Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 22
Þaö eru eflaust allir sammála um það, aö aðall góös skólakerfis
sé að leiöum sé haldið opnum, þannig aö nemendur rati ekki í
blindgötur ef þeir vilja skipta um námsbraut eða ef þeir hættá um
lengri eöa skemmri tíma. Þær breytingar sem hafa veriö gerðar
á íslenskaskólakerfinu síöast liðinn hálfan annan áratug hafa ein-
mitt miðast aö því að gera þaö opnara og sveigjanlegra, þannig
að hægt sé aö mæta þörfum einstaklinga í ríkara mæli.
Frá sjónarhóli kvenna, sem á þessum sama tíma hafa flykst út
á vinnumarkaðinn, ýmist af fúsum vilja eöa knúðar til' þess - >
samfélagsþróuninni, margar vanbúnar til þess vegna skorts á
starfsmenntun, eru mikilvægustu breytingarnar þeir möguleikar,
sem hafaopnast meötilkomu Prófadeilda Námsflokkannaog öld-
ungadeilda mennta- og fjölbrautaskólanna. Þar meö hefur þeim
gefist kostur á námi, sem veitir þeim inngöngu i ýmsa sérskóla,
sem voru þeim lokaöir.
í því sambandi er eölilegt aö spyrja, hvort réttmætt sé aö gera
þær kröfur til fullorðins fólks, sem hefur hug á einhverri ákveöinni Lhé
starfsmenntun, að það eyði mörgum dýrmætum árum í almennt
undirbúningsnám og hlýti sömu skilyröum og fari í gegnum ná- "
kvæmlega sama nám og óreyndir unglingar innan viö tvítugt.
í Svíþjóö eru í gildi lög, sem ganga undir nafninu ,,25—4 regl-
an.“ Samkvæmt henni geta þeir sem eru orðnir 25 ára og hafa
að baki minnst 4 ára starfsreynslu, þar með húsmóöurstörf og
umönnun barna, sest í háskóla án stúdentsprófs. Ef þeir standast
mat um lágmarks undirbúning fá þeir aö hefja nám í þeirri grein
sem hugurinn stendur til og er háskólunum skylt aö taka inn
ákveðinn kvóta eftir „25—4 reglunni." Kvótlnn hefur verið allhár
en hefur nú veriö lækkaður nokkuö. Svipuö lög gilda í Danmörku.
Þar sem konur eru mest þurfandi fyrir aö verða sér úti um síð-
búna starfsmenntun, hlýtur kvennahreyfingin aö taka þetta mál
til gaumgæfilegrar ihugunar og marka stefnu í því. Er ástandið
gott eins og þaö er? Eigum við aö berjast fyrir einhverri 25—4
reglu, eöa getum viö fundið einhverjar aörar og farsælli leiöir?
Viö leituðum álits nokkurra skólamanna.
„Þaö þýöir ekkert að
opna dyr fyrir fólki án
þess aö sjá til þess aö
þaö komist yfir þrösk-
uldinn“
Vera lagöi þessa spurn-
ingu fyrir Guðrúnu Halldórs-
dóttur, skólastjóra:
Eins og málum er nú háttaö
þarf fullorðið fólk sem hyggur á
háskólanám eöa annað sér-
nám, hefur litla skólagöngu að
baki, en langa starfsreynslu,
fyrst aö Ijúka grunnskólanámi
síöan framhaldsskólanámi,
áöur en sérnámiö getur hafist.
Getur þú hugsað þér aöra leiö?
„Þetta er að vísu ekki alveg
rétt. Eftir aö fólk hefur náö 18
ára aldri getur fólk farið I fram-
haldsskóla án þess aö hafa
grunnskólapróf. En kunnátta
fólks eykst ekki sjálfkrafa viö
þaö aö ná ákveðnum aldri. Hér
á landi þarf t.d. góöa tungu-
málakunnáttu til aö fara í gegn-
um framhaldsskóla. Þaö er
vandratað meðalhófið. Ég er á
móti því að opna t.d. háskól-
ann án þess aö einhverrar lág-
markskunnáttu sé krafist. Þaö
er ekkert annaö en plat. Alveg
eins og þaö er ekkert annaö en
plat aö opna framhaldsskól-
ann viö 18 ára aldur. Þaö þýðir
ekkert aö opna dyr fyrir fólki án
þess að sjá til þess aö það
komist yfirþröskuldinn. Enþaö
þarf e.t.v. aö opna fólki styttri
leið til aö Ijúka sínu fagi. Þaö
ætti e.t.v. aö koma á fót n.k.
undirbúningsnámskeiðum fyr-
ir háskólanám. Kannski er þó
besta leiðin aö fullorðnir þurfi
að Ijúka stúdentsprófi í
ákveðnum greinum, en ekki
öörum fyrir viðkomandi há-
skólanám."
Guörún Jónsdóttir, félags-
ráðgjafi, svarar spurningunni
á þessa leið:
— Mér finnst að viö getum
ekki sætt okkur viö þaö sem
kvennapólitíska stefnu, aö
þörfum þeirra sem vilja afla sér
starfsmenntunar á fulloröins-
árum, það eru jú fyrst og fremst
konur, veröi mætt meö kvöld-
skólum og kröfum um full form-
leg réttindi til aö fá inngöngu í
háskóla og sérskóla. Hjá flest-
um bætist námiö ofan á fullan
vinnudag, annaö hvort á
heimilum eöa úti á vinnumark-
aði nema hvort tveggja sé. Það
verður tvöfalt eöa þrefalt
vinnuálag. Þetta eru óaðgengi-
legir og ósanngjarnir kostir
fyrir fólk sem hefur aflaö sér
þroska og lífsreynslu. Þaö á aö
geta farið beint í þaö sérnám
sem þaö kýs sér og ef undir-
búningur á vissum sviðum
reynist ónógur eiga skólarnir
aö bjóöa undirbúningsnám.
Ég hef kennt fólki á öllum
aldri og ég veit aö fullþroskað
og lífsreynt fólk nálgast nám og
skólastarf á allt annan og ár-
angursríkari hátt en unglingar
sem eru að koma beint úr
skólakerfinu. Ég held því aö
þaö þyrfti ekki aö veröa svo
tímafrekt eöa kostnaðarsamt
að veita fólki þá undirstöðu-
þekkingu sem þykir nauðsyn-
leg, t.d. nægilega lestrarkunn-
áttu í erlendu tungumáli. Aö
gera kröfur um aö konur sem
eru komnar á þrítugsaldur afli
sér formlegrar undirbúnings-
menntunar er geysileg sóun á
tíma og fjármunum. Eins og
„Þetta eru óaðgengilegir
og ósanngjarnir kostir
fyrir fólk sem hefur
aflað sér þroska og lífs-
reynslu“
dagvistarmálum er háttaö hjá
okkur núna komast konur yfir-
leitt ekki I nám fyrr en þær eru
búnar aö koma börnum sínum
nokkurn veginn á legg og þaö
þýöir aö þær eru vel fullorðnar
þegar þær hefja 4—6 ára nám
í öldungadeild. Síðan tekur viö
annaö eins í sérnámi svo aö
22