilegra“ skýringa. Dagurer
trúaöri á aö um yfirnáttúrleg
fyrirbæri geti verið aö ræða og
styður Nóru dyggilega þegar
hún getur ekki lengur horft
fram hjá þvi að hún sér og
heyrir ýmislegt sem öörum er
hulið.
Vegna skilningsleysis full-
oröna fólksins, eöa vanmáttar
þess, hefur Nóru ekki tekist aö
halda viö minningunni um for-
eldra sína — uppruna sinn. En
atburðirnir tengja hana smátt
og smátt uppruna hennar og
dýpka skilning hennar á sjálfri
sér.
Næmur skilningur höfundar
á tilfinningalifi barna og ung-
linga gerir persónurnar lifandi,
trúveröugar, og lesandinn
hrífst meö. Söguþráöurinn er
óvenjulegurog spennandi, trú-
legur eöa ótrúlegur, þaö skiptir
ekki máli, enda í rauninni ekki
veriö aö reyna aö sannfæra
lesendur um neitt. Bækur
Mariu Gripe eiga þaö sam-
merkt meö öörum góðum
barna- og unglingabókum að
vera ekki síður skemmtilegar
aflestrar fyrir fullorðna. Þær
eiga líka erindi til þeirra ekki
síður en til barna.
Samskipti kynslóðanna eru
séð meö augum barnsins eöa
unglingsins og þar tekst Mariu
Gripe sérlega vel upp. Oft fær
fullorðna fólkiö óblíða útreið
þar sem deilt er á skilnings-
leysi þess og þekkingarskort á
sálarlifi barna.
María Gripe fléttar á snilldar-
legan hátt saman raunveru-
leika og ævintýraheim og er
þetta sérlega áberandi í Sess-
elju Agnesi. Þaö þýöir þó ekki
aö vandamál séu leyst meö
einhverjum ævintýrabrögöum,
heldur er tekiö á þeim á skyn-
samlegan og raunsæjan hátt,
þar sem umburðarlyndi og
skilningur á því aö viö erum
ólík og höfum ólíkar þarfir, er í
hávegum haföur. Já og ýmsu í
umhverfi okkar getum við ekki
breytt og eigum ekki aö breyta,
heldur aö læra að skilja og
gera þaö besta úr aðstæðun-
um.
K.BI.
KVENNAFRÍDAGURINN
24. október 1985
Miðlun
Miölun er fyrirtæki sem tekur
aö sér aö safna úrklippum um
málaflokka, Ijósrita og útbúa
sem bók í örlítið stærra broti en
t.d. Vera. Þjónusta sem þessi
gagnast mörgum, tam. hefur
Kvennahúsið veriö áskrifandi
aö þessari þjónustu og fengið
klippur um jafnréttismál o.fl.
Brugðiö hefur við að við hérna
á Vlkinni höfum ekki verið sam-
mála túlkun „miölunar" á því
hvaö flokka beri undir jafn-
réttismál eöa ekki og fundist
t.d. vanta efni, sem viö sjálfar
sáum í prentuðum fjölmiðli. Ég
þori ekkert aö fullyröa um hvort
aðfinnslur af þessu tagi gilda
almennt um þjónustu „miðlun-
ar“. Þess ber aö geta aö þetta
þjónustufyrirtæki er fyrsta og
eina fyrirtækið sinnar tegundar
hér á landi, ekki gamalt og
þess vegna e.t.v. reynslulítið.
Hvaö sem öllu líöur, þá er þetta
gagnleg þjónusta. Nú, ,,miðl-
un“ tók sig til og safnaði úr-
klippum úr blöðum um 24.
október 1985, reykviskum sem
utan af landi og erlendum aö
auki. Flestar eru klippurnar
dagsettar þ. 24 en margar
skömmu áöur, þær erlendu
flestar 25. október eöa þar um
bil. Þetta safn er ómissandi
söfnum og einstaklingum, sem
heimild. Margar greinar eru
þarna; hvatningagreinar, upp-
ryfjanir, vangaveltur um árang-
ur af kvennaáratug o.þ.h. Tölu-
veröa skoðun þyrfti til aö full-
vissa sig um aö ALLT sé haft
meö og hef ég ekki tekið mér
slíka athugun fyrir hendur. En
ég óskaöi þess aö til væri sam-
bærilegt safn um 24. október
1975.
Erlendu fréttirnar snúast
mest um forsetann okkar, sem
tókst að setja fínan punkt yfir i-
iö þennan dag. Fróölegt er aö
bera saman fréttir og frétta-
skýringar karla annars vegar
og kvenna hins vegar í erlendu
blöðunum. Eitt eiga þó útlend-
ingarnir flestir sameiginlegt,
þau kalla daginn kvennaverk-
fall, ekki kvennafrí. Gott hjá
þeim!
Ein og mjög alvarleg gagn-
rýni: f þessu riti er tínt til sem
mest af efni varðandi dag
kvenna en þaö sem þær lögöu
sjálfar af mörkum er ekki meö!
Þar á ég viö dagblaö kvenna-
smiðjunnar í Seðlabankanum,
Kvennasmiðjuna. Þaö þykja
mér aldeilis ótrúleg afglöp en
dæmigerð. Þaö munaöi
minnstu aö ég hætti viö þá
hugmynd aö kaupa þrjú eintök
til aö gefa dætrum mínum á
fermingadaginn þeirra bara út
af þessu. Til allrar lukku er enn
hægt aö kaupa öll eintök
Kvennasmiöjunnar, sem festa
má viö rit ,,miðlunar“ til aö
redda málinu.
Ms
P.s. Af gefnu tilefni er rétt aö
þaö komi fram aö Blaða-
mannafélag íslands hefur
samiö sérstaklega viö ,,miðl-
un“ um greiöslur til blaða-
manna fyrir þeirra vinnu.
Greiöslurnar renna í sérstakan
menningarsjóð B.í.
9
Ananaustum
Siml 28855
Við bjóðum öllu útivistarfólki:
Stil-Longs ullarnærföt.
Vinnufatnað — samfestinga,
einnig loðfóðraða.
Hlífðar og kuldafatnað.
Skó og hlýja sokka.
Áttavita, penna-neyðarmerkja-
byssur, álpoka og fjölmargt
fleira.
ERT
yöRu
UTI-
VERA