Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 3

Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 3
VERA „bréf” Hótel Vík Reykjavík Fastir liðir.. . Reykjavík í janúar ’86 Eitt af því ánægjulegasta sem ég baröi augum á sjónvarpsskerminum árið 1985, voru framhaldsliöirnir „Fastir liðir eins og venjulega”. Reyndar telst ég tæplega kvenna færust um aö meta þaö efni sem sú ágæta stofnun matreiöir ofan í lands- 'ýö, því flest fer fram hjá mér. En þegar ég fr®tti aö Helga og Edda, mæður hans ELLA þess sómadrengs, séu komnar á kfeik, læt ég þaö ekki fram hjá mér fara. Og ekki varö ég fyrir vonbrigðum þegar fyrsti þátturinn birtist. Hugmyndin varstór- góö! Þessar yndislegu persónur, sterkar °9 skýrt mótaöar, strax í upphafi, kannaö- !sf einhver viö þær? Eða þjóðfélagsmynd- lr>a sem dregin var upp? Þættirnir sem k°mu í kjölfarið voru auövitaö misjafnir en aö langmestu leyti mjög vel lukkaðir. ^annski íviö yfirdrifin, einstaka atriöi, en fækar trúi ég að þar hafi verið viö leikstjórn aö sakast en handrit. Þaö er ekki hlaupið aö því að gera landanum til hæfis í gerð skemmtiefnis. Kannski höfum viö íslend- 'egarsérlegagagnrýninn ,,húmor“? Eink- ura þó á innlent efni? Því held ég aö það veröi aö teljast bestu fáanleg meömæli meö einum grínþætti, þegar áhorfendur fer)gu tækifæri til aö tjá sig um „Fasta liöi- • ■“ í morgunútvarpi, að luku upp nán- ast einum rómi um að hann væri skemmti- iegur. . . .! Ég þakkaykkurfyrirstelpurog vonast til aö fá meira aö heyra og sjá! Kristín Bl. Athugasemd við athugasemd Vera birti í ágústhefti sínu ritdóm minn um bók Önnu Sigurðardóttur, Vinna kvenna í 1100 ár. Þaö er því orðið nokkuð Um Hðið síöan sú grein var lesin, þegar ^nna ritar athugasemdir viö greinina og er því rétt aö fara ofurlítið í saumaria á því hvað ritaö var og hverju ekki finnst stafur i fyrir. ,r c- t'tt orð úr ritdómi mínum er tekiö upp feitletrað í athugasemdunum. Þaö er oröið ”ótrúlegt“ og er í athugasemdum sett í » annaö samhengi, en þaö stendur upphaf- le9a í, en það er í réttu samhengi eftirfar- andi: ..Meö þessari bók kemur fyrir almenn- ingssjónir ótrúlegt eljuverk Önnu Sig- uröardóttur, viö aö safna aö sér fróðleik um kjör íslenskra kvenna á fyrri tímum, en efni ritsins spannar ellefu hundruö ára iðju kvenna hér á landi og allt fram á níunda áratug tuttugustu aldarinn- ar.“ (Vera 5/1985 bls. 34) Um hugsanlegan misskilning minn um sagnfræöileg efni sem ég mun vafalítið geta gert mig seka um, verö ég aö fást á öörum vettvangi en þessum. Verður því ekki fjölyrt um þaö atriði athugasemd- anna, en lesendum vísað til ritdómsins, hvort þeir finni þar einhverja umsögn um efni tilvitnunar i bók Jóns Aðils. Þaö er mér ekki sjáanlegt viö endurlestur greinarinn- ar. Skilnings, eða misskilnings getur því vart gætt í því efni. Hitt sætir nokkurri furöu, aö höfundur bókarkaflans „Kjör verkafólks á 19. öld,“ lét ógert að notfæra sér rit Guðmundar Jónssonar: Vinnuhjú á 19. öld, ekki af vangá, heldur af ásetningi og segir í athugasemdum sínum: „Hvaö því viðvíkur aö ég hefði átt aö styðjast viö bók Guömundar Jónsson- ar — Vinnuhjú á íslandi á 19. öld — er því til að svara aö ég þurfti ekki á henni aö halda.“ (Vera 7/1985 bls. 5) Þá kem ég aö þeirri staðhæfingu aö ég hafi amast viö aö efnisyfirliti og mynda- textar væru á dönsku. Um þau atriði vil ég tilfæra orörétt þaö sem stendur í mínum ritdómi; og sleppi ég þó aö endurtaka lof- samleg ummæli mín um frumtextann og sömuleiöis þau skýringadæmi sem ég tek upp úr bók Önnu Sigurðardóttur, þau geta lesendur athugaö viö yfirlestur. Hér kemur tilvitnun af bls. 34—35 í Veru 5/1985: ...Ég er hins vegar mjög ósátt viö þýðingar á myndatextum og raunar einnig þýöingu, eða endursögn á efnis- yfirliti. Dönsku textarnir eru oft í litlu samræmi viö frumtextann og í nokkr- um tilvikum allt annars efnis. Dæmi um þetta er á Pls. 33 . . „Sömu sögu er að segja af efnisyfirliti á dönsku. Þar virðist þýöandinn taka sér talsvert „skáldaleyfi“. Heföi ekki fariö betur á því að þýða, af vandvirkni, þær fáu linur sem tilfærðar eru í upp- hafi inngangs úr bók Jóns J. Aðils, heldur en aö útbúa þá umsögn sem færö er inn í efnisyfirlit á dönsku?. . .“ Það er fjarri mér aö efast um höfunda- ábyrgö Önnu Sigurðardóttur, aö þessum þýöingum, jafnt og ööru efni bókar henn- ar, en aö sjálfsögðu getur hún þeirra þýð- enda sem unnu fyrir hana svo og safnara, bréfritara, Ijósmyndara, prófarkalesara, aö ógleymdum heimildarmönnum. Þrátt fyrir þetta hnýtur Anna um eitt orö af all- mörgum í lokaorðum ritdómsins. Hún fellir sig ekki við aö ég nefni ,,samstarfsfólk“. Lokaorö min voru annars þessi: „Hafi Anna Sigurðardóttir og sam- starfsfólk hennar þakkir fyrir fróðlega og fallega bók um vinnu íslenskra kvenna." Á löngum ferli okkar hefur Anna Sigurð- ardóttir all oft hringt, skrifað mér línu, eöa sett sig í samband viö mig á annan hátt og hef ég reynt aö víkjast vel viö, bæöi vegna Kvennasögusafnsins og hennar sjálfrar. Mig furöar því mjög, aö Anna skildi ekki leita skýringar á þeim orðum í ritdómi mín- um, sem hún var ekki viss um að skilja rétt og það áður en þessi velviljuðu skrif fóru aö valda henni óþægindum. Meö bestu óskum um gott nýtt ár, fyrir aðstandendur og lesendur tímaritsins Veru og allra íslenskra kvenna. Reykjavík, 30. 12. 1985 Þórunn Magnúsdóttir, cand.mag. Verjum það skjól! Veru hefur borist fyrirspurn um afstöðu Kvennalistans tii lánasjóðs íslenskra náms- manna. Af því tilefni snérum við okkur til Kristínar Halldórsdóttur og báðum hana að svara i stuttu máli. Markmið Lánasjóös íslenskra náms- manna er að tryggja öllum jafnrétti til náms, óháö kynferði, búsetu og efnahag, og því markmiði hefur bærilega tekist að ná. Þaö er ekki síst fyrir tilverknað L.Í.N. að nám, sem áöur var forréttindi fárra, er nú orðið raunverulegur möguleiki margra. Eins og þetta kerfi er nú uppbyggt, er þaö fyrst og fremst stoö námsmanna af lands- byggðinni og hinna efnaminnstu, þ.e. kvenna og barna einstæðra og efnalítilla foreldra. Þess vegna eru málefni Lána- sjóös íslenskra námsmanna í hæsta máta kvennapólitísk mál, og þingkonur Kvennalistans hafa látið sig þau miklu varða frá upphafi. Námslán hafa lengi veriö aö fullu verö- tryggö, en vaxtalaus, og endurgreiösla er miðuð viö ákveöiö hlutfall af launum hvers og eins, sem tryggir þaö, að greiðslubyrði vegna námslána fer aldrei fram úr greiðslugetu og setur ekki óhóflegar skoröur við stofnun heimilis, íbúöarbygg- ingum eða ööru því, sem menn standa í, þegar þeir eru að koma sér fyrir í lífinu aö námi loknu. Við höfum mótmælt harölega hugmynd- um um, aö námslán veröi látin bera 3% vexti auk lántökugjalds og aö lágmarks endurgreiðsla á ári veröi hækkuö, vegna þess aö allar þessar breytingar bitna vitan- 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.