Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 31

Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 31
Við gerð fjárhagsáætlunar lögðu fulltrúar Kvenna- framboðsins fram 44 tillögur og sumar hverjar með undir-tillögum. Ótækt er að rekja tilefni og greinar- gerðir allra þessara tillagna. Nokkrar fara hér á eftir en án frekari án frekari skýringa. Óþarft er að taka fram, aðengin þessaratillagnanáði fram aðganga, annað hvort voru þær felldar eða þeim vísað frá af meirihlutanum. Lang flestar tillögur Kvennafram- boðsins fengu stuðning frá öðrum fulltrúum minni- hlutans en þó alls ekki allar. Orðalag tillagnanna er orðrétt og ber að hafa það i huga, þar eð flestar hefj- ast þær á orðunum ,,borgarstjórn samþykkir" sem hún svo gerði auðvitað ekki! Borgarstjórn samþykkir aö framlag borgar- innar til dagvistarheimila veröi 4% af útsvars- tekjum borgarinnar, eöa sem nemi í ár kr. 78 milli. Allar okkar tillögur voru felldar! Dagvist Greinargerð: Tillaga þessi er í samræmi viö fyrri tillögur Kvenna- framboösins um þetta efni og byggir á sömu rökum. Samkvæmt núverandi fjárhagsáætlun er framlag borg- arinnar til byggingar dagvistarheimila kr. 49.2 millj. Meö þessari tillögu er tryggt aö sú upphæð hækki um tæplega kr. 30 millj. Ásamt meö kr. 30 millj. afmælis- framlagi til þessa málaflokks er tryggt að verulegur og sýnilegur árangur náist í uppbyggingu dagvistar- heimila. Viö leggjum til aö aukavinnugreiðslur og aökeypt vinna við stofnanir borgarinnar minnki verulega. Við le9gjum til aö ráöiö veröi fleira fólk til starfa þar sem eft- irspurn eftir þjónustu hefur sannanlega vaxiö eins og hjá Félagsmálastofnun, en fjöldi mála þar hefur aukist um 34% á kjörtímabilinu en starfsmannafjöldinn er óbreyttur. Viö leggjum lika til að aukavinnugreiðslur veröi skornar niður á öðrum skrifstofum borgarinnar. í flestum tilfellum er þar um að ræða launahækkanir til yfirmanna. Við teljum eölilegt aö þau íþróttamannvirki sem eink- um eru notuð til keppnisíþrótta skili leigutekjum, sem séu í einhverju samræmi við aðgöngumiðaverð þaö, sem krafist er af almenningi, sem stundar íþróttir á borð viö sund og skíði. Rétt er aö minna á aö á kjörtímabilinu hafa sundmiðar hækkað um 481%. Alls nema tillögur okkar um hækkanir á þessum liö- um 7.5 milljónum en sparnaöur skv. okkar tillögum nemur þó 66 milljónum umfram hækkanirnar. Þá leggjum viö til aö útgjöld vegna nýbygginga gatna laekki um 65.9 milljónir en hækkunartillögur okkar á þessum lið og í umferðamálum nema 30 millj. Viö telj- um aö margt af því sem gert er ráð fyrir í áætlun meiri- blutans séu ekki svo knýjandi verkefni aö þau geti ekki beðið um sinn. Þó okkur sé Ijóst að dýrar framkvæmdir veröa ekki umflúnar vegna rangra skipulagsákvarðana meirihlutans, við teljum þó aö verkefnin geti sum hver beðið. I heild gerum viö sparnaðartillögur umfram hækkanir sem nemur 102.5 milljónum króna. Þáhöfum viðeinnig 9ert ráð fyrir fullnýtingu fasteignaskattsprósentunnar. Til ráðstöfunar umfram áætlun þegar að eignabreyt- 'ngunum kemur eru því 167.5 milljónir og þeim leggjum við til að varið verði til aukinna byggingaframkvæmda Þjónustustofnana og til þess að auka vagnakost SVR.“ Magdalena Schram gerði síðan grein fyrir tillögum Kvennaframboðsins í einstökum liðum og er sagt frá Þeim annars staðar hér á borgarmálsiðum Veru. Borgarstjórn samþykkir að heimiluð verði NálTISflokkcir ráðning yfirkennara við Námsflokka Reykja- víkur. Borgarstjórn samþykkir að halda óbreyttu SkÓIST framlagi sínu til skólabygginga, þrátt fyrir nið- urskurð ríkisins á þessu sviði og falla ekki frá framkvæmdum við Grandaskóla. Jafnframt samþykkir borgarstjórn að hækka byggingar- framlag til Vesturbæjarskóla um kr. 4.000.000. Framlag borgarsjóðs til skóla- bygginga verði því kr. 79.000.000 í stað kr. 59.300.000 eins og fjárhagsáætlun gerir nú ráð fyrir. 2: Nægt framboð byggingalóða: Á fyrsta ári tímabilsins var ráðist í að þrefalda framboð byggingalóða. Þessari stefnu hefur verið framfylgt af fífldirfsku, sem ekkert tillit hefur tekið til efnahagsástands og/eða lánakjara í landinu. Afleið- ingarnar eru þær, að borgarsjóður hefur orðið fyrir stórfelldum áföllum því eftirspurn hefur ekki verið f neinu samræmi við framboð. Af þessum sökum hafa aðrar og nauðsynlegri framkvæmdir á vegum borg- arsjóðs orðið aö sitja á hakanum. 3: Sparnaður og hagkvæmni í rekstri: Samanburður á rekstrarkostnaði borgarinnar árið 1983 annars vegar og 1986 hins vegar ber þess ekki vitni, að þessi stefna hafi náð fram að ganga. Árið 1983 var kostnaður af liðunum 01, stjórn borgarinnar, t.d., 4.35% af heildarútgjöldum borgar- sjóðs, en í frumvarpinu 1986 er þessi sami liður 4.730/0. Árið 1983 var aukavinna á skrifstofu borgarstjóra éætluö 32.1% af greiddum árslaunum, en 1986 éætlast hún 50.2% af árslaunum. Þetta ber ekki vott um hagkvæmni og aðhald í rekstri nema síður sé. Þessi ofangreindu stefnumið eru í sjálfum sér góðra gjalda verð, en framkvæmdin í höndum meiri- hlutans hefur öll verið í skötulíki eins og hér hefur verið bent á. Meirihlutinn hefur rekið borgina eins og einkafyrirtæki með arðsemissjónarmiðið eitt í fyrir- rúmi. Skakkaföllum vegna rangra ákvarðana hefur verið mætt með óhóflegri skattheimtu, beinni og óbeinni. Kvennaframboðið spratt af þeirri staðreynd, að lít- ið sem ekkert tillit hafði verið tekið til þarfa og að- stæðna kvenna í borginni. Stefna núverandi meiri- hluta hefur virt að vettugi þær þarfir og aðstæður og meirihlutinn hefur skellt skollaeyrum við tillögum Kvennaframboðsins um úrbætur hvað þetta snertir. í þeim umræðum, sem skapast hafa vegna þátttöku og tillöguflutnings Kvennaframboðsins í borgar- stjórn, hefuropinberastsú kvenfyrirlitning, sem ein- kennir stjórn og starfshætti flokkanna. Þessi sama kvenfyrirlitning hefureinkennt störf núverandi meiri- hluta og ekki síst af þeim sökum er Kvennaframboð- ið andvægi stefnu hans. „Skakkaföll- um vegna rangra ákvarðana mætt með óhóflegri skattheimtu“ 31

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.