Vera - 01.07.1990, Page 18
starfa Stígamót, miðstöð fyrir
konur og börn, sem orðið hafa
fyrir kynferðislegu ofbeldi. Fjórir
hópar sameinuðust um stofnun
Stígamóta, þ.e. Vinnuhópur gegn
sifjaspellum, Kvennaráðgjöfin,
Barnahópur Kvennaathvarfsins
og Ráðgjafarhópur um nauðgun-
armál. í Stígamótum er opið frá
10 til 19 og þangað geta konur lei-
tað eftir ráðgjöf og stuðnings-
viðtölum. Námskeið í sjálfsvörn
hefur verið haldið á vegum Stíga-
móta, svo og sjálfseflingarnám-
skeið fyrir þolendur sifjaspella. í
haust er fyrirhugað fræðslunám-
skeið um kynferðislegt ofbeldi
fyrir fólk sem starfar í barnavernd-
arnefndum o.þ.h. úti á landi. Sím-
inn á Stígamótum er: 626868.
Á hæðinni er auk þess Hatta-
gerð Rósa til húsa og tvö önnur
herbergi eru til útleigu. Hafa þau
verið leigð konum tímabundið til
ýmissa verkefna, t.d. hafði Sigríð-
ur Dúna Kristmundsdóttir þar að-
stöðu í tvö ár meðan hún vann að
doktorsritgerð sinni.
í risi framhússins er húsvarðar-
íbúð þar sem þrír skólanemar ut-
an af landi búa og sjá jafnframt
um gæslu húsanna og þrif á sam-
eign. Þar eru einnig tvö „sérher-
bergi“ sem konur hafa fengið
vinnuaðstöðu í. Hefur Elísabet
Jökulsdóttir rithöfundur skrifað í
öðru þeirra í tvö ár.
i húsnœöi Stígamóta Að gönguferðinni lokinni tyllt-
Ljósmynd: Anna Fjóla Um við Helga ogjóna okkur inn í
Englakaffi. „Svona lítur draumur-
inn út í dag og enn eigum við ótal
drauma um hluti sem gætu átt sér
stað hér í Hlaðvarpanum," sögðu
þær. „Hvernig væri t.d. að koma á
fót kvennaprentsmiðju? Það þarf
að endurútgefa margar af þeim
ófáanlegu bókum sem komið
hafa út eftir konur á þessari öld.“
Ég spyr hvernig hafi tekist að
virkja hluthafana og þær segja að
mæting á aðalfundi sé mjög léleg.
Á síðasta aðalfund mætti t.d. ein
kona auk stjórnarinnar!
„Það vantar skilning kvenna á
því að með því að mæta geta þær
haft áhrif og komið á framfæri
hugmyndum um nýtingu hús-
anna,“ sagði Helga. „Við megurn
ekki láta þetta ævintýri fara eins
og fór með Kvennaheimilið Hall-
veigarstaði á sínum tíma.“
Helga segist ekki gefast upp
meðan hún hafi Jónu sem fram-
kvæmdastjóra, því hún sé fædd í
starfið og takist á einstakan hátt
að láta enda ná saman með ráð-
deildarsemi sinni. Á sama hátt
segist Jóna vera ánægð meðan
Helga vilji vera stjórnarformaður,
og svo hlæja þær báðar. „Þetta er
spurning um úthald, eins og öll
kvennabarátta. Kannski eru kon-
ur í dag svo stressaðar að þær hafa
ekki tíma til að láta sig dreyrna,"
segja þær. , ,Það var mikið fagnað-
arefni að Hlaðvarpinn fékk í
fyrsta sinn styrk úr ríkissjóði í ár.
Vonandi erum við þá komnar inn
á fjárlög og búið að viðurkenna
að hér er rekið margvíslegt þjóð-
þrifastarf. Þegar við verðum bún-
ar að greiða lánin vegna húsa-
kaupanna verður hægt að hefjast
handa á nýjum verkum og fylla
húsin af enn meira lífi. Þá verður
gaman að vera til,“ sögðu þær
stöllur.
Og Vera spyr: Er ekki þörf á að
efla Hlaðvarpann enn meir og
gera hann að sannkölluðu
kvennahúsi? Geta íslenskar konur
kannski ekki sameinast um félags-
heimili? Fjarar samstaðan út um
leið og sameiginlegir sigrar hafa
unnist, eins og t.d. Kvennafrídag-
ur og forsetakjör? EÞ
1
i Prentvm n= itórt LLri.te’* sem iijMmt smátt Við höfum kaffið og kryddið fyrir sælkera
GEVALIA
PRENTBERC HF AUDBREKKU 4 200 KOPAVOCI SlMI 45333 .. en auðvitað veist þú það I
18