Vera - 01.07.1990, Side 27
Hildur: Við göngum út frá því
sem gefnu að konur vilji annars
konar fréttir og jafnvel að konur
innan fjölmiðlanna meðhöndli
fréttir öðruvísi. En er það svo
víst?
Magdalena: Ég tel engan vafa á
því. Þessum svokölluðu mjúku
málum er lítill gaumur gefinn því
þau eru fjær reynsluheimi karla.
Nærtæk dæmi núna eru tækni-
frjóvgun, fæðingarorlof, dagvist-
armál og önnur slík sem beinlínis
varða konur. Ég held tvímæla-
laust að kvenfréttamenn séu mun
tilbúnari til að fara og tala við
konur í fiskvinnslunni heldur en
stöðugt að kippa formanni LÍÚ í
viðtal.
Sigrún: Ég held að margir
karlar hafi ekki síður áhuga á
þessum mjúku málum. Ég er
reyndar mjög mikið á móti því að
nota þetta samnefni — mjúk mál
— því þá er eins og búið sé að
ákveða að þau séu ekki alvöru-
mál. Karlar þora síður að hafa
frumkvæði að því að taka þau upp
en liafa vissulega áhuga á þeim.
Hildur: Það er ríkjandi mjög
afdráttarlaus skipting í viðmæl-
endahópi fjölmiðlanna. Þegar
mál eins og kynferðisofbeldi er til
umfjöllunar er oft eingöngu talað
við konur. Það er mál sem tilheyr-
ir kvennadeildinni, ef svo mætti
að orði komast. Tökum við ekki
þátt í að viðhalda þessari skipt-
ingu, hvort sem hún er réttmæt
eða ekki?
Magdalcna: Sum mál snerta
konur meira og beinna en karla
og við eigum ekkert að fela það.
Og það er jafn ljóst að vinnu-
markaðurinn er næstum algerlega
kynskiptur hvort sem okkur líkar
það betur eða verr. Aðstöðumun-
ur þegar kemur að virkri þátttöku
í félagsmálum, í atvinnuiífinu eða
stjórnmálum er líka mjög kyn-
bundinn. Það leiðir til þess að
munur er á hagsmunum og sjón-
arhorni kynjanna. Engan jiarf að
undra að karlar innan fjölmiðl-
anna eigi erfitt með að setja sig í
spor kvenna. En mestu skiptir
fyrir blaða- og fréttamenn að þeir
staldri við og rýni betur í inntak
fréttanna í stað þess að skila þeim
ómeltum frá sér. Þeir þurfa að
spyrja sig hverja fréttin varði og
hvaða upplýsingar þeir vilji fá
fram. Það er ekkert eðlilegt að
karlar svari þessu fyrir hönd
kvenna og því ber að leita meira
til kvennanna sjálfra.
Sigrún-. Ég vil taka undir það
að fjölmiðlar geti gefið skakka
mynd af raunveruleikanum með
því að viðhalda kynskiptingunni í
viðmælendahópnum. Segjum
sem svo að verið sé að fjalla um
viðkvæmt mál eins og sjálfsmorð
sem vekur mjög sterkar tilfinn-
ingar hjá hverjum og einum. Kon-
ur eru oftar en karlar í því hlut-
verki að tjá tilfinningalegar hliðar
á málum sem þessum. Ef við ein-
vörðungu ræddum um þau við
konur kæmum við þeim skilaboð-
um á framfæri að karlar láti sig
þau engu skipta eða hafi ekki til-
finningar til jafns við konur. Það
er því ekkert einhlítt í þessum
efnum. Aðalatriðið er að vera
meðvitaðri um hvað við erum að
gera hverju sinni.
Magdalena: Konur eru snið-
gengnar í stórum stíl, ekki bara
með því að sniðganga mjúku mál-
in, heldur eru konur oft snið-
gengnar þrátt fyrir að þær starfi á
hefðbundnum karlavettvangi og
gegni ábyrgðarstöðum. Eitt dæmi
um þetta eru þær konur sem starfa
sem aðstoðarmenn ráðherra. Mér
finnst fjölmiðlarnir leita síður til
þessara kvenna en þeir gera ef
karlar skipa þessar sömu stöður.
Það er eins og dragi úr mikilvægi
þeirra í augum fjölmiðla við það
eitt að konur gegni þeim.
Sigrún: Þetta er ekki eingöngu
vandi fjölmiðlanna því mér er
ekki grunlaust um að þessi störf
séu í raun og veru gengisfelld ef
konagegnirþeim. Kona íleiðandi
stöðu hjá hagsmunasamtökum
lendir hugsanlega í þeirri stöðu
að verða einn stór ritari fyrir for-
manninn meðan karl í sömu
stöðu er í hlutverki þess sem túlk-
ar stefnuna.
Hildur: Ég flutti utan árið 1983
og fannst mikið hafa breyst til
hins betra þegar ég kom heim
fimm árum seinna. Mörg umfjöll-
unarefni sem áður voru feimnis-
mál, talin jafnvel annarleg eða alls
ekki áhugaverð eru núna daglegt
brauð í mörgum fjölmiölum. Sem
dæmi um þetta get ég nefnt að
Jafnréttissíða Þjóðviljans var köll-
uð kynlífssíðan af mörgum karl-
mönnum í niðrandi merkingu og
það jafnvel þótt greinar beinlínis
um kynlíf væru teljandi á fingrum
annarrar handar öll þau ár sem
síöunni var haldið úti. Núna er
....mér finnst mikil
þversögn ríkjandi í
þessu landi þegar
þetta fréttamat er
réttlœtt með því að
þjóðfélagið sé svo
lítið að fjármagn
skorti til að rœkta
annars konar frétta-
mat. Smœð þjóðfé-
lagsins getur einmitt
verið mikill kostur.
kynlífsdálkur í hefðbundnum
blöðum þótt enn séu þeir til sem
hnýta í svona skrif. Tjáning í fjöl-
miðlum er sömuleiðis orðin mun
frjálslegri.
Sigrún: Ég er sammála þessu
og ég held að karlar séu bara
ánægðir með þessa þróun. Svig-
rúm hefur aukist á mörgum svið-
um. Við höfum til dæmis nýlega
séð þætti í sjónvarpi um hannyrð-
ir, íslenska matargerð og barna-
sjúkdóma og konur eru almennt
orðnar mun virkari í því að ráða
hvað fer íþætti. Ég held að mörgu
fjölmiðlafólki sé líka að verða
ljóst að þessi þröngi viðtalsklúbb-
ur fjölmiðlanna á ekkert endilega
upp á pallborðið hjá almenningi,
enda er ég sannfærð um að þeir
einstaklingar sem annað fólk
helst vill hlusta á eru bara þetta
venjulega fólk úti um allt land
sem hvert býr yfir sinni sérstöku
reynslu.
Magdalena: Samkeppni á fjöl-
miðlasviðinu hefur aukist og þar
með dagskrárframboð sem er af
hinu góða. Dagskrárgerð er hins
vegar orðin miklu háðari auglýs-
ingatekjum fjölmiðlanna, sem
aftur býður þeirri hættu heim að
dagskrárstefna lúti lögmálum
auglýsingamarkaðarins. Þetta á
auðvitað fyrst og fremst við um
,,frjálsu“ einkamiðlana og síður
við ríkisútvarpið sem er sæmilega
vel í stakk búið til að varðveita
frelsi sitt — enn sem komið er
a.m.k. Dæmigerðir kvennaþættir
,,trekkja“ ekki auglýsingar í sama
mæli og dæmigerðir karlaþættir,
t.d. heimsmeistarakeppni íknatt-
spyrnu. Og það getur vissulega
haft áhrif á dagskrárstefnuna —
og á stöðu kvenna, bæði sem
starfsfólks á miðlunum og ekki
síður sem neytenda. Við þurfum
að fylgjast náið með þessum mál-
um því við megum ekki við því að
sú aukna viðleitni sem við þó get-
um séð votta fyrir verði látin víkja
fyrir fé auglýsenda.
H.J.
27