Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 4

Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 4
lega fyrst og fremst á þeim tekjulægstu. Viö vitum líka, aö margar konur reyna aö samræma störf sín uppeldi barna sinna og eðlilegri samveru viö þau. Þær reyna því aö láta 50% eöa 75% starf nægja, a.m.k. meðan börnin eru sem yngst. Lágmarks' endurgreiðsla námslána af þeirri stærðar- gráðu sem nú er talað um mundi reynast þeim þung í skauti. Það verða einnig konurnar, sem fara verst út úr þvi, ef hætt verður að taka tillit til tekna við úthlutun námslána. Þær eiga erfiðara með að fá vel launuð störf og geta því síður bætt sér upp óhagstæðari náms- lán. Auk þess er erfitt að sjá, hvern sparn- að hægt er að fá með því að hætta að taka tillit til tekna. Um leið og reynt er að finna leiðir til að draga úr kostnaði ríkisins vegna náms- lána, er í fúlustu alvöru talað um að koma á einhvers konar styrkjakerfi, þar sem styrktir verði „efnilegir námsmenn í þjóð- hagslega hagkvæmu námi“. Slíkur ,,stórabróður“ hugsunarháttur er sannar- lega varhugaverður, enda á fárra færi að meta, hvað kunni að reynast þjóðhags- lega hagkvæmt til lengri tíma litið. Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur óneitanlega vaxið okkur nokkuð yfir höfuð og langt í land með að standa undir sér 90% eins og stefnt er að. En sá tími kemur ef skammsýnir fá ekki frið til að brjóta niður það sem enn er á byggingarstigi. Yfirlýst markmið sjóðsins um jafnrétti til náms má aldrei glatast. Og til að við skul- um minnast þess, að námslánakerfið hef- ur geysilega þýðingu fyrir konur og baráttu þeirra fyrir jöfnum rétti allra til náms og starfa. Árás á námslánakerfið jafngildir í raun árás á jafnréttisbaráttuna. Okkur ber að standa vörð um þetta kerfi, sem er helsta skjól jafnréttisins hér á landi. Kvennalistinn vill verja það skjól. Kristín Halldórsdóttir Um nátttröll . . Kæra Vera Þó þess þurfi væntanlega ekki þá langar mig samt til að vekja athygli þína á hinni kvenfjandsamlegu auglýsingu frá Fiat- umboðinu sem birtist í Morgunblaðinu og DV nýlega. Ekki ber á öðru en að auglýs- ingadraugar fortíðarinnar, þessir sem við héldum að kvennabaráttan heföi kveðið niður, hafi vaknaðtil lífsinsánýnúátímum fegurðarsamkeppna og kvenlegs yndis- \ þokka. Þetta gerist þrátt fyrir ný jafnréttis- lög þar sem sá sem birtir slíkar auglýsing- ar er ekki síður ábyrgur en auglýsandinn = sjálfur. Hver er nú siðferðisleg og lagaleg ábyrgð Fíat, Morgunblaðsins og DV? Við konur verðum að skera upp herör gegn þeim nátttröllum sem þarna eru ábyrg, því það gerir það enginn annar. Ég hef t.d. = ekki orðið vör við að þessi auglýsing — sem án efa brýtur gegn lögum — hafi vakið upp nokkra umfjöllun í öðrum fjölmiðlum. . . . og sjálfumglöð dagblöð Litlu verður vöggur feginn! Þessari ,,ágætu“ frammistöðu Þjóðviljans og DV má líkja við frammistöðu nemanda á prófi þar sem falleinkun er 5,0 en nemandan- um, sem fékk 0.4, finnst hann hafa staðið sig ágætlega þar sem annar nemandi fékk 0.2! Blöðin ætti ekki að stæra sig af þess- um dapurlegu niðurstöðum heldur harma það að þau féllu á prófinu. En þarna höfum Meirafjallaðumkonur ííþróttumiOV í kinum blödunum Jafnrétti Þjóðviljinn kom vel út um/TimanumogÞ^ Ári6 1985 er hlutl Konnun tafnrón. Víwift til kvenna i f' » SBmkvæmt könnun rffte, acm framkvæm. ember 1982. og«ambæ un 1965 er meira fjall í íþróttum i DV en h s til kvcnna í ninn 1 2.4% t«- i 3,5% tilvika. Teinar og mynd- xi<ti fyrir konur. nilcga 1962 meft frctta og mynda ium kvcnna og við því miður enn eitt dæmið um það að íslensk dagblöð snúa alltaf blinda auganu að því sem þeim þóknast ekki að sjá. isg. TÍMARITIÐ HÚSFREYJAN TÍMARITIÐ HÚSFREYJAN TÍMARITIÐ HÚSFREYJAN TÍMARITIÐ HÚSFREYJAN TÍMARITIÐ HÚSFREYJAN TÍMARI cr < 5 < >■ LU cc LL (/> o X Q H cc < 2 3 >- LU CC LL </> o X tr < < “5 >- LU X LL (/> o Tímaritið Húsfreyjan Tímaritiö Húsfreyjan höföar til kvenna á öllum aldri. í því er aö finna fræöandi greinar, viötalsþætti, handavinnu og matreiðsluþætti, og greinar um neytandamál. Ennfremur fréttir frá félagsstarfi kvenna hér á landi og erlendis. Því ekki aö gerast áskrifandi, nýir áskrifendur frá tvö blöö frá fyrra ári í kaupbæti. Áskriftarsími 17-0-44 svarar allan sólarhringinn. Húsfreyjan er málgagn Kvenfélagasambands íslands. Tímaritið Húsfreyjan Hallveigarstöðum - Sími 17044 - Pósthólf 133 - Reykjavík > X H s x C« (I) T1 X m < £ z > X œ < o x c=- (/> ■n x m TÍMARITIÐ HÚSFREYJAN TÍMARITIÐ HÚSFREYJAN TÍMARITIÐ HÚSFREYJAN TÍMARITIÐ HÚSFREYJAN TÍMARITIÐ HÚSFREYJAN TÍMARI 4 J

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.