Vera - 01.02.1990, Qupperneq 14
menn í verkalýðshreyfingunni
um jafnréttismál.
4) Skipuleggja vinnuna á annan
hátt t.d. koma á auknum tilflutn-
ingi milli starfa.
5) Bjóða konum á vinnumarkaðn-
um upp á fullorðinsfræðslu.
6) Gera fleiri störf, sem þarf
menntun og færni til að gegna, að
hlutavinnustörfum.
7) Jafnari ábyrgð á fjölskyldunni.
Þá benti hún lfka á þær aðstæður
og þá aðila sem gætu haft áhrif á
kynskiptinguna með tilteknum
hætti.
1) Skortur á vinnuafli af ,,réttu“
kyni t.d. væri hugsanlegt að kon-
um fjölgaði í stétt sjómanna ef
karlar fengjust ekki til sjós. Ger-
andinn í þessu tilviki eru mark-
aðsöflin.
2) ,,Fyrirmyndar“-fyrirtæki þ.e.
fyrirtæki sem t.d. einsetja sér að
fjölga konum í stjórnunarstöð-
um. Gerandi: Stórfyrirtæki t.d.
Volvo eða önnur svipuð.
3) Jafnréttisáætlanir sem samið er
um. Gerandi: Verkalýðsfélögin og
samtök atvinnurekenda.
4) Opinberar reglur eða „þving-
anir“. Dæmi: „Affirmative
aktion“ (Jákvæð aðgerð) sem
samþykkt var í tíð ríkisstjórnar
Carters í Bandaríkjunum en
Reagan-stjórninni tókst að kippa
grundvellinum undan.
5) Opinber umbun fyrir það sem
vel er gert eða ,,gulrót“ sem væri
nægilega freistandi til að fyrirtæki
reyndu að standa sig í jafnréttis-
málum.
6) Aukinn félagslegur styrkur og
möguleikar kvennasamtaka og
-hreyfinga.
Drude Dahlerup
Að lokum tók Drude fyrir tvær
goðsagnir sem vinna gegn konum
en konur sjálfar nota gjarnan. í
fyrsta lagi er það goðsögnin um
að konur raði sér á miklu færri
starfsgreinar en karlar, eða eins og
stundum hefur verið sagt: „Kon-
ur eru í 30 starfsgreinum en karlar
Í300.“ Sagði hún aðþetta ætti við
lítil rök að styðjast og segði í raun-
inni ekkert um starfsval kvenna
heldur hitt, að í hefðbundnum
karlagreinum er mikil sérhæfing
og mörg starfsheiti en færri starfs-
heiti og breiðari verksvið í hefð-
bundnum kvennagreinum. Hin
1
Auglýsing um fasteignagjöld
Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík 1990 og hafa álagningarseðlar verið
sendir út ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna.
Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. apríl.
Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíró-
seðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi.
Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, veitir upplýsingar um álagningu
gjaldanna, sími 18000.
Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar hafa fengið lækkun á fasteignaskatti samkvæmt
reglum, sem borgarstjórn setur og framtalsnefnd úrskurðar eftir, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga
nr. 91/1989 um tekjustofna sveitarfélaga. Vegna mistaka við tölvuvinnslu varsama hlut-
fallsleg lækkun og ákveðin vará árinu 1989 reiknuð inn á álagningarseðla vegna ársins
1990. f mörgum tilvikum og sennilega flestum mun þessi lækkun reynast rétt. I öðrum
tilvikum kunna elli- og örorkulífeyrisþegar að eiga rétt á meiri lækkun gjaldanna, og í
örfáum tilvikum minni lækkun. Þegarframtöl hafa verið yfirfarin, sem vænta má að verði
í mars- eða aprílmánuði, verður viðkomandi tilkynnt um niðurstöður, ef um breytingu
verður að raeða.
Borgarstjórinn i Reykjavík,
9. janúar 1990.
goðsögnin er sú, að þegar konur
komi inn í tiltekna starfsgrein yf-
irgefi karlarnir greinina og taki
með sér þá virðingu og áhrif sem
tengst hafa greininnni fram til
þessa. Með öðrum orðum starfs-
greinin falli í gengi og áliti. Sagði
hún að konur ættu alls ekki að líta
á þetta sem einhvers konar nátt-
úrulögmál heldur sem eitthvað
sem hægt sé að berjast gegn.
Drude taldi að sá meginvandi
sem við væri að etja væri sá, að
vinnumarkaðurinn væri tvískipt-
ur. Það væri einn fyrir karla og
annar fyrir konur. Konur fá að
jafnaði einhæfari störf en karlar,
hafa færri möguleika á stöðu-
hækkunum og hafa að jafnaði
lægri laun en þeir. Þessu þurfi að
breyta, annars vegar með því að
auka virðingu hefðbundinna
kvennastarfa og fá þau meira met-
in en nú er, og hins vegar með því
að fá konur og karla í öll störf.
Þetta vekur auðvitað þá spurn-
ingu hvort vinna eigi að því með
markvissum hætti að fjölga körl-
um í kvennagreinum og veita
þeim þar e.t.v. einhvern forgang?
Þessari spurningu var ekki svarað
á ráðstefnunni og svari nú hver
fyrir sig.
— isg.
SKÝRSLA
Lokaskýrsla „Bryt-verkefnis-
ins“ er komin út á íslensku og
er mjög fróðleg fyrir allt
áhugafólk um jafnréttismál,
ekki síst kennara og félags-
menn í verkalýðshreyfing-
unni. í skýrslunni er að finna
markmið og niðurstöður verk-
efnisins, ýmsar tillögur og
stuttar greinar um hvert ein-
stakt tilraunaverkefni. Þá er
þar yfirlit yfir allar þær skýrsl-
ur sem unnar hafa verið á veg-
um Bryt-verkefnisins. Skýrsl-
una má nálgast með því að
skrifa til „Brjótum múrana“,
Kaupangi v/Mýrarveg, 600
Akureyri, eða með því að
hringja þangað í síma
96-26845. Skýrslunni er dreift
ókeypis.
14