Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 11

Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 11
Q Q Q Q 7 Q QQQ7QQ1Q 9Q9QQQQIQ9^^ Skrafskjóðan ,,Nú áriö er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka,“ kvað skáldið. Hversu oft höfum við ekki hugleitt við áramót, hvað unnist hafi á liðnu ári og árum, og hvað næsta ár muni bera í skauti sínu. Þá setjum við okkur gjarnan einhver persónuleg markmið sem við strengjum þess heit að vinna að á árinu. En hver eru markmiðin sem við setjum okkur, og fylgjum við ákvörð- unum okkar eftir þegar hversdagsleikinn hefur innreið sína aftur eftir áramótin? Ég verð nú að viðurkenna að oft á miðju ári stend ég mig að því að hugsa: ,,Hvað var það nú aftur sem ég hátíðlega strengdi heit um að vinna að á árinu?“ Og sjá, þá man ég ekki hvað það var, svo varla hefur það verið merkilegt. Sennilega hefur það verið eitthvað til að friða samviskuna, og mér segir svo hugur, að ég sé ekki sú eina sem stend í því að friða hana. En hvað er þessi samviska eða réttara sagt samvisku- bit, sem tuskar okkur til annað slagið? Ég er nú komin út á hála braut því ég get nú ekki haldið fræði- imannslegan fyrirlestur um samviskubitið. En eitt veit ég, að það er ekki nokkurri mannveru hollt að dragnast með samviskubit útaf hinu og þessu, því þannig göngum við aðeins hálfar til skógar. En hversvegna virðist samviskubit frekar hrjá konur en karla? Er það t.d. vegna þess að konur vinna margfallt meira með lifandi sálir en karl- ar og bera ábyrgð á velferð einstaklinganna í kringum sig? Ég ætla ekki að gleyma að minnast á virðingarleysið sem þessum mikilvægu og erfiðu störfum er sýnt. Það á eflaust þátt í því að koma inn óöryggi hjá okkur, vanmati á okkur sjálfum og öðrum konum. En ég vil minna á að við berum fyrst og fremst ábyrgð á sjálfum okkur, okkar eigin gjörðum og hugsunum. Og meðan við gerum allt eftir bestu getu okkar og höfum okkar eigin rödd hjartans að leiðarljósi, get- um við skorað samviskubitið á hólm. Til þess að geta borið ábyrgð á börnum okkar og skjólstæðingum (svo langt sem hún nær) verðum við fyrst að geta borið ábyrgð á sjálf- um okkur, algerlega. Og þess vegna vil ég hvetja allar konur til að útrýma samviskubitinu, sem kúgar okkur, þó það geti kostað mikla baráttu. Þegar það skýtur upp kollinum, verðum við að spyrja okkur sjálfar: Hvað er réttast að gera í málinu, hvað er ég fær um að gera, og geri ég mitt besta? Eng- inn getur gert meira en sitt besta. Nú er ég búin að festa á blað mitt áramóta heit, þ.e. að útrýma samviskubiti, svo ég get flett þvi upp ef það gleymist. Ég vona að nýja árið færi okkur allar nær markmiðum okkar og vonum, gleðilegt ár. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Fóstrur, Þroskaþjálfar. Okkur vantar fólk til að sinna séraðstoð við börn á leikskólum og dag- heimilum. Sveigjanlegur vinnutími. Upplýsingar á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Staða fulltrúa er annast ráðgjöf á vistheimilum. Félagsráðgjafamenntun og starfsreynsla áskilin. Staða fulltrúa við eina af hverfisskrifstofum fjöl- skyldudeildar. Félagsráðgjafamenntun eða sambærileg starfs- menntun áskilin. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16:00 mánudaginn 24. febrúar 1986. 11

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.